Úr þeim níu riðlum sem spilaðir voru fara átta lið sem lentu í öðru sæti í umspil. Liðið sem var með besta árangurinn af liðum í öðru sæti, ef frá er talinn árangurinn gegn því liðið sem hefnaði í neðsta sæti riðilsins, fer beint inn á EM.
Sviss var með besta árangurinn af öllum þeim liðum sem enduðu í öðru sæti. Liðið endaði með 17 stig, líkt og Danmörk og Úkraína, en með betri markatölu.
Eftir eru því sjö lönd sem íslenska liðið gæti mætt í umspilinu. Þau eru; Danmörk, Úkraína, Króatía, Tékkland, Slóvakía, Írland eða Ísrael.
Leikið verður heima og að heiman í umspilinu, en sigurliðið úr hverri rimmu fyrir sig tryggir sér þáttökurétt á EM. Dregið verður þann 21. júní.
Liðin sem Ísland gæti mætt:
Danmörk
Úkraína
Króatía
Tékkland
Slóvakía
Írland
Ísrael