Kári heldur áfram að láta landsliðið heyra það: „Hvað næst? Dimmalimm?“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. júní 2022 13:32 Kári Árnason í einum af sínum 90 A-landsleikjum. Vísir/Hulda Margrét Kári Árnason - fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, yfirmaður knattspyrnumála hjá Íslands- og bikarmeisturum Víkings og sérfræðingur Viaplay, hefur verið duglegur að láta íslenska A-landsliðið heyra það undanfarið. Á því varð engin breyting er Ísland marði San Marínó. Íslenska landsliðið vann nauman 1-0 sigur á San Marínó, einu slakasta landsliði Evrópu, er liðin mættust í vináttulandsleik ytra á fimmtudag. Kári lék á sínum tíma 90 A-landsleiki en sinnir í dag meðal annars starfi sérfræðings á Viaplay þar sem leikirnir eru sýndir. Kári hefur ekki varið varlega í gagnrýni á liðið þegar honum hefur fundist frammistaða liðsins fyrir neðan allar hellur. Hann hélt því áfram eftir leikinn í San Marínó en ef marka má Twitter á meðan og eftir leik þá var Kári ekki einn um að vera nóg boðið. Kári lét sér ekki nægja að gagnrýna leik liðsins í gær heldur ræddi hann einnig æfingar og tók sem dæmi myndir og myndbönd sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum KSÍ. . pic.twitter.com/4hB22NcKsx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Ég er búin að sjá klippur af æfingum, þetta er alvarleg staða. Það brunnu allir heitar fyrir landsliðið en félagsliðið hjá okkur,“ sagði Kári. „Það vill þannig til að það er gaman að spila fótbolta en etta eiga að vera keppnismenn. Það sem ég er að sjá af æfingum þá eru þetta fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverjir leikir: Köttur og mús eða eltingaleikur, hvað er næst? Dimmalimm.“ In the lovely Serravalle stadium where we play San Marino in a friendly on Thursday. pic.twitter.com/Q5GPBLhHvv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Það er gaman í fótbolta, mér finnst ekki lengur gaman í Dimmalimm. Það fór í taugarnar á mér og mig langaði að segja það,“ bætti Kári bersýnilega létt pirraður við. "Mér finnst ekkert gaman í Dimmalimm". Kári Árnason fer algerlega á kostum, Rúrik reyndar mjög flottur líka.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) June 9, 2022 Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er með Kára á Viaplay og tók í sama streng. Honum finnst landsliðiðsþjálfarinn fara of mjúkum höndum um leikmenn liðsins. „Ég er viss um að Kári myndi senda aðeins önnur skilaboð inn á völlinn ef hann væri þjálfari. Þetta er svo soft og vingjarnlegt. Það er eins og þeir þori ekki að gagnrýna leikmenn sína og biðja um almennilegan kraft.“ „Er alveg viss um að þú sért með mér í þessu. Ég hef heyrt þig gagnrýna menn inn á vellinum,“ sagði Rúrik að endingu. Íslenska A-landsliðið leikur sinn fjórða og síðasta leik á skömmum tíma er Ísrael mætir á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni á mánudaginn kemur. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Ísrael. Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53 Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Sjá meira
Íslenska landsliðið vann nauman 1-0 sigur á San Marínó, einu slakasta landsliði Evrópu, er liðin mættust í vináttulandsleik ytra á fimmtudag. Kári lék á sínum tíma 90 A-landsleiki en sinnir í dag meðal annars starfi sérfræðings á Viaplay þar sem leikirnir eru sýndir. Kári hefur ekki varið varlega í gagnrýni á liðið þegar honum hefur fundist frammistaða liðsins fyrir neðan allar hellur. Hann hélt því áfram eftir leikinn í San Marínó en ef marka má Twitter á meðan og eftir leik þá var Kári ekki einn um að vera nóg boðið. Kári lét sér ekki nægja að gagnrýna leik liðsins í gær heldur ræddi hann einnig æfingar og tók sem dæmi myndir og myndbönd sem hafa verið birt á samfélagsmiðlum KSÍ. . pic.twitter.com/4hB22NcKsx— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Ég er búin að sjá klippur af æfingum, þetta er alvarleg staða. Það brunnu allir heitar fyrir landsliðið en félagsliðið hjá okkur,“ sagði Kári. „Það vill þannig til að það er gaman að spila fótbolta en etta eiga að vera keppnismenn. Það sem ég er að sjá af æfingum þá eru þetta fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverjir leikir: Köttur og mús eða eltingaleikur, hvað er næst? Dimmalimm.“ In the lovely Serravalle stadium where we play San Marino in a friendly on Thursday. pic.twitter.com/Q5GPBLhHvv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 8, 2022 „Það er gaman í fótbolta, mér finnst ekki lengur gaman í Dimmalimm. Það fór í taugarnar á mér og mig langaði að segja það,“ bætti Kári bersýnilega létt pirraður við. "Mér finnst ekkert gaman í Dimmalimm". Kári Árnason fer algerlega á kostum, Rúrik reyndar mjög flottur líka.— Thorir Hakonarson (@THakonarson) June 9, 2022 Fyrrverandi landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er með Kára á Viaplay og tók í sama streng. Honum finnst landsliðiðsþjálfarinn fara of mjúkum höndum um leikmenn liðsins. „Ég er viss um að Kári myndi senda aðeins önnur skilaboð inn á völlinn ef hann væri þjálfari. Þetta er svo soft og vingjarnlegt. Það er eins og þeir þori ekki að gagnrýna leikmenn sína og biðja um almennilegan kraft.“ „Er alveg viss um að þú sért með mér í þessu. Ég hef heyrt þig gagnrýna menn inn á vellinum,“ sagði Rúrik að endingu. Íslenska A-landsliðið leikur sinn fjórða og síðasta leik á skömmum tíma er Ísrael mætir á Laugardalsvöll í Þjóðadeildinni á mánudaginn kemur. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Ísrael.
Fótbolti Landslið karla í fótbolta KSÍ Tengdar fréttir Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53 Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20 Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Sjá meira
Umfjöllun: San Marínó - Ísland 0-1 | Sigur í gæðasnauðum leik Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætti San Marínó í San Marínó fyrr í kvöld í vináttuleik sem náði aldrei neinu flugi. Leikurinn endaði með sigri Íslands 0-1 og í raun og veru þarf ekki að segja neitt meira um það. 9. júní 2022 20:53
Albert: Frammistaðan var í raun og veru léleg Albert Guðmundsson miðjumaður íslenska landsliðsins var á því að frammistaða liðsins hafi ekki verið nógu góð í kvöld á mót San Marínó. Albert var í viðtali við Viaplay skömmu eftir leik og var ómyrkur í máli og sagði að sigurinn hefði átt að vera stærri og krafturinn meiri. Ísland vann 1-0 sigur engu að síður og það var 9. júní 2022 21:20