Rússar framlengja gæsluvarðhald hinnar bandarísku Griner Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. maí 2022 23:00 Griner hefur verið í gæsluvarðhaldi í Rússlandi í um þrjá mánuði. Getty/Mike Mattina Rússneskur dómstóll framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltakonunni Brittney Griner um heilan mánuð. Griner hefur verið í haldi lögreglu í Rússlandi síðan í febrúar. Griner hefur unnið til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum og er sögð ein besta körfuboltakona heims. Hún spilar fyrir rússneska körfuknattleiksliðið UMMC Yekaterinbug í Eurolegue og hefur gert það síðan 2014 þá mánuði árs sem bandaríska WNBA-deildin er í fríi. Hún var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og er henni gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner, sem er 31 árs gömul, sé ólögmætt og hafa bandarísk stjórnvöld útnefnt diplómata til þess að vinna að því að henni verði sleppt. Ræðismaður Bandaríkjanna í Moskvu mætti í dómsal í dag og ræddi við Griner, samkvæmt frétt Reuters. „Hann gat staðfest það að Brittney Griner líður eins vel og hægt er að líða undir þessum kringumstæðum, sem aðeins er hægt að lýsa sem einstaklega erfiðum,“ sagði Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í tilkynningu í dag. Margir telja handtöku Griner pólitíska og Rússar muni nýta sér handsömun hennar í pólitískumm tilgangi gegn yfirvöldum í Washington vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það ber einnig að taka fram að Griner er samkynhneigð, sem getur reynst mjög hættulegt í Rússlandi. Enn hafa pólitísk samskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands ekki verið rofin þrátt fyrir mjög köld samskipti þar á milli frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Þá hafa ríkin tvö skipst á föngum síðan þá, síðast fyrir mánuði, þegar bandaríski sjóhermaðurinn Trevor Reed sneri aftur heim úr fangelsi í Rússlandi, þar sem hann afplánaði níu ára dóm fyrir líkamsárás. Reed var skilað til Bandaríkjanna í skiptum fyrir rússneska flugmanninnn Konstantin Yaroshenko, sem afplánaði tuttugu ára dóm í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl. Bandaríski sjóhermaðurinn Paul Whelan er enn í fangelsi í Rússlandi, en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2020 fyrir njósnir. Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NBA Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. 17. mars 2022 13:55 Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. 17. mars 2022 12:01 Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Griner hefur unnið til tveggja gullverðlauna á Ólympíuleikunum og er sögð ein besta körfuboltakona heims. Hún spilar fyrir rússneska körfuknattleiksliðið UMMC Yekaterinbug í Eurolegue og hefur gert það síðan 2014 þá mánuði árs sem bandaríska WNBA-deildin er í fríi. Hún var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og er henni gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner, sem er 31 árs gömul, sé ólögmætt og hafa bandarísk stjórnvöld útnefnt diplómata til þess að vinna að því að henni verði sleppt. Ræðismaður Bandaríkjanna í Moskvu mætti í dómsal í dag og ræddi við Griner, samkvæmt frétt Reuters. „Hann gat staðfest það að Brittney Griner líður eins vel og hægt er að líða undir þessum kringumstæðum, sem aðeins er hægt að lýsa sem einstaklega erfiðum,“ sagði Ned Price, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna í tilkynningu í dag. Margir telja handtöku Griner pólitíska og Rússar muni nýta sér handsömun hennar í pólitískumm tilgangi gegn yfirvöldum í Washington vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það ber einnig að taka fram að Griner er samkynhneigð, sem getur reynst mjög hættulegt í Rússlandi. Enn hafa pólitísk samskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands ekki verið rofin þrátt fyrir mjög köld samskipti þar á milli frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Þá hafa ríkin tvö skipst á föngum síðan þá, síðast fyrir mánuði, þegar bandaríski sjóhermaðurinn Trevor Reed sneri aftur heim úr fangelsi í Rússlandi, þar sem hann afplánaði níu ára dóm fyrir líkamsárás. Reed var skilað til Bandaríkjanna í skiptum fyrir rússneska flugmanninnn Konstantin Yaroshenko, sem afplánaði tuttugu ára dóm í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl. Bandaríski sjóhermaðurinn Paul Whelan er enn í fangelsi í Rússlandi, en hann var dæmdur í sextán ára fangelsi árið 2020 fyrir njósnir.
Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu NBA Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. 17. mars 2022 13:55 Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. 17. mars 2022 12:01 Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35 Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Dagskráin: Körfuboltakvöld, sprettkeppni í Formúlu 1 og enski boltinn Sport Fleiri fréttir Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir bandarískri körfuboltastjörnu í Rússlandi framlengt Dómstóll í Moskvu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir bandarísku körfuboltastjörnunni Brittney Griner þar til 19. mars næstkomandi. Griner var handtekin fyrir mánuði síðan á flugvelli í Rússlandi og ekkert til hennar sést eða frá henni heyrst síðan. 17. mars 2022 13:55
Enginn veit hvar ein besta körfuboltakona heims er niðurkomin Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner var handtekin á flugvelli í Rússlandi fyrir mánuði síðan. Síðan veit enginn hvað varð um hana. 17. mars 2022 12:01
Stórstjarnan Brittney Griner handtekin á flugvelli í Rússlandi Brittney Griner, tvöfaldur Ólympíumeistari í körfubolta og sjöfaldur þátttakandi í stjörnuleik WNBA-deildarinnar, hefur verið handtekin á flugvelli í Rússlandi eftir að í ljós að kom það var hassolía í rafrettu hennar. Hún gæti átt yfir höfði sér 5 til 10 ára fangelsi. 6. mars 2022 11:35