Bæjarar fengu einn eftirsóttasta mann Evrópu á gjafaprís Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 10:31 Ryan Gravenberch er mættur til Bayern. Patrick Goosen/Getty Images Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Hann kemur frá Ajax á sannkölluðu gjafaverði. Hinn tvítugi Gravenberch var vægast sagt eftirsóttur er ljóst var að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning við Hollandsmeistara Ajax. Samningurinn hefði runnið út næsta sumar og því var Ajax tilbúið að selja þennan tvítuga miðjumann ódýrt frekar en að missa hann frítt eftir tæplega ár. Það nýttu Bæjarar sér en þeir borga aðeins tæpar 16 milljónir punda fyrir leikmanninn. Heildarverðið gæti þó numið 20 milljónum punda ef allar árangurstengdar greiðslur verða greiddar. Um er að ræða sannkallað gjafaverð ef miðað er við félagaskiptamarkaðinn í dag. Til að mynda er samlandi Gravenberch – Frenkie de Jong – mögulega á leið til Manchester United fyrir 80 milljónir punda. Gravenberch sjálfur var orðaður við Man United þar sem hans fyrrum þjálfari, Erik Ten Hag, er nú við stjórnvölin . „Þegar tilboðið kom frá Bayern þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég er kominn hingað til að vinna fjölda titla. Man United er stórt og fallegt félag en ég hafði þegar góða tilfinningu fyrir Bayern og hafði gefið þeim orð mitt.“ 2 0 2 7 @FCBayern Proud to be part of the Bayern family now. Ready for all that's coming and can't wait to start #MiaSanMia pic.twitter.com/QJqiOQvUse— Ryan Jiro Gravenberch (@RGravenberch) June 13, 2022 Skrifaði miðjumaðurinn undir fimm ára samning við Bayern. Verður forvitnilegt að sjá hvar Julian Nagelsmann stillir þessum spennandi leikmanni upp en hann getur leyst flestar stöður á miðsvæðinu. Líklegast mun hann spila eina af tveimur miðjumannsstöðunum í hinu skemmtilega 3-2-4-1 leikkerfi Bæjara. Fótbolti Þýski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjá meira
Hinn tvítugi Gravenberch var vægast sagt eftirsóttur er ljóst var að hann myndi ekki skrifa undir nýjan samning við Hollandsmeistara Ajax. Samningurinn hefði runnið út næsta sumar og því var Ajax tilbúið að selja þennan tvítuga miðjumann ódýrt frekar en að missa hann frítt eftir tæplega ár. Það nýttu Bæjarar sér en þeir borga aðeins tæpar 16 milljónir punda fyrir leikmanninn. Heildarverðið gæti þó numið 20 milljónum punda ef allar árangurstengdar greiðslur verða greiddar. Um er að ræða sannkallað gjafaverð ef miðað er við félagaskiptamarkaðinn í dag. Til að mynda er samlandi Gravenberch – Frenkie de Jong – mögulega á leið til Manchester United fyrir 80 milljónir punda. Gravenberch sjálfur var orðaður við Man United þar sem hans fyrrum þjálfari, Erik Ten Hag, er nú við stjórnvölin . „Þegar tilboðið kom frá Bayern þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Ég er kominn hingað til að vinna fjölda titla. Man United er stórt og fallegt félag en ég hafði þegar góða tilfinningu fyrir Bayern og hafði gefið þeim orð mitt.“ 2 0 2 7 @FCBayern Proud to be part of the Bayern family now. Ready for all that's coming and can't wait to start #MiaSanMia pic.twitter.com/QJqiOQvUse— Ryan Jiro Gravenberch (@RGravenberch) June 13, 2022 Skrifaði miðjumaðurinn undir fimm ára samning við Bayern. Verður forvitnilegt að sjá hvar Julian Nagelsmann stillir þessum spennandi leikmanni upp en hann getur leyst flestar stöður á miðsvæðinu. Líklegast mun hann spila eina af tveimur miðjumannsstöðunum í hinu skemmtilega 3-2-4-1 leikkerfi Bæjara.
Fótbolti Þýski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjá meira