Er verið að njósna um þig? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. maí 2022 08:00 Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum. Af því tilefni sendi ég dómsmálaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra formlegar fyrirspurnir á Alþingi um slíkar auglýsingar. Ég óskaði eftir upplýsingum um það hvernig stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum væri tryggður með tilliti til njósnaauglýsinga, og hvort ráðherrarnir hygðust tryggja réttindi einstaklinga betur þegar að þessu kemur. Dómsmálaráðherra undirstrikaði að ein af mikilvægustu leiðunum til þess að tryggja þessi réttindi væri að fyrirtæki færu einfaldlega eftir þeim reglum sem gilda um málefnið. Ráðherrann upplýsti sömuleiðis að Persónuvernd og dómsmálaráðuneytið fylgdust grannt með þróun mála á þessu sviði og með þróun á breytingusm á regluverki á vettvangi EES í þessu samhengi. Samkvæmt svari menningar- og viðskiptaráðherra er stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum víðsvegar tryggður í löggjöf hérlendis. Ráðherrann benti á að hröð stafvæðing á neytendamörkuðum á undanförnum árum hefði haft í för með sér fjölda áskorana og tækifæra fyrir neytendur og fyrirtæki. Það væri brýnt að tryggja friðhelgi einkalífs neytenda á netinu og að neytendavernd hérlendis væri með besta móti. Hún greindi frá því að vinna væri hafin við heildarstefnumótun á sviði neytendaverndar þar sem persónusniðnar auglýsingar væru m.a. til sérstakrar skoðunar. Það er mikilvægt að lög og reglur verndi neytendur á veraldarvefnum og að lagaumhverfið fylgi eftir hraðri tækniþróun og stafvæðingu. Eins og dómsmálaráðherra bendir á er síðan lykilatriði að fyrirtæki fari eftir þeim reglum sem um málefnið gilda. Um leið og framangreind þróun býður upp á mikla möguleika, skapar hún einnig freistnivanda þar sem verulegur ábati getur skapast af notkun persónusniðinna auglýsinga. Þá er hætt við að góðir viðskiptahættir gagnvart neytendum verði undir. Það er jákvætt að fá staðfestingu á því að ráðherrar sem fjalla um málaflokkinn séu meðvitaðir um þessar áskoranir og að menningar- og viðskiptaráðherra hafi hug á að fara í sérstakar aðgerðir til að stuðla að vitundarvakningu neytenda í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Neytendur Stafræn þróun Persónuvernd Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum. Af því tilefni sendi ég dómsmálaráðherra og menningar- og viðskiptaráðherra formlegar fyrirspurnir á Alþingi um slíkar auglýsingar. Ég óskaði eftir upplýsingum um það hvernig stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum væri tryggður með tilliti til njósnaauglýsinga, og hvort ráðherrarnir hygðust tryggja réttindi einstaklinga betur þegar að þessu kemur. Dómsmálaráðherra undirstrikaði að ein af mikilvægustu leiðunum til þess að tryggja þessi réttindi væri að fyrirtæki færu einfaldlega eftir þeim reglum sem gilda um málefnið. Ráðherrann upplýsti sömuleiðis að Persónuvernd og dómsmálaráðuneytið fylgdust grannt með þróun mála á þessu sviði og með þróun á breytingusm á regluverki á vettvangi EES í þessu samhengi. Samkvæmt svari menningar- og viðskiptaráðherra er stafrænn réttur neytenda á veraldarvefnum víðsvegar tryggður í löggjöf hérlendis. Ráðherrann benti á að hröð stafvæðing á neytendamörkuðum á undanförnum árum hefði haft í för með sér fjölda áskorana og tækifæra fyrir neytendur og fyrirtæki. Það væri brýnt að tryggja friðhelgi einkalífs neytenda á netinu og að neytendavernd hérlendis væri með besta móti. Hún greindi frá því að vinna væri hafin við heildarstefnumótun á sviði neytendaverndar þar sem persónusniðnar auglýsingar væru m.a. til sérstakrar skoðunar. Það er mikilvægt að lög og reglur verndi neytendur á veraldarvefnum og að lagaumhverfið fylgi eftir hraðri tækniþróun og stafvæðingu. Eins og dómsmálaráðherra bendir á er síðan lykilatriði að fyrirtæki fari eftir þeim reglum sem um málefnið gilda. Um leið og framangreind þróun býður upp á mikla möguleika, skapar hún einnig freistnivanda þar sem verulegur ábati getur skapast af notkun persónusniðinna auglýsinga. Þá er hætt við að góðir viðskiptahættir gagnvart neytendum verði undir. Það er jákvætt að fá staðfestingu á því að ráðherrar sem fjalla um málaflokkinn séu meðvitaðir um þessar áskoranir og að menningar- og viðskiptaráðherra hafi hug á að fara í sérstakar aðgerðir til að stuðla að vitundarvakningu neytenda í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun