Vilja henda bragðbanni út úr baggfrumvarpi Willums Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2022 16:17 Í frumvarpi sem Willum lagði fram er ákvæði sem bannar innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum með bragðefnum. Samsett Meirihluti velferðarnefndar Alþingis hefur lagt til að ákvæði í frumvarpi heilbrigðisráðherra um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott. Fyrr á þessu ári lagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Meðal þess sem finna mátti í frumvarpinu var ákvæði sem bannaði innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur sem innihalda bragðefni „sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð.“ Þá var í ákvæðinu að finna heimild fyrir ráðherra til að setja reglugerð til að útfæra bannið nánar. Í nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar kemur fram að nefndin hafi fengið á sinn fund fjölda sérfræðinga við meðferð frumvarpsins. Þá hafi nefndinni borist fjöldi umsagna um málið. Í nokkrum þeirra hafi ákvæðið, sem nefnt er „bragðbann“ í áliti meirihlutans, verið gagnrýnt. Í álitinu er þá tæpt á því að rannsóknir á bragðefnum í nikótínvörum séu af skornum skammti. Í umsögnum og umfjöllun nefndarinnar hafi komið fram skiptar skoðanir um bann við notkun bragðefna í nikótínvörum, en eins séu uppi ólík sjónarmið innan nefndarinnar um bragðbannið. Málið var ekki aðeins gagnrýnt á fundum nefndarinnar, en netverjar brugðust margir ókvæða við fréttunum af fyrirhugðu banni. „Þrátt fyrir að bann við notkun bragðefna kunni að skila árangri til að draga úr neyslu barna og ungmenna á níkótínvörum er það niðurstaða meirihlutans að frekari vinnu þurfi við að greina áhrif slíkra aðgerða og mögulegar leiðir við að framfylgja slíku banni. Að mati meirihlutans er því ljóst að meiri tíma þarf til að útfæra slíkt bann og skjóta undir það traustari stoðum. Bannið sé með öðrum orðum ekki nægilega vel undirbyggt eins og það er sett fram í þessu frumvarpi. Meirihlutinn hvetur til þess að heilbrigðisráðuneytið og eftirlitsaðilar haldi áfram að fylgjast með alþjóðlegum rannsóknum og stefnumótun varðandi áhrif bragðefna á neyslu nikótíns og leiðum til að draga úr því,“ segir í álitinu. Því lagði meirihluti nefndarinnar til að ákvæðið sem kveður á um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott úr frumvarpinu. Ákvæði um skóla þurfi að vera skýrara Auk þess að leggja til að bragðbannið yrði tekið út gerði meirihluti nefndarinnar eina aðra breytingatillögu. Sú snýr að orðalagi greinar í frumvarpinu um bann við notkun nikótínvara í „leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í öðrum húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna.“ Taldi nefndin að orðalag greinarinnar kynni að valda misskilningi og túlka mætti bannið þannig að það nái til allra menntastofnana, óháð aldri þeirra sem stunda þar nám, ef miðað væri við orðalagið „öðrum menntastofnunum.“ Taldi meirihlutinn því að betur færi á ef greinin yrði orðuð með þeim hætti að ótvírætt væri að ákvæðið tæki til staða þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun eða skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, jafnt innan dyra sem utan, en ekki þar sem fullorðið fólk stundar nám. Hér má lesa álit meirihlutans um frumvarpið í heild sinni. Rafrettur Alþingi Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Fyrr á þessu ári lagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Meðal þess sem finna mátti í frumvarpinu var ákvæði sem bannaði innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur sem innihalda bragðefni „sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð.“ Þá var í ákvæðinu að finna heimild fyrir ráðherra til að setja reglugerð til að útfæra bannið nánar. Í nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar kemur fram að nefndin hafi fengið á sinn fund fjölda sérfræðinga við meðferð frumvarpsins. Þá hafi nefndinni borist fjöldi umsagna um málið. Í nokkrum þeirra hafi ákvæðið, sem nefnt er „bragðbann“ í áliti meirihlutans, verið gagnrýnt. Í álitinu er þá tæpt á því að rannsóknir á bragðefnum í nikótínvörum séu af skornum skammti. Í umsögnum og umfjöllun nefndarinnar hafi komið fram skiptar skoðanir um bann við notkun bragðefna í nikótínvörum, en eins séu uppi ólík sjónarmið innan nefndarinnar um bragðbannið. Málið var ekki aðeins gagnrýnt á fundum nefndarinnar, en netverjar brugðust margir ókvæða við fréttunum af fyrirhugðu banni. „Þrátt fyrir að bann við notkun bragðefna kunni að skila árangri til að draga úr neyslu barna og ungmenna á níkótínvörum er það niðurstaða meirihlutans að frekari vinnu þurfi við að greina áhrif slíkra aðgerða og mögulegar leiðir við að framfylgja slíku banni. Að mati meirihlutans er því ljóst að meiri tíma þarf til að útfæra slíkt bann og skjóta undir það traustari stoðum. Bannið sé með öðrum orðum ekki nægilega vel undirbyggt eins og það er sett fram í þessu frumvarpi. Meirihlutinn hvetur til þess að heilbrigðisráðuneytið og eftirlitsaðilar haldi áfram að fylgjast með alþjóðlegum rannsóknum og stefnumótun varðandi áhrif bragðefna á neyslu nikótíns og leiðum til að draga úr því,“ segir í álitinu. Því lagði meirihluti nefndarinnar til að ákvæðið sem kveður á um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott úr frumvarpinu. Ákvæði um skóla þurfi að vera skýrara Auk þess að leggja til að bragðbannið yrði tekið út gerði meirihluti nefndarinnar eina aðra breytingatillögu. Sú snýr að orðalagi greinar í frumvarpinu um bann við notkun nikótínvara í „leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í öðrum húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna.“ Taldi nefndin að orðalag greinarinnar kynni að valda misskilningi og túlka mætti bannið þannig að það nái til allra menntastofnana, óháð aldri þeirra sem stunda þar nám, ef miðað væri við orðalagið „öðrum menntastofnunum.“ Taldi meirihlutinn því að betur færi á ef greinin yrði orðuð með þeim hætti að ótvírætt væri að ákvæðið tæki til staða þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun eða skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, jafnt innan dyra sem utan, en ekki þar sem fullorðið fólk stundar nám. Hér má lesa álit meirihlutans um frumvarpið í heild sinni.
Rafrettur Alþingi Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent