„Þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. maí 2022 14:00 Guðlaugur Victor Pálsson í einum af 29 leikjum sínum með íslenska A-landsliðinu. Hann og Thierry Henry náðu ekki vel saman til að byrja með í New York. Getty/Alex Grimm Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson var á sínum tími samherji goðsagnarinnar Thierry Henry hjá New York Red Bulls. Aðspurður á þeim tíma hefði Guðlaugur Victor sagt að Henry væri algjör fáviti. Skoðun hans hefur þó breyst með árunum. Guðlaugur Victor leikur í dag með þýska stórveldinu Schalke 04. Bar hann fyrirliðaband liðsins er það tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Guðlaugur Victor ræddi lífið og veginn í þættinum Dagmál á mbl.is. Þar á meðal ræddi hann veru sína í New York og til að mynda að það væri mikilvægara fyrir hann í dag að vera með fjölskyldu sinni heldur en íslenska landsliðinu. Guðlaugur Victor hefur áður rætt Henry en eftir að Íslendingurinn svaraði framherjanum franska þá svaraði Frakkinn með því að leggja hann í einelti á æfingum. „Ef þú hefðir spurt mig þá, þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst. En þegar ég horfi til baka – ég var – hann er sigurvegari. Hann er búinn að vera hjá Arsenal, Barcelona og vinna allt sem hægt er að vinna.“ „Þegar ég horfði á Last Dance með Michael Jordan, ég sá bara Thierry Henry. Þannig var hann. Þótt hann hafi verið í New York Red Bulls, hann vildi bara vinna. Hann vildi fá það sama, eins og Michael Jordan í þáttunum.“ „Ég var með stóran kjaft þegar ég hafði alls ekki efni á því, tíminn minn hjá New York var algjört flopp sko. Ég var með stóran kjaft og var bara krakki í hans augum,“ segir Guðlaugur Victor í viðtalinu sem finna má á vef mbl. Hinn 31 árs gamli Guðlaugur Victor hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars spilað á Englandi, í Skotlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Hann á að baki 29 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 1 mark. Fótbolti MLS Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Guðlaugur Victor leikur í dag með þýska stórveldinu Schalke 04. Bar hann fyrirliðaband liðsins er það tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni á nýjan leik. Guðlaugur Victor ræddi lífið og veginn í þættinum Dagmál á mbl.is. Þar á meðal ræddi hann veru sína í New York og til að mynda að það væri mikilvægara fyrir hann í dag að vera með fjölskyldu sinni heldur en íslenska landsliðinu. Guðlaugur Victor hefur áður rætt Henry en eftir að Íslendingurinn svaraði framherjanum franska þá svaraði Frakkinn með því að leggja hann í einelti á æfingum. „Ef þú hefðir spurt mig þá, þá hefði ég sagt að þetta væri mesti fáviti sem ég hef kynnst. En þegar ég horfi til baka – ég var – hann er sigurvegari. Hann er búinn að vera hjá Arsenal, Barcelona og vinna allt sem hægt er að vinna.“ „Þegar ég horfði á Last Dance með Michael Jordan, ég sá bara Thierry Henry. Þannig var hann. Þótt hann hafi verið í New York Red Bulls, hann vildi bara vinna. Hann vildi fá það sama, eins og Michael Jordan í þáttunum.“ „Ég var með stóran kjaft þegar ég hafði alls ekki efni á því, tíminn minn hjá New York var algjört flopp sko. Ég var með stóran kjaft og var bara krakki í hans augum,“ segir Guðlaugur Victor í viðtalinu sem finna má á vef mbl. Hinn 31 árs gamli Guðlaugur Victor hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars spilað á Englandi, í Skotlandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Hann á að baki 29 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 1 mark.
Fótbolti MLS Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira