Saga oddaleikjanna: Óskin um oddaleik rættist en ekki fleiri rassskelli, takk fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2022 11:01 Jón Arnór Stefánsson kyssir Íslandsbikarinn eftir sigur á ÍR í síðasta oddaleik um titilinn. Jón Arnór vann þrjá oddaleiki um titilinn á sínum ferli, 2009, 2017 og 2019. Vísir/Daníel Þór Þrír af síðustu fjórum oddaleikjum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta hafa verið einstefna hjá öðru liðinu en ef eitt jafnasta úrslitaeinvígi sögunnar gefur einhver fyrirheit þá verður langþráð breyting á því í kvöld. Valur og Tindastóll leika í kvöld hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en bæði lið hafa unnið tvo leiki í einvíginu til þessa. Þrír oddaleikir á undanförum tólf árum hafa ekki verið þeir spennuleikir sem úrslitaeinvígið á undan hafði boðið upp. Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta: 1985: Njarðvík 67-61 Haukar 1988: Njarðvík 91-92 (66-66, 79-79) Haukar 1989: Keflavík 89-72 KR 1991: Njarðvík 84-75 Keflavík 1992: Keflavík 77-68 Valur 1994: Grindavík 67-68 Njarðvík 1999: Keflavík 88-82 Njarðvík 2009: KR 84-83 Grindavík 2010: Keflavík 69-105 Snæfell 2013: Grindavík 79-74 Stjarnan 2017: KR 95-56 Grindavík 2019: KR 98-70 ÍR 2022: Valur ??-?? Tindastóll Við erum þar að tala um þegar KR-ingar unnu ÍR-inga með 28 stigum 2019 eða þegar KR-ingar unnu Grindvíkinga með 39 stigum árið 2017. Árið 2010 þá mættu Snæfellingar síðan í Keflavík og yfirspiluðu heimamenn í 36 stiga sigri. Við viljum auðvitað sjá leiki eins og þann árið 2009 þegar KR vann Grindavík með aðeins einu stigi eða þegar Grindvíkingar unnu Stjörnuna með fimm stigum fjórum árum síðar. Grindvíkingar töpuðu líka með einu stigi á heimavelli á móti Njarðvík árið 1994 í mögnuðum baráttuleik. Þá lifir oddaleikurinn frá 1988 enn í manna minnum en Haukarnir urðu þá Íslandsmeistarar eftir tvíframlengdan oddaleik í Ljónagryfjunni. Fyrsti oddaleikurinn um titilinn var árið 1985 þegar Njarðvík vann Hauka í sama húsi. En aftur af þessum oddaleikjum á síðustu árum. Síðasti hreini úrslitaleikur um titilinn fór fram í Vesturbænum vorið 2019. ÍR-ingum hafði þá mistekist að tryggja sér titilinn í fjórða leiknum á heimavelli en höfðu unnið tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígsins í Frostaskjóli. ÍR-liðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar bandaríski leikmaðurinn Kevin Capers meiddist og gat ekki spilað þennan oddaleik. ÍR-ingar máttu ekki við því ekki frekar en að vera að mæta liðinu sem hafði unnið fimm Íslandsmeistaratitla í röð. KR-ingar voru reyndar bara tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-20, en stungu endanlega af með því að skora tíu fyrstu stigin í öðrum leikhluta. Forystan jókst jafnt og þétt og endaði í 28 stigum, 98-70. Aðeins tveimur árum fyrr höfðu KR-ingar tapað tveimur leikjum í röð á móti Grindvíkingum þegar kom að oddaleiknum í Vesturbænum. Grindvíkingar voru reyndar 10-6 yfir í upphafi leiks en KR-liðið vann síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiksins 43-8 og leit ekki til baka eftir það. Á endanum munaði heilum 39 stigum á liðunum sem er stærsti sigurinn í oddaleik frá upphafi. Grindvíkingum gekk mun betur í oddaleiknum 2013 þegar þeir höfðu tryggt sér annan leik með sigri í fjórða leiknum í Garðabæ þegar Stjörnumenn gátu tryggt sér titilinn á heimavelli. Grindvíkingar voru með frumkvæðið stærsta hluta leiksins en Garðbæingar urðu fyrir áfalli þegar bandaríski leikmaður liðsins, Jarrid Frye, meiddist í öðrum leikhluta. Stjörnumenn gáfust þó ekki upp, tókst að vinna upp fjórtán stiga forskot heimamanna og komast yfir um miðjan fjórða leikhlutann. Grindavíkurliðið með Aaron Broussard í fararbroddi tókst hins vegar að komast aftur yfir og tryggja sér titilinn. Oddaleikurinn í Keflavík vorið 2010 varð aldrei spennandi þökk sér einni svakalegustu skotsýningu sem hefur sést í upphafi leiks. Snæfellingar unnu fyrstu sjö mínútur leiksins 32-11 og voru komnir 26 stigum yfir í hálfleik, 56-30. Eftir það var aldrei spurning um það að Snæfellingar voru þarna að fara að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Ári fyrr hafði þó farið einn svakalegasti oddaleikur sögunnar þegar KR vann Grindavík með einu stigi, 84-83. Grindvíkingar höfðu fengið tækifæri til að vinna titilinn á heimavelli í fjórða leiknum en KR tryggði sér þar oddaleik. Grindavík fékk líka síðustu sóknina í oddaleiknum en Helgi Jónas Guðfinnsson hætti við að skjóta og sóknin rann út í sandinn. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.15. Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Valur og Tindastóll leika í kvöld hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en bæði lið hafa unnið tvo leiki í einvíginu til þessa. Þrír oddaleikir á undanförum tólf árum hafa ekki verið þeir spennuleikir sem úrslitaeinvígið á undan hafði boðið upp. Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta: 1985: Njarðvík 67-61 Haukar 1988: Njarðvík 91-92 (66-66, 79-79) Haukar 1989: Keflavík 89-72 KR 1991: Njarðvík 84-75 Keflavík 1992: Keflavík 77-68 Valur 1994: Grindavík 67-68 Njarðvík 1999: Keflavík 88-82 Njarðvík 2009: KR 84-83 Grindavík 2010: Keflavík 69-105 Snæfell 2013: Grindavík 79-74 Stjarnan 2017: KR 95-56 Grindavík 2019: KR 98-70 ÍR 2022: Valur ??-?? Tindastóll Við erum þar að tala um þegar KR-ingar unnu ÍR-inga með 28 stigum 2019 eða þegar KR-ingar unnu Grindvíkinga með 39 stigum árið 2017. Árið 2010 þá mættu Snæfellingar síðan í Keflavík og yfirspiluðu heimamenn í 36 stiga sigri. Við viljum auðvitað sjá leiki eins og þann árið 2009 þegar KR vann Grindavík með aðeins einu stigi eða þegar Grindvíkingar unnu Stjörnuna með fimm stigum fjórum árum síðar. Grindvíkingar töpuðu líka með einu stigi á heimavelli á móti Njarðvík árið 1994 í mögnuðum baráttuleik. Þá lifir oddaleikurinn frá 1988 enn í manna minnum en Haukarnir urðu þá Íslandsmeistarar eftir tvíframlengdan oddaleik í Ljónagryfjunni. Fyrsti oddaleikurinn um titilinn var árið 1985 þegar Njarðvík vann Hauka í sama húsi. En aftur af þessum oddaleikjum á síðustu árum. Síðasti hreini úrslitaleikur um titilinn fór fram í Vesturbænum vorið 2019. ÍR-ingum hafði þá mistekist að tryggja sér titilinn í fjórða leiknum á heimavelli en höfðu unnið tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígsins í Frostaskjóli. ÍR-liðið varð hins vegar fyrir miklu áfalli þegar bandaríski leikmaðurinn Kevin Capers meiddist og gat ekki spilað þennan oddaleik. ÍR-ingar máttu ekki við því ekki frekar en að vera að mæta liðinu sem hafði unnið fimm Íslandsmeistaratitla í röð. KR-ingar voru reyndar bara tveimur stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 22-20, en stungu endanlega af með því að skora tíu fyrstu stigin í öðrum leikhluta. Forystan jókst jafnt og þétt og endaði í 28 stigum, 98-70. Aðeins tveimur árum fyrr höfðu KR-ingar tapað tveimur leikjum í röð á móti Grindvíkingum þegar kom að oddaleiknum í Vesturbænum. Grindvíkingar voru reyndar 10-6 yfir í upphafi leiks en KR-liðið vann síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiksins 43-8 og leit ekki til baka eftir það. Á endanum munaði heilum 39 stigum á liðunum sem er stærsti sigurinn í oddaleik frá upphafi. Grindvíkingum gekk mun betur í oddaleiknum 2013 þegar þeir höfðu tryggt sér annan leik með sigri í fjórða leiknum í Garðabæ þegar Stjörnumenn gátu tryggt sér titilinn á heimavelli. Grindvíkingar voru með frumkvæðið stærsta hluta leiksins en Garðbæingar urðu fyrir áfalli þegar bandaríski leikmaður liðsins, Jarrid Frye, meiddist í öðrum leikhluta. Stjörnumenn gáfust þó ekki upp, tókst að vinna upp fjórtán stiga forskot heimamanna og komast yfir um miðjan fjórða leikhlutann. Grindavíkurliðið með Aaron Broussard í fararbroddi tókst hins vegar að komast aftur yfir og tryggja sér titilinn. Oddaleikurinn í Keflavík vorið 2010 varð aldrei spennandi þökk sér einni svakalegustu skotsýningu sem hefur sést í upphafi leiks. Snæfellingar unnu fyrstu sjö mínútur leiksins 32-11 og voru komnir 26 stigum yfir í hálfleik, 56-30. Eftir það var aldrei spurning um það að Snæfellingar voru þarna að fara að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. Ári fyrr hafði þó farið einn svakalegasti oddaleikur sögunnar þegar KR vann Grindavík með einu stigi, 84-83. Grindvíkingar höfðu fengið tækifæri til að vinna titilinn á heimavelli í fjórða leiknum en KR tryggði sér þar oddaleik. Grindavík fékk líka síðustu sóknina í oddaleiknum en Helgi Jónas Guðfinnsson hætti við að skjóta og sóknin rann út í sandinn. Úrslitaleikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 20.15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.15.
Oddaleikir um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta: 1985: Njarðvík 67-61 Haukar 1988: Njarðvík 91-92 (66-66, 79-79) Haukar 1989: Keflavík 89-72 KR 1991: Njarðvík 84-75 Keflavík 1992: Keflavík 77-68 Valur 1994: Grindavík 67-68 Njarðvík 1999: Keflavík 88-82 Njarðvík 2009: KR 84-83 Grindavík 2010: Keflavík 69-105 Snæfell 2013: Grindavík 79-74 Stjarnan 2017: KR 95-56 Grindavík 2019: KR 98-70 ÍR 2022: Valur ??-?? Tindastóll
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira