Enginn gefið Arnari það til kynna að viðkomandi sé hættur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 14:13 Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sjást hér við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir leik á móti Argentínu á HM í Rússlandi 2018. Getty/David Ramo Arnór Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var ekki bara spurður út í fjarveru Arons Einars Gunnarsson úr landsliðshópi hans á blaðamannafundi í dag heldur einnig um fleiri leikmenn úr „gamla bandinu“ sem eru enn að spila sem atvinnumenn í sterkum deildum en gefa ekki kost á sér í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru efstir á þeim lista en hvorugur þeirra er í hópnum nú og hafa ekki heldur verið með í síðustu verkefnum liðsins. Báðir eru þeir án efa enn í hópi bestu knattspyrnumanna Íslands. Arnar var spurður hvort að það væri ekki kominn tímapunktur á það að þessir leikmenn, sem hafa ekki verið að gefa kost á sér, séu ekki lengur hluti af landsliðinu. Vill velja besta liðið „Við höfum alltaf sagt að við viljum vinna alla leiki og það finnst öllum hundleiðinlegt að tapa. Ég sem þjálfari vill að sjálfsögðu velja besta liðið úr þeim leikmönnum sem standa til boða. Svo framarlega sem leikmennirnir, hvort sem þeir séu meiddir eða gefa ekki kost á sér að þessu sinni, tilkynna mér það ekki að þeir séu hættir þá vona ég að þeir séu á betri stað í næsta glugga og að ég geti þá valið úr fleiri leikmönnum og öllum okkar bestu leikmönnum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag. Eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á „Ég er alls ekki búinn að gefa þessa menn upp á bátinn. Það er fullt af eldri leikmönnum núna sem hafa verið í kringum þetta mjög lengi og það er mjög mismunandi ástæður fyrir því að leikmenn gefa ekki kost á sér eða eru ekki hérna í hópnum fyrir þennan glugga. Það er eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á,“ sagði Arnar Þór. „Hvort sem menn eru meiddir, eru á ákveðnum stað hjá sínu félagsliði eða eitthvað persónulegt. Það er eitthvað sem maður ræðir við leikmennina og aftur svo framarlega sem þeir gefa það ekki til kynna að þeir séu hættir þá vona ég að við eigum eftir að sjá aftur þessa aðeins eldri leikmenn sem eru enn okkar bestu leikmenn og með mestu reynsluna. Ég vona enn að þeir geti komið inn og hjálpað þessum ungu í framtíðinni,“ sagði Arnar Þór. Alfreð kominn lengra Arnar segist vera búinn að tala við bæði Jóhann Berg Guðmundssin og Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg missti af lokum tímabilsins hjá Burnley vegna meiðsla. „Jói er rétt að koma til baka og var rétt byrjaður að æfa út á velli þegar við áttum okkar samtal. Alfreð er kominn aðeins lengra. Í rauninni er staðan á Alfreð nákvæmlega sú sama og var í október þegar við vorum að vonast til að hann gæti komið. Þá var hann byrjaður að spila. Eins og Alfreð segir sjálfur þá vill hann ná sér að fullu og ná ákveðinni runu af leikjum áður en hann hefur kost á sér aftur,“ sagði Arnar Þór „Hin hliðin hjá Alfreð er að hann var að renna út á samning. Þá er það alltaf spurning fyrir leikmann, hvort það sé Alfreð eða einhver annar: Er maður að fara að taka áhættuna á að fara í landsliðið og meiðast eða vera núna klár og geta mætt í læknisskoðun hjá félögunum sem hafa áhuga. Þetta er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að ákveða sjálfir. Miðað við meiðslasögu Alfreðs þá skil maður það mjög vel. Hann er kominn á ágætis ról og vonandi eigum við kost á því að velja hann í næsta glugga,“ sagði Arnar Þór. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru efstir á þeim lista en hvorugur þeirra er í hópnum nú og hafa ekki heldur verið með í síðustu verkefnum liðsins. Báðir eru þeir án efa enn í hópi bestu knattspyrnumanna Íslands. Arnar var spurður hvort að það væri ekki kominn tímapunktur á það að þessir leikmenn, sem hafa ekki verið að gefa kost á sér, séu ekki lengur hluti af landsliðinu. Vill velja besta liðið „Við höfum alltaf sagt að við viljum vinna alla leiki og það finnst öllum hundleiðinlegt að tapa. Ég sem þjálfari vill að sjálfsögðu velja besta liðið úr þeim leikmönnum sem standa til boða. Svo framarlega sem leikmennirnir, hvort sem þeir séu meiddir eða gefa ekki kost á sér að þessu sinni, tilkynna mér það ekki að þeir séu hættir þá vona ég að þeir séu á betri stað í næsta glugga og að ég geti þá valið úr fleiri leikmönnum og öllum okkar bestu leikmönnum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag. Eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á „Ég er alls ekki búinn að gefa þessa menn upp á bátinn. Það er fullt af eldri leikmönnum núna sem hafa verið í kringum þetta mjög lengi og það er mjög mismunandi ástæður fyrir því að leikmenn gefa ekki kost á sér eða eru ekki hérna í hópnum fyrir þennan glugga. Það er eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á,“ sagði Arnar Þór. „Hvort sem menn eru meiddir, eru á ákveðnum stað hjá sínu félagsliði eða eitthvað persónulegt. Það er eitthvað sem maður ræðir við leikmennina og aftur svo framarlega sem þeir gefa það ekki til kynna að þeir séu hættir þá vona ég að við eigum eftir að sjá aftur þessa aðeins eldri leikmenn sem eru enn okkar bestu leikmenn og með mestu reynsluna. Ég vona enn að þeir geti komið inn og hjálpað þessum ungu í framtíðinni,“ sagði Arnar Þór. Alfreð kominn lengra Arnar segist vera búinn að tala við bæði Jóhann Berg Guðmundssin og Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg missti af lokum tímabilsins hjá Burnley vegna meiðsla. „Jói er rétt að koma til baka og var rétt byrjaður að æfa út á velli þegar við áttum okkar samtal. Alfreð er kominn aðeins lengra. Í rauninni er staðan á Alfreð nákvæmlega sú sama og var í október þegar við vorum að vonast til að hann gæti komið. Þá var hann byrjaður að spila. Eins og Alfreð segir sjálfur þá vill hann ná sér að fullu og ná ákveðinni runu af leikjum áður en hann hefur kost á sér aftur,“ sagði Arnar Þór „Hin hliðin hjá Alfreð er að hann var að renna út á samning. Þá er það alltaf spurning fyrir leikmann, hvort það sé Alfreð eða einhver annar: Er maður að fara að taka áhættuna á að fara í landsliðið og meiðast eða vera núna klár og geta mætt í læknisskoðun hjá félögunum sem hafa áhuga. Þetta er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að ákveða sjálfir. Miðað við meiðslasögu Alfreðs þá skil maður það mjög vel. Hann er kominn á ágætis ról og vonandi eigum við kost á því að velja hann í næsta glugga,“ sagði Arnar Þór.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira