„Hér ætlum við að vera næstu 100 ár“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júní 2022 10:01 Íþróttamiðstöð Fram er með glæsileg í alla staði. Stöð 2 „Íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal er einhver glæsilegasta íþróttaðstaða Reykjavíkur og landsins. Þetta mun gjörbylta allri aðstöðu félagsins,“ sagði íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson (Gaupi) um magnaða aðstöðu Fram. Gaupi fór á stúfana og tók út nýja íþróttaaðstöðu Fram sem er loksins að verða tilbúin. Ræddi hann við Sigurð Inga Tómasson, formann félagsins, en hann man tímanna tvenna. „Allt til alls hér og hér er framtíðarsvæði. Hér ætlum við að vera næstu 100 ár,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram.Stöð 2 „Við erum að fara úr 3400 fermetra húsi í 7800 fermetra hús. Við erum með miklu fleiri velli, tvo gervigrasvelli og þrjá grasvelli. Þetta er allt önnur aðstaða.“ „Við komum fyrir fleiri en 1500 manns, það er hægt að hafa stæði fyrir aftan stúkuna ef það er fullt. Það eru svo sem almennt ekki fleiri en 1500 á leikjum en það vonandi verður,“ sagði formaður Fram um stúku fótboltavallar félagsins. „Þetta er flottasti handboltasalur á Íslandi fullyrði ég. Bjartur og flottur.“ Fyrir íþróttamenn félagsins er ljóst að breytingin verður mikil. Að flytja úr Safamýrinni í þessa nýju íþróttamiðstöð félagsins enda jafnast aðstaðan á við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Breyttir tímar „Við sem munum eftir Skipholtinu upplifum þetta sem stórkostlega tíma, það er enginn vafi.“ „Það er ætlunin, veltur á því hvað Reykjavíkurborg gerir. Hún er búin að svíkja okkur hvað eftir annað með þann íbúafjölda sem átti hér upphaflega að vera. Svo verðum við bara að sækja í okkur veðrið og sækja þá iðkendur eitthvað annað. Vera bara betri en önnur félög,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður hvort Fram gæti nú tekið skref fram á við þökk sé aðstöðu félagsins. Safamýrinnar verður sárt saknað „Þetta er eins og þegar þú flytur á milli heimila. Þú saknar staðarins sem þú varst á. Það er ekki söknuður í þeim skilningi að við erum að gjörbylta aðstöðunni en það er búið að fara vel um okkur þar í fimmtíu ár,“ sagi Sigurður Ingi að endingu. Íþróttamiðstöð Fram verður formlega vígð eftir miðja júní. Fyrsti heimaleikur félagsins verður 18. júní þegar Fram mætir KH í 2. deild kvenna í fótbolta. Þann 20. júní mætir svo ÍBV og vígir völlinn í Bestu deild karla. Klippa: Glæsileg íþróttamiðstöð Fram Fótbolti Handbolti Fram Reykjavík Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira
Gaupi fór á stúfana og tók út nýja íþróttaaðstöðu Fram sem er loksins að verða tilbúin. Ræddi hann við Sigurð Inga Tómasson, formann félagsins, en hann man tímanna tvenna. „Allt til alls hér og hér er framtíðarsvæði. Hér ætlum við að vera næstu 100 ár,“ sagði Sigurður Ingi. Sigurður Ingi Tómasson, formaður Fram.Stöð 2 „Við erum að fara úr 3400 fermetra húsi í 7800 fermetra hús. Við erum með miklu fleiri velli, tvo gervigrasvelli og þrjá grasvelli. Þetta er allt önnur aðstaða.“ „Við komum fyrir fleiri en 1500 manns, það er hægt að hafa stæði fyrir aftan stúkuna ef það er fullt. Það eru svo sem almennt ekki fleiri en 1500 á leikjum en það vonandi verður,“ sagði formaður Fram um stúku fótboltavallar félagsins. „Þetta er flottasti handboltasalur á Íslandi fullyrði ég. Bjartur og flottur.“ Fyrir íþróttamenn félagsins er ljóst að breytingin verður mikil. Að flytja úr Safamýrinni í þessa nýju íþróttamiðstöð félagsins enda jafnast aðstaðan á við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Breyttir tímar „Við sem munum eftir Skipholtinu upplifum þetta sem stórkostlega tíma, það er enginn vafi.“ „Það er ætlunin, veltur á því hvað Reykjavíkurborg gerir. Hún er búin að svíkja okkur hvað eftir annað með þann íbúafjölda sem átti hér upphaflega að vera. Svo verðum við bara að sækja í okkur veðrið og sækja þá iðkendur eitthvað annað. Vera bara betri en önnur félög,“ sagði Sigurður Ingi aðspurður hvort Fram gæti nú tekið skref fram á við þökk sé aðstöðu félagsins. Safamýrinnar verður sárt saknað „Þetta er eins og þegar þú flytur á milli heimila. Þú saknar staðarins sem þú varst á. Það er ekki söknuður í þeim skilningi að við erum að gjörbylta aðstöðunni en það er búið að fara vel um okkur þar í fimmtíu ár,“ sagi Sigurður Ingi að endingu. Íþróttamiðstöð Fram verður formlega vígð eftir miðja júní. Fyrsti heimaleikur félagsins verður 18. júní þegar Fram mætir KH í 2. deild kvenna í fótbolta. Þann 20. júní mætir svo ÍBV og vígir völlinn í Bestu deild karla. Klippa: Glæsileg íþróttamiðstöð Fram
Fótbolti Handbolti Fram Reykjavík Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sjá meira