Mótmæli eftir mannskætt húshrun halda áfram í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2022 10:24 Rústir Metropol-byggingarinnar í Abadan í Íran. AP/skrifstofa varaforseta Írans Reiði ríkir enn í garð íranskra yfirvalda eftir að 37 manns fórust þegar íbúðablokk hrundi í suðvestanverðu landinu í síðustu viku. Mótmælendur hafa meðal annars hrópað slagorð gegn Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Yfirvöld hafa kennt spillingu embættismanna og litlum öryggiskröfum um að tíu hæða Metropol-byggingin í Abadan í Khuzestan-héraði hrundi til grunna 23. maí. Auk þeirra látnu slösuðust 37 manns. Þrettán manns hafa verið handteknir vegna hrunsins til þessa, þar á meðal borgarstjórar og aðrir embættismenn. Mikil öryggisgæsla var þegar minningarathafnir um fórnarlömbin voru haldnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Myndbönd frá borginni sýndu mótmælendur kveikja í dekkjum og loka vegum í bænum Shadegan í nágrenni Abadan. Mótmælendur telja að harmleikurinn hafi einnig átt sér stað vegna vanrækslu stjórnvalda og landlægu misferli embættismanna. Lögreglumenn hafa skotið táragasi að mótmælendunum og hleypt af byssum upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka hefur jafnframt komið á milli lögreglumanna og mótmælenda. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið Arash Ghaleh-Golab, blaðamann, þegar hann fylgdist með athöfn fyrir fórnarlömb hrunsins. Lögreglumenn hafi barið hann og sparkað í hann. Óljóst sé hvort Ghaleh-Golab var að störfum þegar hann var handtekinn eða hvort hann var viðstaddur athöfnina sem almennur borgari. Hann er enn í haldi yfirvalda og hefur ekki fengið að vera í sambandi við fjölskyldu sína eða umheiminn. Engin ákæra hefur verið birt honum. Stjórnvöld í Íran sæta nú vaxandi gagnrýni almennings vegna hækkandi matvælaverð og efnahagsþrenginga að undanförnu. Gjaldmiðill landsins tók dýfu í gær og hefur hann ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadollar áður. Íran Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira
Yfirvöld hafa kennt spillingu embættismanna og litlum öryggiskröfum um að tíu hæða Metropol-byggingin í Abadan í Khuzestan-héraði hrundi til grunna 23. maí. Auk þeirra látnu slösuðust 37 manns. Þrettán manns hafa verið handteknir vegna hrunsins til þessa, þar á meðal borgarstjórar og aðrir embættismenn. Mikil öryggisgæsla var þegar minningarathafnir um fórnarlömbin voru haldnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Myndbönd frá borginni sýndu mótmælendur kveikja í dekkjum og loka vegum í bænum Shadegan í nágrenni Abadan. Mótmælendur telja að harmleikurinn hafi einnig átt sér stað vegna vanrækslu stjórnvalda og landlægu misferli embættismanna. Lögreglumenn hafa skotið táragasi að mótmælendunum og hleypt af byssum upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka hefur jafnframt komið á milli lögreglumanna og mótmælenda. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið Arash Ghaleh-Golab, blaðamann, þegar hann fylgdist með athöfn fyrir fórnarlömb hrunsins. Lögreglumenn hafi barið hann og sparkað í hann. Óljóst sé hvort Ghaleh-Golab var að störfum þegar hann var handtekinn eða hvort hann var viðstaddur athöfnina sem almennur borgari. Hann er enn í haldi yfirvalda og hefur ekki fengið að vera í sambandi við fjölskyldu sína eða umheiminn. Engin ákæra hefur verið birt honum. Stjórnvöld í Íran sæta nú vaxandi gagnrýni almennings vegna hækkandi matvælaverð og efnahagsþrenginga að undanförnu. Gjaldmiðill landsins tók dýfu í gær og hefur hann ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadollar áður.
Íran Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Fleiri fréttir Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Sjá meira