Enginn gefið Arnari það til kynna að viðkomandi sé hættur í landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 14:13 Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason sjást hér við hlið Gylfa Þórs Sigurðssonar fyrir leik á móti Argentínu á HM í Rússlandi 2018. Getty/David Ramo Arnór Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var ekki bara spurður út í fjarveru Arons Einars Gunnarsson úr landsliðshópi hans á blaðamannafundi í dag heldur einnig um fleiri leikmenn úr „gamla bandinu“ sem eru enn að spila sem atvinnumenn í sterkum deildum en gefa ekki kost á sér í landsliðið. Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru efstir á þeim lista en hvorugur þeirra er í hópnum nú og hafa ekki heldur verið með í síðustu verkefnum liðsins. Báðir eru þeir án efa enn í hópi bestu knattspyrnumanna Íslands. Arnar var spurður hvort að það væri ekki kominn tímapunktur á það að þessir leikmenn, sem hafa ekki verið að gefa kost á sér, séu ekki lengur hluti af landsliðinu. Vill velja besta liðið „Við höfum alltaf sagt að við viljum vinna alla leiki og það finnst öllum hundleiðinlegt að tapa. Ég sem þjálfari vill að sjálfsögðu velja besta liðið úr þeim leikmönnum sem standa til boða. Svo framarlega sem leikmennirnir, hvort sem þeir séu meiddir eða gefa ekki kost á sér að þessu sinni, tilkynna mér það ekki að þeir séu hættir þá vona ég að þeir séu á betri stað í næsta glugga og að ég geti þá valið úr fleiri leikmönnum og öllum okkar bestu leikmönnum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag. Eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á „Ég er alls ekki búinn að gefa þessa menn upp á bátinn. Það er fullt af eldri leikmönnum núna sem hafa verið í kringum þetta mjög lengi og það er mjög mismunandi ástæður fyrir því að leikmenn gefa ekki kost á sér eða eru ekki hérna í hópnum fyrir þennan glugga. Það er eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á,“ sagði Arnar Þór. „Hvort sem menn eru meiddir, eru á ákveðnum stað hjá sínu félagsliði eða eitthvað persónulegt. Það er eitthvað sem maður ræðir við leikmennina og aftur svo framarlega sem þeir gefa það ekki til kynna að þeir séu hættir þá vona ég að við eigum eftir að sjá aftur þessa aðeins eldri leikmenn sem eru enn okkar bestu leikmenn og með mestu reynsluna. Ég vona enn að þeir geti komið inn og hjálpað þessum ungu í framtíðinni,“ sagði Arnar Þór. Alfreð kominn lengra Arnar segist vera búinn að tala við bæði Jóhann Berg Guðmundssin og Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg missti af lokum tímabilsins hjá Burnley vegna meiðsla. „Jói er rétt að koma til baka og var rétt byrjaður að æfa út á velli þegar við áttum okkar samtal. Alfreð er kominn aðeins lengra. Í rauninni er staðan á Alfreð nákvæmlega sú sama og var í október þegar við vorum að vonast til að hann gæti komið. Þá var hann byrjaður að spila. Eins og Alfreð segir sjálfur þá vill hann ná sér að fullu og ná ákveðinni runu af leikjum áður en hann hefur kost á sér aftur,“ sagði Arnar Þór „Hin hliðin hjá Alfreð er að hann var að renna út á samning. Þá er það alltaf spurning fyrir leikmann, hvort það sé Alfreð eða einhver annar: Er maður að fara að taka áhættuna á að fara í landsliðið og meiðast eða vera núna klár og geta mætt í læknisskoðun hjá félögunum sem hafa áhuga. Þetta er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að ákveða sjálfir. Miðað við meiðslasögu Alfreðs þá skil maður það mjög vel. Hann er kominn á ágætis ról og vonandi eigum við kost á því að velja hann í næsta glugga,“ sagði Arnar Þór. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason eru efstir á þeim lista en hvorugur þeirra er í hópnum nú og hafa ekki heldur verið með í síðustu verkefnum liðsins. Báðir eru þeir án efa enn í hópi bestu knattspyrnumanna Íslands. Arnar var spurður hvort að það væri ekki kominn tímapunktur á það að þessir leikmenn, sem hafa ekki verið að gefa kost á sér, séu ekki lengur hluti af landsliðinu. Vill velja besta liðið „Við höfum alltaf sagt að við viljum vinna alla leiki og það finnst öllum hundleiðinlegt að tapa. Ég sem þjálfari vill að sjálfsögðu velja besta liðið úr þeim leikmönnum sem standa til boða. Svo framarlega sem leikmennirnir, hvort sem þeir séu meiddir eða gefa ekki kost á sér að þessu sinni, tilkynna mér það ekki að þeir séu hættir þá vona ég að þeir séu á betri stað í næsta glugga og að ég geti þá valið úr fleiri leikmönnum og öllum okkar bestu leikmönnum,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, á blaðamannafundi í dag. Eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á „Ég er alls ekki búinn að gefa þessa menn upp á bátinn. Það er fullt af eldri leikmönnum núna sem hafa verið í kringum þetta mjög lengi og það er mjög mismunandi ástæður fyrir því að leikmenn gefa ekki kost á sér eða eru ekki hérna í hópnum fyrir þennan glugga. Það er eitthvað sem ég sem þjálfari þarf að taka á,“ sagði Arnar Þór. „Hvort sem menn eru meiddir, eru á ákveðnum stað hjá sínu félagsliði eða eitthvað persónulegt. Það er eitthvað sem maður ræðir við leikmennina og aftur svo framarlega sem þeir gefa það ekki til kynna að þeir séu hættir þá vona ég að við eigum eftir að sjá aftur þessa aðeins eldri leikmenn sem eru enn okkar bestu leikmenn og með mestu reynsluna. Ég vona enn að þeir geti komið inn og hjálpað þessum ungu í framtíðinni,“ sagði Arnar Þór. Alfreð kominn lengra Arnar segist vera búinn að tala við bæði Jóhann Berg Guðmundssin og Alfreð Finnbogason. Jóhann Berg missti af lokum tímabilsins hjá Burnley vegna meiðsla. „Jói er rétt að koma til baka og var rétt byrjaður að æfa út á velli þegar við áttum okkar samtal. Alfreð er kominn aðeins lengra. Í rauninni er staðan á Alfreð nákvæmlega sú sama og var í október þegar við vorum að vonast til að hann gæti komið. Þá var hann byrjaður að spila. Eins og Alfreð segir sjálfur þá vill hann ná sér að fullu og ná ákveðinni runu af leikjum áður en hann hefur kost á sér aftur,“ sagði Arnar Þór „Hin hliðin hjá Alfreð er að hann var að renna út á samning. Þá er það alltaf spurning fyrir leikmann, hvort það sé Alfreð eða einhver annar: Er maður að fara að taka áhættuna á að fara í landsliðið og meiðast eða vera núna klár og geta mætt í læknisskoðun hjá félögunum sem hafa áhuga. Þetta er eitthvað sem leikmennirnir þurfa að ákveða sjálfir. Miðað við meiðslasögu Alfreðs þá skil maður það mjög vel. Hann er kominn á ágætis ról og vonandi eigum við kost á því að velja hann í næsta glugga,“ sagði Arnar Þór.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti „Okkar besti leikur á tímabilinu“ Handbolti „Gerðum gott úr þessu“ Íslenski boltinn „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Handbolti Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Fótbolti Fleiri fréttir Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Alexandra fljót að skora fyrsta markið með hjálp Guðnýjar Orri hitaði upp en fór veikur inn í klefa Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti