Loforð um leikskólamál – skal þá dæst og stunið? Helgi Áss Grétarsson skrifar 15. júní 2022 07:01 Í aðdraganda nýafstaðinna borgarstjórnarkosninganna var mér tjáð af þriggja barna móðir á fertugsaldri að því hefði oft verið lofað að „öll börn í Reykjavík fái leikskólapláss frá 12 mánaða aldri“ og eftir að hafa lagt áherslu á þessi orð sín, dæsti hún verulega. Já, falleg kosningaloforð, er ekki bara best að andvarpa þegar maður heyrir þau? Borgarstjóri lofar og borgarstjóri svíkur Eitt af einkennum stjórnunarhátta núverandi borgarstjóra er að hann kippir sér ekki við að lofa öllu fögru, jafnvel þótt augljóst megi vera að útilokað sé að efna loforðin. Nýjasta dæmið um þessa nálgun er það loforð sem flokkur borgarstjórans, Samfylkingin, og hans þáverandi samstarfsflokkar, gáfu í aðdraganda áðurnefndra borgarstjórnarkosninga, nefnilega að hinn 1. september nk. verði hægt „að bjóða öllum 12 mánaða börnum vistun“ á leikskóla, sbr. t.d. tillögu borgarstjóra sem þáverandi meirihlutaflokkar samþykktu í borgarráði 3. mars síðastliðinn. Svo sem bent var á fyrir kosningar af hálfu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins var óraunhæft að reikna með að öll 12 mánaða börn gætu hafið leikskólagöngu nk. haust. Hinir „heiðarlegu“ Píratar kölluðu þann málflutning óheiðarlegan. Einmitt. Staðreyndir málsins hafa núna verið gerðar kunnar, útilokað er að öll 12 mánaða gömul börn fái boð að ganga í leikskóla í Reykjavík að hausti komanda. Hvers vegna? Jú, forsendur frá byrjun mars sl. höfðu tekið slíkum breytingum að óvíst er „að öll börn fædd í september á síðasta ári k[o]m[i]st inn í september á þessu ári en við bindum engu að síður vonir við að komast langleiðina þangað“, sbr. ummæli borgarstjóra í sjónvarpsfréttaviðtali við RÚV 14. júní síðastliðinn. Sem sagt, útreikningar sem framkvæmdir voru af reiknimeisturum Ráðhúss Reykjavíkur um fjölda leikskólaplássa sem í boði yrðu 1. september nk. og fjölda umsókna um þau pláss, urðu haldslausir þrem mánuðum síðar. Það heppilega við þessi afdrif útreikninganna, fyrir borgarstjóra, er að þau voru kynnt eftir kosningar. Núna skil ég betur hvers vegna móðirin dæsti svona mikið. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í aðdraganda nýafstaðinna borgarstjórnarkosninganna var mér tjáð af þriggja barna móðir á fertugsaldri að því hefði oft verið lofað að „öll börn í Reykjavík fái leikskólapláss frá 12 mánaða aldri“ og eftir að hafa lagt áherslu á þessi orð sín, dæsti hún verulega. Já, falleg kosningaloforð, er ekki bara best að andvarpa þegar maður heyrir þau? Borgarstjóri lofar og borgarstjóri svíkur Eitt af einkennum stjórnunarhátta núverandi borgarstjóra er að hann kippir sér ekki við að lofa öllu fögru, jafnvel þótt augljóst megi vera að útilokað sé að efna loforðin. Nýjasta dæmið um þessa nálgun er það loforð sem flokkur borgarstjórans, Samfylkingin, og hans þáverandi samstarfsflokkar, gáfu í aðdraganda áðurnefndra borgarstjórnarkosninga, nefnilega að hinn 1. september nk. verði hægt „að bjóða öllum 12 mánaða börnum vistun“ á leikskóla, sbr. t.d. tillögu borgarstjóra sem þáverandi meirihlutaflokkar samþykktu í borgarráði 3. mars síðastliðinn. Svo sem bent var á fyrir kosningar af hálfu frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins var óraunhæft að reikna með að öll 12 mánaða börn gætu hafið leikskólagöngu nk. haust. Hinir „heiðarlegu“ Píratar kölluðu þann málflutning óheiðarlegan. Einmitt. Staðreyndir málsins hafa núna verið gerðar kunnar, útilokað er að öll 12 mánaða gömul börn fái boð að ganga í leikskóla í Reykjavík að hausti komanda. Hvers vegna? Jú, forsendur frá byrjun mars sl. höfðu tekið slíkum breytingum að óvíst er „að öll börn fædd í september á síðasta ári k[o]m[i]st inn í september á þessu ári en við bindum engu að síður vonir við að komast langleiðina þangað“, sbr. ummæli borgarstjóra í sjónvarpsfréttaviðtali við RÚV 14. júní síðastliðinn. Sem sagt, útreikningar sem framkvæmdir voru af reiknimeisturum Ráðhúss Reykjavíkur um fjölda leikskólaplássa sem í boði yrðu 1. september nk. og fjölda umsókna um þau pláss, urðu haldslausir þrem mánuðum síðar. Það heppilega við þessi afdrif útreikninganna, fyrir borgarstjóra, er að þau voru kynnt eftir kosningar. Núna skil ég betur hvers vegna móðirin dæsti svona mikið. Höfundur situr fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun