Vilja henda bragðbanni út úr baggfrumvarpi Willums Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2022 16:17 Í frumvarpi sem Willum lagði fram er ákvæði sem bannar innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum með bragðefnum. Samsett Meirihluti velferðarnefndar Alþingis hefur lagt til að ákvæði í frumvarpi heilbrigðisráðherra um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott. Fyrr á þessu ári lagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Meðal þess sem finna mátti í frumvarpinu var ákvæði sem bannaði innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur sem innihalda bragðefni „sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð.“ Þá var í ákvæðinu að finna heimild fyrir ráðherra til að setja reglugerð til að útfæra bannið nánar. Í nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar kemur fram að nefndin hafi fengið á sinn fund fjölda sérfræðinga við meðferð frumvarpsins. Þá hafi nefndinni borist fjöldi umsagna um málið. Í nokkrum þeirra hafi ákvæðið, sem nefnt er „bragðbann“ í áliti meirihlutans, verið gagnrýnt. Í álitinu er þá tæpt á því að rannsóknir á bragðefnum í nikótínvörum séu af skornum skammti. Í umsögnum og umfjöllun nefndarinnar hafi komið fram skiptar skoðanir um bann við notkun bragðefna í nikótínvörum, en eins séu uppi ólík sjónarmið innan nefndarinnar um bragðbannið. Málið var ekki aðeins gagnrýnt á fundum nefndarinnar, en netverjar brugðust margir ókvæða við fréttunum af fyrirhugðu banni. „Þrátt fyrir að bann við notkun bragðefna kunni að skila árangri til að draga úr neyslu barna og ungmenna á níkótínvörum er það niðurstaða meirihlutans að frekari vinnu þurfi við að greina áhrif slíkra aðgerða og mögulegar leiðir við að framfylgja slíku banni. Að mati meirihlutans er því ljóst að meiri tíma þarf til að útfæra slíkt bann og skjóta undir það traustari stoðum. Bannið sé með öðrum orðum ekki nægilega vel undirbyggt eins og það er sett fram í þessu frumvarpi. Meirihlutinn hvetur til þess að heilbrigðisráðuneytið og eftirlitsaðilar haldi áfram að fylgjast með alþjóðlegum rannsóknum og stefnumótun varðandi áhrif bragðefna á neyslu nikótíns og leiðum til að draga úr því,“ segir í álitinu. Því lagði meirihluti nefndarinnar til að ákvæðið sem kveður á um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott úr frumvarpinu. Ákvæði um skóla þurfi að vera skýrara Auk þess að leggja til að bragðbannið yrði tekið út gerði meirihluti nefndarinnar eina aðra breytingatillögu. Sú snýr að orðalagi greinar í frumvarpinu um bann við notkun nikótínvara í „leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í öðrum húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna.“ Taldi nefndin að orðalag greinarinnar kynni að valda misskilningi og túlka mætti bannið þannig að það nái til allra menntastofnana, óháð aldri þeirra sem stunda þar nám, ef miðað væri við orðalagið „öðrum menntastofnunum.“ Taldi meirihlutinn því að betur færi á ef greinin yrði orðuð með þeim hætti að ótvírætt væri að ákvæðið tæki til staða þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun eða skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, jafnt innan dyra sem utan, en ekki þar sem fullorðið fólk stundar nám. Hér má lesa álit meirihlutans um frumvarpið í heild sinni. Rafrettur Alþingi Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Fyrr á þessu ári lagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Meðal þess sem finna mátti í frumvarpinu var ákvæði sem bannaði innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur sem innihalda bragðefni „sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð.“ Þá var í ákvæðinu að finna heimild fyrir ráðherra til að setja reglugerð til að útfæra bannið nánar. Í nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar kemur fram að nefndin hafi fengið á sinn fund fjölda sérfræðinga við meðferð frumvarpsins. Þá hafi nefndinni borist fjöldi umsagna um málið. Í nokkrum þeirra hafi ákvæðið, sem nefnt er „bragðbann“ í áliti meirihlutans, verið gagnrýnt. Í álitinu er þá tæpt á því að rannsóknir á bragðefnum í nikótínvörum séu af skornum skammti. Í umsögnum og umfjöllun nefndarinnar hafi komið fram skiptar skoðanir um bann við notkun bragðefna í nikótínvörum, en eins séu uppi ólík sjónarmið innan nefndarinnar um bragðbannið. Málið var ekki aðeins gagnrýnt á fundum nefndarinnar, en netverjar brugðust margir ókvæða við fréttunum af fyrirhugðu banni. „Þrátt fyrir að bann við notkun bragðefna kunni að skila árangri til að draga úr neyslu barna og ungmenna á níkótínvörum er það niðurstaða meirihlutans að frekari vinnu þurfi við að greina áhrif slíkra aðgerða og mögulegar leiðir við að framfylgja slíku banni. Að mati meirihlutans er því ljóst að meiri tíma þarf til að útfæra slíkt bann og skjóta undir það traustari stoðum. Bannið sé með öðrum orðum ekki nægilega vel undirbyggt eins og það er sett fram í þessu frumvarpi. Meirihlutinn hvetur til þess að heilbrigðisráðuneytið og eftirlitsaðilar haldi áfram að fylgjast með alþjóðlegum rannsóknum og stefnumótun varðandi áhrif bragðefna á neyslu nikótíns og leiðum til að draga úr því,“ segir í álitinu. Því lagði meirihluti nefndarinnar til að ákvæðið sem kveður á um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott úr frumvarpinu. Ákvæði um skóla þurfi að vera skýrara Auk þess að leggja til að bragðbannið yrði tekið út gerði meirihluti nefndarinnar eina aðra breytingatillögu. Sú snýr að orðalagi greinar í frumvarpinu um bann við notkun nikótínvara í „leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í öðrum húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna.“ Taldi nefndin að orðalag greinarinnar kynni að valda misskilningi og túlka mætti bannið þannig að það nái til allra menntastofnana, óháð aldri þeirra sem stunda þar nám, ef miðað væri við orðalagið „öðrum menntastofnunum.“ Taldi meirihlutinn því að betur færi á ef greinin yrði orðuð með þeim hætti að ótvírætt væri að ákvæðið tæki til staða þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun eða skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, jafnt innan dyra sem utan, en ekki þar sem fullorðið fólk stundar nám. Hér má lesa álit meirihlutans um frumvarpið í heild sinni.
Rafrettur Alþingi Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37