Urðu að spila landsleik og þurftu að velja á milli San Marínó og Kasakstan Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2022 15:11 Jón Dagur Þorsteinsson í leik með íslenska landsliðinu á móti Þýskalandi. Vísir/Hulda Margrét KSÍ bar skylda til að finna leik fyrir karlalandsliðið í fótbolta í júní, í stað leiks sem átti að vera gegn Rússlandi, og er það aðalástæðan fyrir því að liðið mætir lélegasta landsliði heims, San Marínó, 9. júní. Íslenska landsliðið hefur í nógu að snúast í júní þrátt fyrir að hætt hafi verið við leik gegn Rússlandi í Þjóðadeildinni 10. júní, eftir að UEFA rak Rússa úr keppninni vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ísland leikur gegn Ísrael ytra 2. júní, heima gegn Albaníu 6. júní og svo heima gegn Ísrael 13. júní, í Þjóðadeildinni. Því vekur kannski furðu að bætt hafi verið við leik á útivelli gegn San Marínó 9. júní, svo að leikirnir séu orðnir fjórir á ellefu dögum og ferðalögin enn meiri. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir sambandið skuldbundið til að spila ákveðinn fjölda leikja á ákveðnum tímabilum, vegna sjónvarpsréttarsamninga UEFA, og því hafi þurft að finna leik í stað leiksins við Rússa. Einu þjóðirnar sem hafi verið á lausu innan knattspyrnusambands Evrópu hafi verið San Marínó og Kasakstan: „Við reyndum fyrst að fá heimaleik og töluðum við Asíuþjóðir og fleiri en það var enginn sem gat komið á akkúrat þessum dögum. Því var ákvörðunin að við færum til San Marínó þá frekar en Kasakstan sem er aðeins lengra ferðalag,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Mögulega munu þó flestir af helstu leikmönnum íslenska liðsins bíða heima á Íslandi á milli leikjanna við Albaníu og Ísrael: „Fyrsta hugmyndin hjá okkur var að skilja töluvert marga leikmenn eftir á Íslandi fyrir leikinn við San Marínó, og það er enn möguleiki. Þá kemur samstarfið á milli U19-, U21 og A karla inn í þetta,“ segir Arnar en mögulega munu leikmenn úr yngri landsliðum fylla í hópinn fyrir leikinn við San Marínó. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Sjá meira
Íslenska landsliðið hefur í nógu að snúast í júní þrátt fyrir að hætt hafi verið við leik gegn Rússlandi í Þjóðadeildinni 10. júní, eftir að UEFA rak Rússa úr keppninni vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ísland leikur gegn Ísrael ytra 2. júní, heima gegn Albaníu 6. júní og svo heima gegn Ísrael 13. júní, í Þjóðadeildinni. Því vekur kannski furðu að bætt hafi verið við leik á útivelli gegn San Marínó 9. júní, svo að leikirnir séu orðnir fjórir á ellefu dögum og ferðalögin enn meiri. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir sambandið skuldbundið til að spila ákveðinn fjölda leikja á ákveðnum tímabilum, vegna sjónvarpsréttarsamninga UEFA, og því hafi þurft að finna leik í stað leiksins við Rússa. Einu þjóðirnar sem hafi verið á lausu innan knattspyrnusambands Evrópu hafi verið San Marínó og Kasakstan: „Við reyndum fyrst að fá heimaleik og töluðum við Asíuþjóðir og fleiri en það var enginn sem gat komið á akkúrat þessum dögum. Því var ákvörðunin að við færum til San Marínó þá frekar en Kasakstan sem er aðeins lengra ferðalag,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Mögulega munu þó flestir af helstu leikmönnum íslenska liðsins bíða heima á Íslandi á milli leikjanna við Albaníu og Ísrael: „Fyrsta hugmyndin hjá okkur var að skilja töluvert marga leikmenn eftir á Íslandi fyrir leikinn við San Marínó, og það er enn möguleiki. Þá kemur samstarfið á milli U19-, U21 og A karla inn í þetta,“ segir Arnar en mögulega munu leikmenn úr yngri landsliðum fylla í hópinn fyrir leikinn við San Marínó.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Enski boltinn San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Sjá meira