Sá sem greindist með apabóluna hafði verið á ferðalagi á Kanaríeyjum og fékk einkenni þegar heim til Danmerkur var komið.
Umræddur er sagður vera með mild einkenni og sætir nú einangrun.
Smitrakning hófst um leið og jákvætt sýni var staðfest. Hinir útsettu fengu leiðbeiningar um hvernig þeir ættu að bera sig að.
Í fréttatilkynningunni segir að heilbrigðisyfirvöld telji ekki líklegt að þetta muni leiða til útbreidds sjúkdóms í Danmörku en þau muni engu að síður fylgjast vel með þróun mála.
Fleiri en níutíu tilfelli apabólu hafa greinst í á öðrum tug landa, þar á meðal Bretlandi, Spáni, Ísrael, Frakklandi, Sviss, Bandaríkjunum, Ástralíu og nú Danmörku.