Sádar borga til að mæta Íslandi: „Skil alveg að það séu ekki allir sáttir“ Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2022 08:00 Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir samspil íþrótta og pólitíkur flókið. vísir/vilhelm Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður knattspyrnusambands Íslands, kveðst skilja það að ekki séu allir sáttir við þá ákvörðun KSÍ að þiggja boð Sádi-Arabíu um vináttulandsleik. Hún telji þó betra að eiga samtal og reyna að nýta fótboltann til góðs en að sniðganga þjóðir. Karlalandslið Íslands í fótbolta mun mæta Sádi-Arabíu í vináttulandsleik 6. nóvember, í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu greiðir allan kostnað vegna leiksins fyrir KSÍ en Sádar nýta leikinn til að undirbúa sig fyrir sitt sjötta heimsmeistaramót; hið umdeilda HM í Katar sem hefst tveimur vikum eftir leikinn. „Allur kostnaður er greiddur af þeim“ Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International auk Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að mannréttindi séu fótum troðin í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda kveðst vel meðvituð um umræðuna um mannréttindabrot í Sádi-Arabíu og það sjónarmið sumra að KSÍ hefði átt að hafna tilboði Sáda en bendir á að Sádar séu fullgildir meðlimir í alþjóða fótboltasamfélaginu. Sambandið hafi þó leitað ráðlegginga hjá utanríkisráðuneytinu í fyrra varðandi möguleikann á að semja við Sáda og fengið það svar að ráðuneytið sæi ekkert athugavert við það. Íslenska landsliðið fer til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember og spilar þar við Sádi-Arabíu.vísir/Diego „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ segir Vanda. Frumkvæðið að því að leikurinn færi fram kom frá Sádum: „Þeir höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ segir Vanda. Leituðu ráða hjá utanríkisráðuneytinu „Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga. Við heyrðum í utanríkisráðuneytinu á sínum tíma [í fyrra] til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki. Við höfum því frekar viljað fara þessa leið. Taka samtalið og reyna að nota fótboltann til breytinga til góðs,“ segir Vanda. Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
Karlalandslið Íslands í fótbolta mun mæta Sádi-Arabíu í vináttulandsleik 6. nóvember, í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Knattspyrnusamband Sádi-Arabíu greiðir allan kostnað vegna leiksins fyrir KSÍ en Sádar nýta leikinn til að undirbúa sig fyrir sitt sjötta heimsmeistaramót; hið umdeilda HM í Katar sem hefst tveimur vikum eftir leikinn. „Allur kostnaður er greiddur af þeim“ Mannréttindasamtök á borð við Amnesty International auk Íslands á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa bent á að mannréttindi séu fótum troðin í Sádi-Arabíu. Síðustu ár hefur til að mynda verið fjallað um mikinn fjölda dauðarefsinga og morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi en einnig að pyntingar séu notaðar sem refsing, tjáningarfrelsi sé heft, mótmæli gerð glæpsamleg og konum mismunað með víðtækum hætti. Vanda kveðst vel meðvituð um umræðuna um mannréttindabrot í Sádi-Arabíu og það sjónarmið sumra að KSÍ hefði átt að hafna tilboði Sáda en bendir á að Sádar séu fullgildir meðlimir í alþjóða fótboltasamfélaginu. Sambandið hafi þó leitað ráðlegginga hjá utanríkisráðuneytinu í fyrra varðandi möguleikann á að semja við Sáda og fengið það svar að ráðuneytið sæi ekkert athugavert við það. Íslenska landsliðið fer til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í nóvember og spilar þar við Sádi-Arabíu.vísir/Diego „Ég skil alveg að það séu ekki allir sáttir eða sammála þessu en þetta er ákvörðunin sem við tókum,“ segir Vanda. Frumkvæðið að því að leikurinn færi fram kom frá Sádum: „Þeir höfðu samband og óskuðu eftir því að liðin myndu spila vináttulandsleik í Abu Dhabi, sem við samþykktum. Allur kostnaður er greiddur af þeim. Við fylgjumst með heimsmálunum og stöndum með mannréttindum en við erum líka að halda úti landsliðum og þurfum að spila leiki,“ segir Vanda. Leituðu ráða hjá utanríkisráðuneytinu „Þetta er líka svolítið flókið; hvort íþróttir og pólitík eigi leið saman. Hvaða lönd megum við þá spila við og hver ekki? Við höfum sagt að í stað þess að sniðganga sé betra að ná samtali, leiða fólk saman og fá breytingar þannig. Nota íþróttirnar sem tæki til félagslegra breytinga. Við heyrðum í utanríkisráðuneytinu á sínum tíma [í fyrra] til að vita hvort að þar væri talið að eitthvað mælti gegn því að við spiluðum þennan leik. Svo var ekki. Við höfum því frekar viljað fara þessa leið. Taka samtalið og reyna að nota fótboltann til breytinga til góðs,“ segir Vanda.
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Sádi-Arabía Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira