Sagði Pence ef til vill verðskulda að verða hengdur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. júní 2022 06:50 Trump sér ekki eftir neinu. epa/David Maxwell Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór með lykilhlutverk í valdaránstilraun 6. janúar 2021, þegar stuðningsmenn hans réðust inn í þinghúsið í Washington og freistuðu þess að koma í veg fyrir staðfestingu kjörs Joe Biden sem forseta. Þetta var meðal þess sem kom fram á fyrsta opna fundi nefndar neðri deildar bandaríska þingsins sem hefur rannsakað atburðarrásina 6. janúar. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu og myndskeið spiluð af vitnisburði nokkurra þeirra sem hafa komið fyrir nefndina. Tveir repúblikanar, þekktir gagnrýnendur Trump, eiga sæti í nefndinni. Annar þeirra er Liz Cheney, dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. „Allir Bandaríkjamenn ættu að hafa þá staðreynd í huga að morguninn 6. janúar var það ætlun Donald Trump að halda áfram að vera forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir löglega niðurstöðu kosninganna 2020 og í andstöðu við stjórnarskrárbundna skyldu hans til að láta af völdum,“ sagði Cheney í gær. Hún sagði Trump raunar enn freista þess að sannfæra fólk um að kosningunum hefði verið „stolið“, jafnvel þótt hann vissi sjálfur að það væri lygi. Samsærinu ekki lokið Áhorfendur sem voru viðstaddir fund þingnefndarinnar í gær gripu andann á lofti þegar Cheney greindi frá því að þegar Trump var tilkynnt að múgurinn við þinghúsið væri að kalla eftir því að varaforsetinn Mike Pence yrði hengdur, hefði Trump svarað því til að ef til vill ætti hann það skilið. Trump var á þessum tíma æfareiður út í Pence fyrir að hafna því að staðfesta ekki niðurstöður forsetakosninganna. Meðal þeirra sem komu fram á myndskeiðum sem nefndin sýndi af vitnisburðum þeirra sem hún ræddi við var Bill Barr, sem var dómsmálaráðherra í janúar 2021. Hann sagðist ítrekað hafa sagt Trump að hann hefði tapað kosningunum og að fullyrðingar um kosningasvik væru kjaftæði. Ivanka Trump, dóttir forsetans þáverandi, sagðist hafa trúað Barr. Áhorfendur fengu einnig að heyra vitnisburð lögreglumannsins Caroline Edwards, sem varð fyrir árás múgsins við þinghúsið. Hún sagði stríðsástand hafa myndast og hún hefði meðal ananrs runnið í blóði félaga síns þegar hún reyndi að stöðva fólkið frá því að brjóta sér leið inn. Bennie Thompson, formaður nefndarinnar, sagði lýðræðið enn í hættu þar sem margir repúblikanar væru enn að halda því fram að kosningunum hefði verið stolið. „Samsærinu til að koma í veg fyrir framgöngu vilja fólksins er ekki lokið,“ sagði hann. Donald Trump sýndi enga iðrun í gær og birti færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. „6. janúar snérist ekki bara um mótmæli heldur var um að ræða stærstu hreyfingu í sögu landsins okkar til að gera Bandaríkin mikil á ný,“ sagði hann. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á fyrsta opna fundi nefndar neðri deildar bandaríska þingsins sem hefur rannsakað atburðarrásina 6. janúar. Fundurinn var sýndur í beinni útsendingu og myndskeið spiluð af vitnisburði nokkurra þeirra sem hafa komið fyrir nefndina. Tveir repúblikanar, þekktir gagnrýnendur Trump, eiga sæti í nefndinni. Annar þeirra er Liz Cheney, dóttir Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. „Allir Bandaríkjamenn ættu að hafa þá staðreynd í huga að morguninn 6. janúar var það ætlun Donald Trump að halda áfram að vera forseti Bandaríkjanna, þrátt fyrir löglega niðurstöðu kosninganna 2020 og í andstöðu við stjórnarskrárbundna skyldu hans til að láta af völdum,“ sagði Cheney í gær. Hún sagði Trump raunar enn freista þess að sannfæra fólk um að kosningunum hefði verið „stolið“, jafnvel þótt hann vissi sjálfur að það væri lygi. Samsærinu ekki lokið Áhorfendur sem voru viðstaddir fund þingnefndarinnar í gær gripu andann á lofti þegar Cheney greindi frá því að þegar Trump var tilkynnt að múgurinn við þinghúsið væri að kalla eftir því að varaforsetinn Mike Pence yrði hengdur, hefði Trump svarað því til að ef til vill ætti hann það skilið. Trump var á þessum tíma æfareiður út í Pence fyrir að hafna því að staðfesta ekki niðurstöður forsetakosninganna. Meðal þeirra sem komu fram á myndskeiðum sem nefndin sýndi af vitnisburðum þeirra sem hún ræddi við var Bill Barr, sem var dómsmálaráðherra í janúar 2021. Hann sagðist ítrekað hafa sagt Trump að hann hefði tapað kosningunum og að fullyrðingar um kosningasvik væru kjaftæði. Ivanka Trump, dóttir forsetans þáverandi, sagðist hafa trúað Barr. Áhorfendur fengu einnig að heyra vitnisburð lögreglumannsins Caroline Edwards, sem varð fyrir árás múgsins við þinghúsið. Hún sagði stríðsástand hafa myndast og hún hefði meðal ananrs runnið í blóði félaga síns þegar hún reyndi að stöðva fólkið frá því að brjóta sér leið inn. Bennie Thompson, formaður nefndarinnar, sagði lýðræðið enn í hættu þar sem margir repúblikanar væru enn að halda því fram að kosningunum hefði verið stolið. „Samsærinu til að koma í veg fyrir framgöngu vilja fólksins er ekki lokið,“ sagði hann. Donald Trump sýndi enga iðrun í gær og birti færslu á samfélagsmiðlinum sínum Truth Social. „6. janúar snérist ekki bara um mótmæli heldur var um að ræða stærstu hreyfingu í sögu landsins okkar til að gera Bandaríkin mikil á ný,“ sagði hann.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira