Reiknar með að Ramminn verði samþykktur þrátt fyrir andstöðu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. júní 2022 12:29 Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Þingflokksformaður Vinstri grænna á von á að rammaáætlunin verði samþykkt í núverandi mynd þrátt fyrir andstöðu samflokksmanns hans við að Héraðsvötn verði færð úr verndar- í biðflokk. Rammaáætlunin væri mikilvægt tæki og því ætti einstakt mál ekki að koma í veg fyrir áætlunin nái fram að ganga. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undirritaði ekki álit meirihluta nefndarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða, þar sem Héraðsvötn voru til að mynda færð úr verndarflokk í biðflokk, og sagðist hann ekki munu styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndarflokki. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, á einnig sæti í nefndinni en hann skrifaði undir álitið ólíkt Bjarna og stendur við tillöguna um flutning. „Úr vernd yfir í bið þýðir að það þarf að meta kostina aftur. Þarna eru undirliggjandi mjög rík náttúruverðmæti sem eru ekki horfin, en mjög skiptar skoðanir um hvort þessir kostir eigi að fara í verndarflokk, náttúruverðmætanna vegna.ׅ“ Hann segist hafa mikla trú á rammaáætluninni sem stjórntæki og ítrekar að flutningur þýði ekki að Héraðsvötn verði flutt í nýtingarflokk. „Endurmat, þetta þýðir ekki ávísun á það að hluteigandi virkjunarkostur verði nokkurn tímann að veruleika. En ég skil alveg afstöðu fólks sem hefur barist kannski árum saman og áratugum saman fyrir vernd ákveðinna svæða sem að finnst þetta vera afturför.“ Málefni Héraðsvatna standa til að mynda sérstaklega nærri samflokksmanni Orra, honum Bjarna, en hann var um árabil í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði áður en hann var kosinn á Alþingi. Þrátt fyrir það á Orri von um að samstaða náist um rammaáætlunina eins og hún stendur. „Ég sýni því mikinn skilning en að sama skapi þá veit ég ekki betur en að meirihlutinn standi allur að þessari tillögu, já. Eins og með önnur stjórnarmál sem eru afgreidd í meirihluta,“ segir Orri Páll Jóhannsson. Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira
Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna og annar varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar, undirritaði ekki álit meirihluta nefndarinnar um vernd og orkunýtingu landsvæða, þar sem Héraðsvötn voru til að mynda færð úr verndarflokk í biðflokk, og sagðist hann ekki munu styðja tillögu um annað en að hafa jökulsárnar í Skagafirði í verndarflokki. Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, á einnig sæti í nefndinni en hann skrifaði undir álitið ólíkt Bjarna og stendur við tillöguna um flutning. „Úr vernd yfir í bið þýðir að það þarf að meta kostina aftur. Þarna eru undirliggjandi mjög rík náttúruverðmæti sem eru ekki horfin, en mjög skiptar skoðanir um hvort þessir kostir eigi að fara í verndarflokk, náttúruverðmætanna vegna.ׅ“ Hann segist hafa mikla trú á rammaáætluninni sem stjórntæki og ítrekar að flutningur þýði ekki að Héraðsvötn verði flutt í nýtingarflokk. „Endurmat, þetta þýðir ekki ávísun á það að hluteigandi virkjunarkostur verði nokkurn tímann að veruleika. En ég skil alveg afstöðu fólks sem hefur barist kannski árum saman og áratugum saman fyrir vernd ákveðinna svæða sem að finnst þetta vera afturför.“ Málefni Héraðsvatna standa til að mynda sérstaklega nærri samflokksmanni Orra, honum Bjarna, en hann var um árabil í sveitarstjórnarmálum í Skagafirði áður en hann var kosinn á Alþingi. Þrátt fyrir það á Orri von um að samstaða náist um rammaáætlunina eins og hún stendur. „Ég sýni því mikinn skilning en að sama skapi þá veit ég ekki betur en að meirihlutinn standi allur að þessari tillögu, já. Eins og með önnur stjórnarmál sem eru afgreidd í meirihluta,“ segir Orri Páll Jóhannsson.
Umhverfismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Fleiri fréttir Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Sjá meira