Klukkan 18.45 hefst útsending frá leik Breiðabliks og Vals á Stöð 2 Sport. Eftir leik eru Bestu mörkin á dagskrá en þar verður farið yfir allt það helsta úr síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.
Klukkan 18.50 hefst útsending frá leik Valencia og Baskonia í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni. Um er að ræða fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni deildarinnar. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson leikur með Valencia.
Klukkan 21.00 er þátturinn Queens á dagskrá á Stöð 2 E-Sport.