Frumkvöðlar frá fyrsta degi Bogi Nils Bogason skrifar 3. júní 2022 08:00 Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn. Við höfum haldið merkjum Íslands á lofti um allan heim í áratugi og ætlum að láta til okkar taka í framtíðarþróun flugs. Rætur félagsins má rekja til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað sem síðar varð Flugfélag Íslands og sameinaðist Loftleiðum. Einstakir frumkvöðlar unnu þrekvirki á fyrstu dögum flugsins, Loftleiðaævintýrið var engu líkt og vert er að minnast þeirra merku tímamóta í íslenskri flugsögu þegar fyrstu flugin voru flogin yfir Atlantshafið árið 1944. Svo hófst tímabil uppbyggingar þar sem leiðakerfi félagsins með Ísland sem okkar heimahöfn var fest í sessi. Leiðakerfið er hjartað í okkar starfsemi og grundvöllur öflugra tenginga til, frá, um og innan Íslands. Það er jafnframt forsenda þess að við gátum byggt upp öfluga ferðþjónustu hér á landi. Þar vorum við í fararbroddi þar sem við fjárfestum í innviðum og nýsköpun og byggðum upp hágæða hótel um allt land. Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir frábært starfsfólk og uppbyggingu okkar góða vinnustaðar. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til íslensks samfélags og efnahags. Við erum á fleygiferð til framtíðar. Flugsamgöngur tengja okkur við umheiminn og stuðla að framþróun lands og þjóðar. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið þegar kemur að aukinni sjálfbærni í flugi og trúum því að orkuskipti í flugi muni skapa ný tækifæri fyrir Ísland sem miðstöð umhverfisvæns flugs á Norður-Atlantshafi. Við höfum verið frumkvöðlar frá 1937 og hlökkum til næstu 85 ára. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Fréttir af flugi Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Í dag fagnar Icelandair 85 ára afmæli. Við þessi tímamót er gaman að staldra við og í senn líta yfir farinn veg og til framtíðar. Að mínu mati er rauði þráðurinn í gegnum alla söguna einstakur kraftur og ástríða starfsfólks og sá mikli frumkvöðlaandi sem einkennt hefur félagið alla tíð og gerir enn. Við höfum haldið merkjum Íslands á lofti um allan heim í áratugi og ætlum að láta til okkar taka í framtíðarþróun flugs. Rætur félagsins má rekja til ársins 1937 þegar Flugfélag Akureyrar var stofnað sem síðar varð Flugfélag Íslands og sameinaðist Loftleiðum. Einstakir frumkvöðlar unnu þrekvirki á fyrstu dögum flugsins, Loftleiðaævintýrið var engu líkt og vert er að minnast þeirra merku tímamóta í íslenskri flugsögu þegar fyrstu flugin voru flogin yfir Atlantshafið árið 1944. Svo hófst tímabil uppbyggingar þar sem leiðakerfi félagsins með Ísland sem okkar heimahöfn var fest í sessi. Leiðakerfið er hjartað í okkar starfsemi og grundvöllur öflugra tenginga til, frá, um og innan Íslands. Það er jafnframt forsenda þess að við gátum byggt upp öfluga ferðþjónustu hér á landi. Þar vorum við í fararbroddi þar sem við fjárfestum í innviðum og nýsköpun og byggðum upp hágæða hótel um allt land. Þetta hefði ekki verið hægt nema fyrir frábært starfsfólk og uppbyggingu okkar góða vinnustaðar. Með þessu höfum við lagt okkar af mörkum til íslensks samfélags og efnahags. Við erum á fleygiferð til framtíðar. Flugsamgöngur tengja okkur við umheiminn og stuðla að framþróun lands og þjóðar. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið þegar kemur að aukinni sjálfbærni í flugi og trúum því að orkuskipti í flugi muni skapa ný tækifæri fyrir Ísland sem miðstöð umhverfisvæns flugs á Norður-Atlantshafi. Við höfum verið frumkvöðlar frá 1937 og hlökkum til næstu 85 ára. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar