Vígvöllurinn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar 4. júní 2022 19:01 Heilbrigðissérfræðingar Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eða Vígvallarins eins og ég kalla staðinn, hafa hrópað og kallað á hjálp núna í lengri tíma. Þar sem enginn hefur hlustað á þá, eru margir þeirra að gefast upp á því neyðarástandi sem þar hefur ríkt. Landsmenn þurfa að vakna og svara kalli þeirra. Ég tel að það sé fátt mikilvægra í lífi Íslendings í dag. Þetta ástand setur okkur öll í hættu. Þess vegna vill ég bjóða landsmönnum að taka þátt í samstöðufundum á Austurvelli í sumar fyrir Bráðamóttökuna þar sem við lýsum því yfir að við styðjum það fallega og göfuga starf sem sérfræðingarnir sem þar starfa sinna, að halda uppi heilsu þjóðarinnar. Sá stuðningur verður að fela í sér kröfu um breytingar til batnaðar á Bráðamóttökunni, ekki bara fyrir sérfræðingana, heldur fyrir landsmenn alla. Því þetta er ein af grunnundirstoðum samfélagsins, sem má ekki trassa við að sinna af alúð. Bráðamóttakan okkar ætti að vera fyrirtaks, ekki bara starfsfólkið. Lausnin er ekki að skamma heilbrigðisstarfsfólk sem býr við erfitt ástand. Lausnin er að við krefjumst þess að Fjármálaráðuneytið fjármagni fyrirtaks þjónustu á bráðamóttökunni, fyrir elsku níræðu konuna sem liggur þar döpur á ganginum í dag, á gangi ekki á herbergi með næði, bíðandi klukkutímunum saman eftir aðstoð. Við eigum líka að krefjast fyrirtaks þjónustu fyrir alla aðra sem koma til okkar. Við höfum einfaldlega ekki um annað að velja fyrir samfélagið okkar á Íslandi. Hugmyndafræðilegur tilgangur heilbrigðisþjónustu er að hjálpa náunganum, og líka sérfræðingum heilbrigðisstéttarinnar sem hafa unnið lengi á bráðamóttökunni og annars staðar á Landspítalanum. Þeir þurfa líka okkar hjálp. Við verðum að gera betur og fjármagna miklu betur opinbera heilbrigðiskerfið okkar, sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar. Bráðamóttakan okkar ætti að vera fyrirtaks, ekki bara starfsfólkið. Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknisfræði, sem sat í ráðgjafarhóp fyrir greiningarskýrslu á stöðu spítalans sem gerð var af alþjóðlegum hópi sérfræðinga á vegum McKinsey, segir reyndar fullreynt að ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn í Fjármálaráðuneytinu geri nokkuð af því sem þarf til að leysa málið. En Fjármálaráðherra ber samt sem áður völdin í fjármögnun opinberra verkefna og því verðum við, almenningur landsins, að beina kröfum okkar þangað til að fjármagna öfluga, ríkisrekna Bráðamóttöku, þá sem við þurfum. Magnús segir einnig í samhengi við þetta mikilvæga mál að margfalda þurfi framlög ríkisins til heimaþjónustu eldri borgara sem myndi létta álagi á Bráðamóttökuna. Að mínu viti þarf það því einnig að vera krafa í þessum efnum. Og heimaþjónustan þarf að vera fyrirtaks en ekki hálfkák fyrir okkar háttvirtu eldri borgara landsins. Magnús bendir á að spítalinn sé troðfullur og að rúmanýting á Bráðamóttökunni sé oft vel yfir 100% en í eðlilegum aðstæðum á sjúkrahúsi sé rúmanýting ekki meiri en 85%. Soffía Steingrímsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Bráðamóttökunni, sagði upp störfum í vikunni og segir að ástandið þar sé að versna sífellt en að hún voni að ástandið lagist því að hún elski starfið og vilji hvergi annars staðar vera. Staðreyndin er að sérfræðingar Bráðamóttökunnar fara stundum eða oft með nagandi samviskubit eftir vaktir vegna þeirrar stöðu að geta ekki sinnt veiku fólki á skjótum tíma því álagið er of mikið, mönnunin of lítil, aðstaðan ekki nógu góð og í hjúkrun og aðhlynningu þá þarf að sinna hverjum skjólstæðingi af alúð. Það gefur svo mikið tilbaka til heilbrigðisstarfsfólks að geta veitt því fyrirtaks þjónustu og það þekki ég frá störfum mínum sem verkamaður í aðhlynningu á líknardeild Landakots síðastliðinn vetur þar sem ég var í þeirri stöðu að geta einmitt veitt fyrirtaks þjónustu og fékk miklar þakkir fyrir það frá deyjandi fólki. Þetta er sá raunveruleiki sem heilbrigðisstarfsfólk býr við og þegar veikt fólk er látið bíða og þjást vegna vanrækslu stjórnvalda þá hefur það mikil áhrif á starfsfólk á borð við hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og fleiri ef ekki er hægt að gefa sér eðlilegan tíma í þjónustu fyrir hvern og einn vegna ómannlegs álags. Sérfræðingar í heilbrigðisþjónustu vilja veita fyrirtaks þjónustu og að eiga kost á fyrirtaks aðstöðu til þess. Það er eðlileg og heilbrigð krafa. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á Bráðamóttöku, segir að staðan sé afleiðing langvarandi vanrækslu í fjármögnun heilbrigðiskerfisins og skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, þá sérstaklega fyrir hjúkrunarfræðinga, leitt til þess að núna sé heilbrigðiskerfið allt að glíma við verulegan mönnunarvanda. Það sé gríðarleg mannekla nú til staðar. Útgjöld til heilbrigðismála á mann í dag eru miklu lægri en hjá hinum Norðurlöndunum. Hjalti segir að staðan á Bráðamóttökunni sé ógn við öryggi sjúklinga. Aftur beinast því sjónir að Fjármálaráðuneytinu. Aðstoðarrektor við Háskóla Íslands segir frá nýlegri reynslu sinni af Bráðamóttökunni þar sem hún hafi horft á grátandi og verkjað fólk bíða á biðstofunni eftir þjónustu tímunum saman og liðið hafi yfir tvo karlmenn á biðstofunni. Bráðamóttakan stendur varla undir nafni sínu í dag vegna þess að veikt fólk þarf að bíða lengi eftir þjónustu. Við þurfum neyðaráætlun án tafar og það er krafan. Við verðum að bjóða Fjármálaráðherra til fundar og útskýra fyrir honum þessi atriði, mikilvægi þess að fjármagna opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Hann hefur lykilinn að ríkissjóði og þjóðin þarf á opinberri fjármögnun ríkisins að halda fyrir Bráðamóttökuna og aðra þætti sem haldast að í þessum efnum svosem varðandi fjármögnun heimaþjónustu og uppbyggingu legurýma fyrir sjúklinga. Það er ekki í boði að snúa umræðunni á hvolf eða fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar að benda á hvorn annan. Við þurfum aðgerðir sem færa opinberu heilbrigðisþjónustu Landspítalans upp á það stig að vera fyrirtaks. Að sögn Heilbrigðisráðherra er verið að bregðast við stöðunni með því að fjölga hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum á Landakoti, Reykjalundi og Árborg. Það sem kemur ekki fram í þeirri yfirlýsingu er hversu vel þær aðgerðir ná utan um vandann eða hvort þær geri það nógu skjótt. Við megum ekki við því að missa okkar sérhæfða fólk af Bráðamóttökunni en ef ekkert gerist á næstu mánuðum fer þá fjöldi uppsagna þeirra í gegn. Þess vegna verðum við að fjölmenna á Austurvelli með kröfur okkar um fyrirtaks opinbert heilbrigðiskerfi og mig langar að bjóða þér með. Höfundur er verkamaður á Bráðamóttökunni og á Landspítala við Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðissérfræðingar Bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eða Vígvallarins eins og ég kalla staðinn, hafa hrópað og kallað á hjálp núna í lengri tíma. Þar sem enginn hefur hlustað á þá, eru margir þeirra að gefast upp á því neyðarástandi sem þar hefur ríkt. Landsmenn þurfa að vakna og svara kalli þeirra. Ég tel að það sé fátt mikilvægra í lífi Íslendings í dag. Þetta ástand setur okkur öll í hættu. Þess vegna vill ég bjóða landsmönnum að taka þátt í samstöðufundum á Austurvelli í sumar fyrir Bráðamóttökuna þar sem við lýsum því yfir að við styðjum það fallega og göfuga starf sem sérfræðingarnir sem þar starfa sinna, að halda uppi heilsu þjóðarinnar. Sá stuðningur verður að fela í sér kröfu um breytingar til batnaðar á Bráðamóttökunni, ekki bara fyrir sérfræðingana, heldur fyrir landsmenn alla. Því þetta er ein af grunnundirstoðum samfélagsins, sem má ekki trassa við að sinna af alúð. Bráðamóttakan okkar ætti að vera fyrirtaks, ekki bara starfsfólkið. Lausnin er ekki að skamma heilbrigðisstarfsfólk sem býr við erfitt ástand. Lausnin er að við krefjumst þess að Fjármálaráðuneytið fjármagni fyrirtaks þjónustu á bráðamóttökunni, fyrir elsku níræðu konuna sem liggur þar döpur á ganginum í dag, á gangi ekki á herbergi með næði, bíðandi klukkutímunum saman eftir aðstoð. Við eigum líka að krefjast fyrirtaks þjónustu fyrir alla aðra sem koma til okkar. Við höfum einfaldlega ekki um annað að velja fyrir samfélagið okkar á Íslandi. Hugmyndafræðilegur tilgangur heilbrigðisþjónustu er að hjálpa náunganum, og líka sérfræðingum heilbrigðisstéttarinnar sem hafa unnið lengi á bráðamóttökunni og annars staðar á Landspítalanum. Þeir þurfa líka okkar hjálp. Við verðum að gera betur og fjármagna miklu betur opinbera heilbrigðiskerfið okkar, sem heldur uppi heilsu þjóðarinnar. Bráðamóttakan okkar ætti að vera fyrirtaks, ekki bara starfsfólkið. Magnús Karl Magnússon, prófessor í læknisfræði, sem sat í ráðgjafarhóp fyrir greiningarskýrslu á stöðu spítalans sem gerð var af alþjóðlegum hópi sérfræðinga á vegum McKinsey, segir reyndar fullreynt að ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn í Fjármálaráðuneytinu geri nokkuð af því sem þarf til að leysa málið. En Fjármálaráðherra ber samt sem áður völdin í fjármögnun opinberra verkefna og því verðum við, almenningur landsins, að beina kröfum okkar þangað til að fjármagna öfluga, ríkisrekna Bráðamóttöku, þá sem við þurfum. Magnús segir einnig í samhengi við þetta mikilvæga mál að margfalda þurfi framlög ríkisins til heimaþjónustu eldri borgara sem myndi létta álagi á Bráðamóttökuna. Að mínu viti þarf það því einnig að vera krafa í þessum efnum. Og heimaþjónustan þarf að vera fyrirtaks en ekki hálfkák fyrir okkar háttvirtu eldri borgara landsins. Magnús bendir á að spítalinn sé troðfullur og að rúmanýting á Bráðamóttökunni sé oft vel yfir 100% en í eðlilegum aðstæðum á sjúkrahúsi sé rúmanýting ekki meiri en 85%. Soffía Steingrímsdóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Bráðamóttökunni, sagði upp störfum í vikunni og segir að ástandið þar sé að versna sífellt en að hún voni að ástandið lagist því að hún elski starfið og vilji hvergi annars staðar vera. Staðreyndin er að sérfræðingar Bráðamóttökunnar fara stundum eða oft með nagandi samviskubit eftir vaktir vegna þeirrar stöðu að geta ekki sinnt veiku fólki á skjótum tíma því álagið er of mikið, mönnunin of lítil, aðstaðan ekki nógu góð og í hjúkrun og aðhlynningu þá þarf að sinna hverjum skjólstæðingi af alúð. Það gefur svo mikið tilbaka til heilbrigðisstarfsfólks að geta veitt því fyrirtaks þjónustu og það þekki ég frá störfum mínum sem verkamaður í aðhlynningu á líknardeild Landakots síðastliðinn vetur þar sem ég var í þeirri stöðu að geta einmitt veitt fyrirtaks þjónustu og fékk miklar þakkir fyrir það frá deyjandi fólki. Þetta er sá raunveruleiki sem heilbrigðisstarfsfólk býr við og þegar veikt fólk er látið bíða og þjást vegna vanrækslu stjórnvalda þá hefur það mikil áhrif á starfsfólk á borð við hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og fleiri ef ekki er hægt að gefa sér eðlilegan tíma í þjónustu fyrir hvern og einn vegna ómannlegs álags. Sérfræðingar í heilbrigðisþjónustu vilja veita fyrirtaks þjónustu og að eiga kost á fyrirtaks aðstöðu til þess. Það er eðlileg og heilbrigð krafa. Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á Bráðamóttöku, segir að staðan sé afleiðing langvarandi vanrækslu í fjármögnun heilbrigðiskerfisins og skortur á viðunandi samningum við heilbrigðisstarfsfólk, þá sérstaklega fyrir hjúkrunarfræðinga, leitt til þess að núna sé heilbrigðiskerfið allt að glíma við verulegan mönnunarvanda. Það sé gríðarleg mannekla nú til staðar. Útgjöld til heilbrigðismála á mann í dag eru miklu lægri en hjá hinum Norðurlöndunum. Hjalti segir að staðan á Bráðamóttökunni sé ógn við öryggi sjúklinga. Aftur beinast því sjónir að Fjármálaráðuneytinu. Aðstoðarrektor við Háskóla Íslands segir frá nýlegri reynslu sinni af Bráðamóttökunni þar sem hún hafi horft á grátandi og verkjað fólk bíða á biðstofunni eftir þjónustu tímunum saman og liðið hafi yfir tvo karlmenn á biðstofunni. Bráðamóttakan stendur varla undir nafni sínu í dag vegna þess að veikt fólk þarf að bíða lengi eftir þjónustu. Við þurfum neyðaráætlun án tafar og það er krafan. Við verðum að bjóða Fjármálaráðherra til fundar og útskýra fyrir honum þessi atriði, mikilvægi þess að fjármagna opinbera heilbrigðisþjónustu sem er öllum aðgengileg. Hann hefur lykilinn að ríkissjóði og þjóðin þarf á opinberri fjármögnun ríkisins að halda fyrir Bráðamóttökuna og aðra þætti sem haldast að í þessum efnum svosem varðandi fjármögnun heimaþjónustu og uppbyggingu legurýma fyrir sjúklinga. Það er ekki í boði að snúa umræðunni á hvolf eða fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar að benda á hvorn annan. Við þurfum aðgerðir sem færa opinberu heilbrigðisþjónustu Landspítalans upp á það stig að vera fyrirtaks. Að sögn Heilbrigðisráðherra er verið að bregðast við stöðunni með því að fjölga hjúkrunar- og endurhæfingarrýmum á Landakoti, Reykjalundi og Árborg. Það sem kemur ekki fram í þeirri yfirlýsingu er hversu vel þær aðgerðir ná utan um vandann eða hvort þær geri það nógu skjótt. Við megum ekki við því að missa okkar sérhæfða fólk af Bráðamóttökunni en ef ekkert gerist á næstu mánuðum fer þá fjöldi uppsagna þeirra í gegn. Þess vegna verðum við að fjölmenna á Austurvelli með kröfur okkar um fyrirtaks opinbert heilbrigðiskerfi og mig langar að bjóða þér með. Höfundur er verkamaður á Bráðamóttökunni og á Landspítala við Hringbraut.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar