Virðing vinnandi fólks Drífa Snædal skrifar 13. maí 2022 15:40 Barátta hinna vinnandi stétta hefur ekki bara snúist um atvinnu- og afkomuöryggi síðan í árdaga heldur ekki síður að geta borið höfuðið hátt, eiga rödd í samfélaginu og geta talað og tjáð sig án þess að hefnast fyrir það. Það er líka grundvöllur lýðræðisríkja og stöðugt hefur lagaramminn verið þéttur, nú síðast með vernd uppljóstrara. Að því sögðu er munur á málfrelsi og hatursorðræðu, munur sem flest eru með á hreinu. Sem vinnandi manneskja áttu að geta talað frjálst á kaffistofunni, viðrað þínar skoðanir og meira að segja haft áhuga og álit á störfum yfirmanna. Það er hluti af því að vera frjáls manneskja að geta talað frjálst án þess að hefnast fyrir það. Í vikunni fékk ég þær upplýsingar að Icelandair krefði flugfreyjur og -þjóna um að nota app til að meta samstarfsfólk sitt, meðal annars frammistöðu, samskiptahæfileika og viðhorf til yfirmanna og fyrirtækis. Það er alls óvíst hvernig þessar upplýsingar verða notaðar, af hverju aðeins þessi stétt er útsett fyrir þessum reglum en ekki til dæmis flugmenn og hvernig þetta hefur áhrif á stöðu atvinnu- og afkomuöryggi. Eitt er þó vitað; að hvetja fólk til að vera stöðugt að meta samstarfsfélaga býr til tortryggni, gerir fólk vart um sig og ýtir undir þöggun. Flugfreyjur og -þjónar eru stétt sem reglulega er sagt upp störfum vegna samdráttar og nýlega var Icelandair dæmt fyrir brot á reglum um endurráðningar þar sem starfsreynsla var látin víkja. Það er því fullt tilefni fyrir starfsfólk að vera uggandi yfir eigin stöðu þegar því ber að klaga vinnufélaga eftir hverja vakt. Vinnufélaga sem það starfar ekki með á hverjum degi og þekkja oft lítið. Það er hvorki virðing fyrir málfrelsi né virðing vinnandi fólks sem ræður þarna ferðinni heldur eitthvað allt, allt annað. Á morgun er kosið til sveitastjórna. Rétturinn til að kjósa er ekki sjálfsagður og lýðræði stendur höllum fæti víða í heiminum - nýtum réttinn okkar og skilum okkar atkvæði á morgun! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Barátta hinna vinnandi stétta hefur ekki bara snúist um atvinnu- og afkomuöryggi síðan í árdaga heldur ekki síður að geta borið höfuðið hátt, eiga rödd í samfélaginu og geta talað og tjáð sig án þess að hefnast fyrir það. Það er líka grundvöllur lýðræðisríkja og stöðugt hefur lagaramminn verið þéttur, nú síðast með vernd uppljóstrara. Að því sögðu er munur á málfrelsi og hatursorðræðu, munur sem flest eru með á hreinu. Sem vinnandi manneskja áttu að geta talað frjálst á kaffistofunni, viðrað þínar skoðanir og meira að segja haft áhuga og álit á störfum yfirmanna. Það er hluti af því að vera frjáls manneskja að geta talað frjálst án þess að hefnast fyrir það. Í vikunni fékk ég þær upplýsingar að Icelandair krefði flugfreyjur og -þjóna um að nota app til að meta samstarfsfólk sitt, meðal annars frammistöðu, samskiptahæfileika og viðhorf til yfirmanna og fyrirtækis. Það er alls óvíst hvernig þessar upplýsingar verða notaðar, af hverju aðeins þessi stétt er útsett fyrir þessum reglum en ekki til dæmis flugmenn og hvernig þetta hefur áhrif á stöðu atvinnu- og afkomuöryggi. Eitt er þó vitað; að hvetja fólk til að vera stöðugt að meta samstarfsfélaga býr til tortryggni, gerir fólk vart um sig og ýtir undir þöggun. Flugfreyjur og -þjónar eru stétt sem reglulega er sagt upp störfum vegna samdráttar og nýlega var Icelandair dæmt fyrir brot á reglum um endurráðningar þar sem starfsreynsla var látin víkja. Það er því fullt tilefni fyrir starfsfólk að vera uggandi yfir eigin stöðu þegar því ber að klaga vinnufélaga eftir hverja vakt. Vinnufélaga sem það starfar ekki með á hverjum degi og þekkja oft lítið. Það er hvorki virðing fyrir málfrelsi né virðing vinnandi fólks sem ræður þarna ferðinni heldur eitthvað allt, allt annað. Á morgun er kosið til sveitastjórna. Rétturinn til að kjósa er ekki sjálfsagður og lýðræði stendur höllum fæti víða í heiminum - nýtum réttinn okkar og skilum okkar atkvæði á morgun! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar