Hluti af vandanum eða hluti af lausninni? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 17. maí 2022 16:00 Í gær flutti dómsmálaráðherra frumvarp sitt um útlendingamál á Alþingi. Við erum flest meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum í dag. Myndin er enn skýrari nú þegar stríð er hafið í Úkraínu og milljónir manna eru á flótta þaðan. En þrátt fyrir að vita að flótti frá heimalandi sé veruleiki tugmilljóna eru það samt alltaf sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Sögur af fólki Í umræðum um þetta mál á þinginu í gær nefndi ég sögu sem hreyfði mikið við mér á sínum tíma. Sögu sem segir af stefnu Íslands gagnvart fólki á flótta. Það var saga af sýrlenskri konu sem vann í leikskólanum Vinagarði. Sagan situr í mér af þeirri einföldu ástæðu að dóttir mín var einu sinni í þessum frábæra leikskóla. Konurnar sem þar störfuðu eiga stað í hjarta mínu eftir þau góðu ár. Í fréttum kom fram að konan vann í leikskólanum í hálft ár. Maríu Sighvatsdóttur aðstoðarleikskólastjóri hafði þetta um konuna að segja: „Hún hefur ofboðslega góða nærveru, er áhugasöm og lagði sig mikið fram við að kynnast starfinu. Það var gott að vinna með henni, ég lærði mjög margt af henni. Hún kenndi börnunum og lærði svo af okkur og þeim líka. Þannig að allir græddu á vinnu hennar hér. Hennar er virkilega sárt saknað.“ Konunni var vísað til Grikklands vegna þess að hún hafði hlotið alþjóðlega vernd þar. Íslensk yfirvöld höfnuðu því að taka mál hennar til efnismeðferðar þar sem Grikkland er sagt öruggt ríki fyrir flóttamenn. Við vitum að ég held öll að þar beið hennar þó ekkert sérstakt skjól. Ég spurði dómsmálaráðherra þess vegna í gær hvort það væri rétt að með þessu frumvarpi væri verið að boða framhald á því að fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd á stöðum eins og í Grikklandi verði vísað frá Íslandi. Hvort það verði meginreglan að gera engan greinarmun á því hvar fólk hefur fengið vernd. Hin „raunverulega þörf“ Rökstuðningur ríkisstjórnarinnar hefur verið sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raunverulegri þörf“ fyrir vernd hérlendis. Rauði krossinn hefur þó bent á að óalgengt sé að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki um vernd hér. Stærsti hópurinn komi hins vegar frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi skv. Rauða krossinum. Örlög sýrlensku konunnar urðu þau að börnin í leikskólanum kvöddu hana öll, hvert og eitt, með því að faðma hana en án þess að vita að í framhaldinu kvaddi hún líka Ísland. Það er áhugavert að hugsa til þess hvers vegna svona fór. Ekki var ástæðan sú að fækka þurfti starfsfólki. Það vantar starfsfólk í marga leikskóla um allt land. Ekki var ástæðan heldur sú að konan vildi ekki halda áfram að starfa í leikskólanum. Og konan var mikils metin af starfsfólki. Mikils metin af börnunum. Mikils metin af foreldrum barnanna. Ástæðan var einfaldlega sú að þessari konu urðu á þau mistök að hafa lent í stríðinu í Sýrlandi og að hafa ekki komið beinustu leið til Íslands á flótta sínum, heldur fyrst til Grikklands. Sagan frá Íslandi Saga þessarar konu er sorgleg en sagan sem börnin í Vinagarði munu heyra þegar fram líða stundir er þó ekki síður sorgleg. Það er sagan af því hverjar aðstæður geta verið á Íslandi gagnvart fólki í neyð. Eftir að hafa lesið frumvarp dómsmálaráðherra er svarið skýrt um að sögur sem þessar verða hluti af stefnu stjórnvalda. Og reyndar verður tónn íslenskra stjórnvalda harðari í garð fólks á flótta en áður. Staða fólks á flótta er stórpólitískt efni í samfélagi þjóðanna. Og ég óttast að með þessu frumvarpi séum við að stíga það skref að Ísland verði hluti af vandanum sem heimurinn stendur frammi gagnvart fólki á flótta fyrir frekar en að vera hluti af lausninni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Í gær flutti dómsmálaráðherra frumvarp sitt um útlendingamál á Alþingi. Við erum flest meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum í dag. Myndin er enn skýrari nú þegar stríð er hafið í Úkraínu og milljónir manna eru á flótta þaðan. En þrátt fyrir að vita að flótti frá heimalandi sé veruleiki tugmilljóna eru það samt alltaf sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Sögur af fólki Í umræðum um þetta mál á þinginu í gær nefndi ég sögu sem hreyfði mikið við mér á sínum tíma. Sögu sem segir af stefnu Íslands gagnvart fólki á flótta. Það var saga af sýrlenskri konu sem vann í leikskólanum Vinagarði. Sagan situr í mér af þeirri einföldu ástæðu að dóttir mín var einu sinni í þessum frábæra leikskóla. Konurnar sem þar störfuðu eiga stað í hjarta mínu eftir þau góðu ár. Í fréttum kom fram að konan vann í leikskólanum í hálft ár. Maríu Sighvatsdóttur aðstoðarleikskólastjóri hafði þetta um konuna að segja: „Hún hefur ofboðslega góða nærveru, er áhugasöm og lagði sig mikið fram við að kynnast starfinu. Það var gott að vinna með henni, ég lærði mjög margt af henni. Hún kenndi börnunum og lærði svo af okkur og þeim líka. Þannig að allir græddu á vinnu hennar hér. Hennar er virkilega sárt saknað.“ Konunni var vísað til Grikklands vegna þess að hún hafði hlotið alþjóðlega vernd þar. Íslensk yfirvöld höfnuðu því að taka mál hennar til efnismeðferðar þar sem Grikkland er sagt öruggt ríki fyrir flóttamenn. Við vitum að ég held öll að þar beið hennar þó ekkert sérstakt skjól. Ég spurði dómsmálaráðherra þess vegna í gær hvort það væri rétt að með þessu frumvarpi væri verið að boða framhald á því að fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd á stöðum eins og í Grikklandi verði vísað frá Íslandi. Hvort það verði meginreglan að gera engan greinarmun á því hvar fólk hefur fengið vernd. Hin „raunverulega þörf“ Rökstuðningur ríkisstjórnarinnar hefur verið sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raunverulegri þörf“ fyrir vernd hérlendis. Rauði krossinn hefur þó bent á að óalgengt sé að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki um vernd hér. Stærsti hópurinn komi hins vegar frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi skv. Rauða krossinum. Örlög sýrlensku konunnar urðu þau að börnin í leikskólanum kvöddu hana öll, hvert og eitt, með því að faðma hana en án þess að vita að í framhaldinu kvaddi hún líka Ísland. Það er áhugavert að hugsa til þess hvers vegna svona fór. Ekki var ástæðan sú að fækka þurfti starfsfólki. Það vantar starfsfólk í marga leikskóla um allt land. Ekki var ástæðan heldur sú að konan vildi ekki halda áfram að starfa í leikskólanum. Og konan var mikils metin af starfsfólki. Mikils metin af börnunum. Mikils metin af foreldrum barnanna. Ástæðan var einfaldlega sú að þessari konu urðu á þau mistök að hafa lent í stríðinu í Sýrlandi og að hafa ekki komið beinustu leið til Íslands á flótta sínum, heldur fyrst til Grikklands. Sagan frá Íslandi Saga þessarar konu er sorgleg en sagan sem börnin í Vinagarði munu heyra þegar fram líða stundir er þó ekki síður sorgleg. Það er sagan af því hverjar aðstæður geta verið á Íslandi gagnvart fólki í neyð. Eftir að hafa lesið frumvarp dómsmálaráðherra er svarið skýrt um að sögur sem þessar verða hluti af stefnu stjórnvalda. Og reyndar verður tónn íslenskra stjórnvalda harðari í garð fólks á flótta en áður. Staða fólks á flótta er stórpólitískt efni í samfélagi þjóðanna. Og ég óttast að með þessu frumvarpi séum við að stíga það skref að Ísland verði hluti af vandanum sem heimurinn stendur frammi gagnvart fólki á flótta fyrir frekar en að vera hluti af lausninni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar