Félag atvinnurekenda og stuðningur við landbúnað Erna Bjarnadóttir skrifar 15. júní 2022 13:30 Þann 14. júní sl. var tilkynnt um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna erfiðrar stöðu íslensks landbúnaðar. Mun ríkisvaldið ráðstafa 2,5 milljörðum til að mæta alvarlegri stöðu í landbúnaði. Rétt er að geta þess að þessi fjárhæð er einungis þriðjungur þess tjóns sem landbúnaður verður fyrir vegna árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda lét enn og aftur gamminn geisa í viðtali við Ríkisútvarpið að morgni 15. júní sl. Er nauðsynlegt að svara þeim fullyrðingum sem þar komu fram og verður það gert í þessu greinarkorni. Hvað sagði framkvæmdastjórinn? Í viðtali RUV við framkvæmdastjórann kvartaði hann enn og aftur yfir tollum á innfluttar búvörur og finnur til ný rök. Meðal annars var eftirfarandi haft eftir honum: „Það er óhætt að segja að samkeppnisstaða innfluttu vörunnar hefur skaðast mikið nú þegar einfaldlega vegna hækkana á aðföngum. Við höfum sagt að það væri skynsamleg leið að lækka tollana á innflutningnum, að minnsta kosti á tilteknum vörum sem nemur þessum verðhækkunum þannig að samkeppnisstaða innfluttu varanna sé þá eins og hún var áður en þessi gríðarlega verðhækkanabylgja gekk yfir. En mér sýnist að það sé lítill pólitískur vilji til að fara þá leið.“ Innan raða Félags atvinnurekenda eru m.a. stærstu innflytjendur búvara, þar með talið á þeim tollkvótum sem boðnir eru út. Það kemur spánskt fyrir sjónir að þessi fyrirtæki eru nýbúin að bjóða hærra verð í alla tollkvóta sem í boði voru frá ESB fyrir tímabilið maí til ágúst 2022 en þau gerðu þegar útboð fór fram fyrir næsta fjögurra mánaða tímabil á undan, janúar til apríl 2022? Munurinn er frá því að vera 1,3% þar sem hann er minnstur upp í 16,7% þar sem hann er mestur. Ef innfluttar vörur hafa hækkað í verði undanfarið hefði þessu einmitt átt að vera öfugt farið. Verð fyrir tollkvóta fyrir vörur frá ESB fyrstu átta mánuði ársins 2022, kr/kg Af hverju fylgjum við ekki fordæmi nágrannaþjóða? Um nýlega boðaðar aðgerðir til stuðnings landbúnaði að öðru leyti er haft eftir framkvæmdastjóranum í fréttinni: „Beinir styrkir á borð við það tveggja og hálfs milljarðs króna framlag sem koma á til móts við slæma stöðu landbúnaðar eru skynsamlegri ráðstöfun en hömlur að mati formanns Félags atvinnurekenda. Hann kallar eftir því að tollar verði lækkaðir á innfluttar landbúnaðarafurðir.“ Er það trúverðugt að á sama tíma og talin er ástæða til að leggja til 2,5 milljarða útgjöld úr ríkissjóði til að grípa inn í hálfgert neyðarástand í landbúnaði, að taka undir tillögur framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um að enn verði hert að innlendum framleiðendum og kjör þeirra skert með frekari verðlækkunum. Hvorki innan ESB né sé litið til Noregs hefur nokkurt ríki gripið til slíkra ráðstafana gagnvart landbúnaði Þess í stað hefur verið gripið til víðtækra aðgerða til stuðnings landbúnaði eins og m.a. kemur fram í skýrslu spretthópsins matvælaráðherra frá 14. júní sl. og aðgerðir ríkistjórnarinnar byggja á. Um heimildir fyrir fyrirtæki í kjötiðnaði til að starfa saman Ein tillaga spretthóps matvælaráðherra er að samþykkja tímabundnar heimildir þannig að fyrirtæki í kjötiðnaði geti aukið samstarf sín í milli um sameiningu eininga, samninga um verkaskiptingu o.s.frv. Í viðtalinu heldur framkvæmdastjórinn því fram að nú þegar séu til staðar nægar heimildir fyrir fyrirtæki í kjötiðnaði til að starfa saman að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þá segist hann hafa efasemdir um tillögur hópsins um tímabundnar heimildir kjötframleiðenda til samstarfs. Í skýrslu sem Lagastofnun Háskóla Íslands vann fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og birt var í desember 2020 kom fram að lagasetning gagnvart landbúnaði hér á landi gengur skemur en t.d. í Noregi og ESB þegar kemur að heimildum framleiðenda til að skipuleggja samstarf um afurðasölumál. Yfirvöld samkeppnismála hér á landi hafa fram til þessa haldið hinu gagnstæða fram og lagst gegn því að gengið verði í átt til þess fyrirkomulags sem ríkir í þessum löndum – jafnvel fullyrt að undanþágur fyrir landbúnað stríði gegn EES-samningnum. Eftir rökstudda gagnrýni hafa samkeppnisyfirvöld dregið í land hvað þessar fullyrðingar varðar enda stóðust þær ekki skoðun þegar bent hafði verið á víðtækar undanþágur í Noregi og ESB frá samkeppnislögum fyrir framleiðendur landbúnaðarvara. Oft var þörf en nú er nauðsyn Í stað þess að framkvæmdastjórinn varpi fram jafn vanhugsuðum tillögum sem eru án fordæma væri nær að líta til aðgerða þeirra landa sem við berum okkur iðulega saman við – auka almennan stuðning við landbúnaðarframleiðslu og samþykkja undanþágur fyrir bændur og fyrirtæki þeirra frá samkeppnislögum. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Matvælaframleiðsla Landbúnaður Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þann 14. júní sl. var tilkynnt um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna erfiðrar stöðu íslensks landbúnaðar. Mun ríkisvaldið ráðstafa 2,5 milljörðum til að mæta alvarlegri stöðu í landbúnaði. Rétt er að geta þess að þessi fjárhæð er einungis þriðjungur þess tjóns sem landbúnaður verður fyrir vegna árásarstríðs Rússlands gagnvart Úkraínu. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda lét enn og aftur gamminn geisa í viðtali við Ríkisútvarpið að morgni 15. júní sl. Er nauðsynlegt að svara þeim fullyrðingum sem þar komu fram og verður það gert í þessu greinarkorni. Hvað sagði framkvæmdastjórinn? Í viðtali RUV við framkvæmdastjórann kvartaði hann enn og aftur yfir tollum á innfluttar búvörur og finnur til ný rök. Meðal annars var eftirfarandi haft eftir honum: „Það er óhætt að segja að samkeppnisstaða innfluttu vörunnar hefur skaðast mikið nú þegar einfaldlega vegna hækkana á aðföngum. Við höfum sagt að það væri skynsamleg leið að lækka tollana á innflutningnum, að minnsta kosti á tilteknum vörum sem nemur þessum verðhækkunum þannig að samkeppnisstaða innfluttu varanna sé þá eins og hún var áður en þessi gríðarlega verðhækkanabylgja gekk yfir. En mér sýnist að það sé lítill pólitískur vilji til að fara þá leið.“ Innan raða Félags atvinnurekenda eru m.a. stærstu innflytjendur búvara, þar með talið á þeim tollkvótum sem boðnir eru út. Það kemur spánskt fyrir sjónir að þessi fyrirtæki eru nýbúin að bjóða hærra verð í alla tollkvóta sem í boði voru frá ESB fyrir tímabilið maí til ágúst 2022 en þau gerðu þegar útboð fór fram fyrir næsta fjögurra mánaða tímabil á undan, janúar til apríl 2022? Munurinn er frá því að vera 1,3% þar sem hann er minnstur upp í 16,7% þar sem hann er mestur. Ef innfluttar vörur hafa hækkað í verði undanfarið hefði þessu einmitt átt að vera öfugt farið. Verð fyrir tollkvóta fyrir vörur frá ESB fyrstu átta mánuði ársins 2022, kr/kg Af hverju fylgjum við ekki fordæmi nágrannaþjóða? Um nýlega boðaðar aðgerðir til stuðnings landbúnaði að öðru leyti er haft eftir framkvæmdastjóranum í fréttinni: „Beinir styrkir á borð við það tveggja og hálfs milljarðs króna framlag sem koma á til móts við slæma stöðu landbúnaðar eru skynsamlegri ráðstöfun en hömlur að mati formanns Félags atvinnurekenda. Hann kallar eftir því að tollar verði lækkaðir á innfluttar landbúnaðarafurðir.“ Er það trúverðugt að á sama tíma og talin er ástæða til að leggja til 2,5 milljarða útgjöld úr ríkissjóði til að grípa inn í hálfgert neyðarástand í landbúnaði, að taka undir tillögur framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um að enn verði hert að innlendum framleiðendum og kjör þeirra skert með frekari verðlækkunum. Hvorki innan ESB né sé litið til Noregs hefur nokkurt ríki gripið til slíkra ráðstafana gagnvart landbúnaði Þess í stað hefur verið gripið til víðtækra aðgerða til stuðnings landbúnaði eins og m.a. kemur fram í skýrslu spretthópsins matvælaráðherra frá 14. júní sl. og aðgerðir ríkistjórnarinnar byggja á. Um heimildir fyrir fyrirtæki í kjötiðnaði til að starfa saman Ein tillaga spretthóps matvælaráðherra er að samþykkja tímabundnar heimildir þannig að fyrirtæki í kjötiðnaði geti aukið samstarf sín í milli um sameiningu eininga, samninga um verkaskiptingu o.s.frv. Í viðtalinu heldur framkvæmdastjórinn því fram að nú þegar séu til staðar nægar heimildir fyrir fyrirtæki í kjötiðnaði til að starfa saman að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þá segist hann hafa efasemdir um tillögur hópsins um tímabundnar heimildir kjötframleiðenda til samstarfs. Í skýrslu sem Lagastofnun Háskóla Íslands vann fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og birt var í desember 2020 kom fram að lagasetning gagnvart landbúnaði hér á landi gengur skemur en t.d. í Noregi og ESB þegar kemur að heimildum framleiðenda til að skipuleggja samstarf um afurðasölumál. Yfirvöld samkeppnismála hér á landi hafa fram til þessa haldið hinu gagnstæða fram og lagst gegn því að gengið verði í átt til þess fyrirkomulags sem ríkir í þessum löndum – jafnvel fullyrt að undanþágur fyrir landbúnað stríði gegn EES-samningnum. Eftir rökstudda gagnrýni hafa samkeppnisyfirvöld dregið í land hvað þessar fullyrðingar varðar enda stóðust þær ekki skoðun þegar bent hafði verið á víðtækar undanþágur í Noregi og ESB frá samkeppnislögum fyrir framleiðendur landbúnaðarvara. Oft var þörf en nú er nauðsyn Í stað þess að framkvæmdastjórinn varpi fram jafn vanhugsuðum tillögum sem eru án fordæma væri nær að líta til aðgerða þeirra landa sem við berum okkur iðulega saman við – auka almennan stuðning við landbúnaðarframleiðslu og samþykkja undanþágur fyrir bændur og fyrirtæki þeirra frá samkeppnislögum. Höfundur er verkefnisstjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar