Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júní 2022 12:29 Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undirritaði ekki álit meirihluta nefndarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða, þar sem Héraðsvötn voru til að mynda færð úr verndarflokk í biðflokk, og sagðist hann ekki munu styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndarflokki. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, á einnig sæti í nefndinni en hann skrifaði undir álitið ólíkt Bjarna og stendur við tillöguna um flutning. „Úr vernd yfir í bið þýðir að það þarf að meta kostina aftur. Þarna eru undirliggjandi mjög rík náttúruverðmæti sem eru ekki horfin, en mjög skiptar skoðanir um hvort þessir kostir eigi að fara í verndarflokk, náttúruverðmætanna vegna.ׅ“ Hann segist hafa mikla trú á rammaáætluninni sem stjórntæki og ítrekar að flutningur þýði ekki að Héraðsvötn verði flutt í nýtingarflokk. „Endurmat, þetta þýðir ekki ávísun á það að hluteigandi virkjunarkostur verði nokkurn tímann að veruleika. En ég skil alveg afstöðu fólks sem hefur barist kannski árum saman og áratugum saman fyrir vernd ákveðinna svæða sem að finnst þetta vera afturför.“ Málefni Héraðsvatna standa til að mynda sérstaklega nærri samflokksmanni Orra, honum Bjarna, en hann var um árabil í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði áður en hann var kosinn á Alþingi. Þrátt fyrir það á Orri von um að samstaða náist um rammaáætlunina eins og hún stendur. „Ég sýni því mikinn skilning en að sama skapi þá veit ég ekki betur en að meirihlutinn standi allur að þessari tillögu, já. Eins og með önnur stjórnarmál sem eru afgreidd í meirihluta,“ segir Orri Páll Jóhannsson. Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undirritaði ekki álit meirihluta nefndarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða, þar sem Héraðsvötn voru til að mynda færð úr verndarflokk í biðflokk, og sagðist hann ekki munu styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndarflokki. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, á einnig sæti í nefndinni en hann skrifaði undir álitið ólíkt Bjarna og stendur við tillöguna um flutning. „Úr vernd yfir í bið þýðir að það þarf að meta kostina aftur. Þarna eru undirliggjandi mjög rík náttúruverðmæti sem eru ekki horfin, en mjög skiptar skoðanir um hvort þessir kostir eigi að fara í verndarflokk, náttúruverðmætanna vegna.ׅ“ Hann segist hafa mikla trú á rammaáætluninni sem stjórntæki og ítrekar að flutningur þýði ekki að Héraðsvötn verði flutt í nýtingarflokk. „Endurmat, þetta þýðir ekki ávísun á það að hluteigandi virkjunarkostur verði nokkurn tímann að veruleika. En ég skil alveg afstöðu fólks sem hefur barist kannski árum saman og áratugum saman fyrir vernd ákveðinna svæða sem að finnst þetta vera afturför.“ Málefni Héraðsvatna standa til að mynda sérstaklega nærri samflokksmanni Orra, honum Bjarna, en hann var um árabil í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði áður en hann var kosinn á Alþingi. Þrátt fyrir það á Orri von um að samstaða náist um rammaáætlunina eins og hún stendur. „Ég sýni því mikinn skilning en að sama skapi þá veit ég ekki betur en að meirihlutinn standi allur að þessari tillögu, já. Eins og með önnur stjórnarmál sem eru afgreidd í meirihluta,“ segir Orri Páll Jóhannsson.
Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira