„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Jakob Bjarnar skrifar 15. maí 2022 12:02 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er keikur þó tap blasi við flokknum að loknum sveitarstjórnarkosningum. Hann vill meina að tapið sé miklu minna en umræðan gefur til kynna. Vísir/Vilhelm Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meira að segja í Garðabæ, höfuðvígi flokksins, en Bjarni Benediktsson formaður flokksins mætti ekki brotinn í Silfur Ríkisútvarpsins, nema síður sé. Sjálfstæðisflokkurinn með 110 bæjarfulltrúa á landsvísu Bjarni var hinn brattasti. Sagði jú vissulega að þar hefðu þau gjarnan viljað vera yfir 50 prósentunum eins og raun varð, en sjö bæjarfulltrúar af ellefu sé frábær árangur hvernig sem á það er litið og í hvaða samhengi sem er. Bjarni sagði að ef litið sé til landsins í heild sinni og „þessi framboð“ ólíkra flokka undir einhverjum listabókstöfum eru sett til hliðar þá sé staðreynd málsins sú að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tapa sex fulltrúm á landsvísu. „Og er með 110 bæjarfulltrúa sem er 40 prósentum meira en Framsókn, það sé fjórum sinnum meira en Samfylkingin. Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu,“ sagði Bjarni sem vildi meina að tapið væri fráleitt eins mikið og umræðan beri með sér. Foringjar ríkisstjórnarinnar auk Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar, voru mættir til Egils Helgasonar hjá Ríkissjónvarpinu til að fara yfir stöðuna að loknum sveitarstjórnarkosningum. „Fjórflokkurinn í öllu sínu veldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna, við það tækifæri. Allt samkvæmt áætlun hjá Framsóknarflokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins reyndi ekki að leyna ánægju sinni enda erfitt annað. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og bætti við sig 22 fulltrúum frá síðustu kosningum. Sigurður Ingi sagðist sammála, að um væri að ræða stórkostlegan árangur síns flokks á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. En þetta væri ekkert endilega óvænt. Hann upplýsti að það hafi verið verkefni Framsóknarmanna í langan tíma að styrkja stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu án þess að það „komi niður á landsbyggðinni“. Vinstri græn riðu ekki feitum hesti frá þessum kosningum en Katrín benti á að Vinstri græn væru víða í hópi blandaðra framboða um landið og þau séu sátt við sinn árangur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira,“ sagði Katrín en vildi minna á að síðustu sveitarstjórnarkosningar hefðu reynst Vinstri grænum afar erfiðar og í því samhengi væri þetta ekki svo slæmt. Þannig fundu allir foringjar stjórnmálaflokkanna jákvæðar hliðar á niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga fyrir sig og sína, eins og venju ber til. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meira að segja í Garðabæ, höfuðvígi flokksins, en Bjarni Benediktsson formaður flokksins mætti ekki brotinn í Silfur Ríkisútvarpsins, nema síður sé. Sjálfstæðisflokkurinn með 110 bæjarfulltrúa á landsvísu Bjarni var hinn brattasti. Sagði jú vissulega að þar hefðu þau gjarnan viljað vera yfir 50 prósentunum eins og raun varð, en sjö bæjarfulltrúar af ellefu sé frábær árangur hvernig sem á það er litið og í hvaða samhengi sem er. Bjarni sagði að ef litið sé til landsins í heild sinni og „þessi framboð“ ólíkra flokka undir einhverjum listabókstöfum eru sett til hliðar þá sé staðreynd málsins sú að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tapa sex fulltrúm á landsvísu. „Og er með 110 bæjarfulltrúa sem er 40 prósentum meira en Framsókn, það sé fjórum sinnum meira en Samfylkingin. Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu,“ sagði Bjarni sem vildi meina að tapið væri fráleitt eins mikið og umræðan beri með sér. Foringjar ríkisstjórnarinnar auk Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar, voru mættir til Egils Helgasonar hjá Ríkissjónvarpinu til að fara yfir stöðuna að loknum sveitarstjórnarkosningum. „Fjórflokkurinn í öllu sínu veldi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, formaður Vinstri grænna, við það tækifæri. Allt samkvæmt áætlun hjá Framsóknarflokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins reyndi ekki að leyna ánægju sinni enda erfitt annað. Flokkurinn tvöfaldaði fylgi sitt og bætti við sig 22 fulltrúum frá síðustu kosningum. Sigurður Ingi sagðist sammála, að um væri að ræða stórkostlegan árangur síns flokks á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. En þetta væri ekkert endilega óvænt. Hann upplýsti að það hafi verið verkefni Framsóknarmanna í langan tíma að styrkja stöðu sína á höfuðborgarsvæðinu án þess að það „komi niður á landsbyggðinni“. Vinstri græn riðu ekki feitum hesti frá þessum kosningum en Katrín benti á að Vinstri græn væru víða í hópi blandaðra framboða um landið og þau séu sátt við sinn árangur. „Ég hefði að sjálfsögðu viljað uppskera meira,“ sagði Katrín en vildi minna á að síðustu sveitarstjórnarkosningar hefðu reynst Vinstri grænum afar erfiðar og í því samhengi væri þetta ekki svo slæmt. Þannig fundu allir foringjar stjórnmálaflokkanna jákvæðar hliðar á niðurstöðu sveitarstjórnarkosninga fyrir sig og sína, eins og venju ber til.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Sjá meira