Ungt fólk er ekki vandamálið, braskarar eru meinið Gunnar Smári Egilsson skrifar 16. júní 2022 07:00 Seðlabanki Íslands lækkaði í gær veðsetningarhlutfall á fyrstu kaupendur á fasteignamarkaði úr 90% í 85%. Það merkir að ungt fólk sem vill kaupa 60 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, sem kostar í dag að meðaltali um 39 m.kr., þarf að leggja fram 5.850 þús. kr. sem eigið fé til kaupanna. Fyrir ári kostaði sama íbúð um 32,5 m.kr. og þá dugði unga fólkinu að leggja fram 3.250 þús. kr. Til að komast í eigið húsnæði þarf unga fólkið því að leggja fram 2,6 m.kr. meira í útborgun í dag en í fyrra, mest vegna breyttra reglna Seðlabankans en einnig vegna verðhækkana. Ungu fólki hent fyrir úlfana Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir ungt fólk. Færri komast nú af hinum andstyggilega leigumarkaði þar sem stjórnvöld leyfa bröskurum og okrurum að mergsjúga leigjendur. Ef þú kaupir 39 m.kr. íbúð með 90% verðtryggðu láni með 2,8% vöxtum, eins og Lífeyrissjóður verslunarmanna býður upp á í dag, þarftu að greiða af láninu tæplega 122 þús. kr. á mánuði. Með fasteignagjöldum verður kostnaðurinn tæplega 128 þús. kr. Það er engin leið að þú getir leigt 60 ferm. íbúð á því verði í dag. Meðalverð þinglýstra samninga er um 188 þús. kr. Félagslegar leiguíbúðir, stúdentaíbúðir og íbúðir Bjargs halda niðri meðalverði þinglýstra samningar. Verðið á svona íbúð á almennum markaði er líklega um 230 þús. kr. í dag. Unga fólkið sem ekki á þessar auka 2,6 m.kr. er því dæmt til að greiða mánaðarlega 110 þús. kr. hærri húsnæðiskostnað en ef það fengi að kaupa íbúð. Það er því ólíklegra að unga fólkinu takist að safna upp í útborgun. Besta leiðin til að ná því væri að losna af leigumarkaði. Svona er þetta nú allt öfugsnúið í ríki Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra, Bjarna Benediktssonar efnahagsmálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar húsnæðismálaráðherra. Til að vinna á verðbólgu og eignabólu vilja þessir herramenn að unga fólkið borgi 110 þúsund krónum meira í húsnæðiskostnað. Hversu galið er það? Fölsk væntumþykja Réttlætingin fyrir aðgerðinni er sú, að Seðlabankinn sé að vernda unga fólkið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum. Braskarar hafa spennt upp fasteignaverð og það er ekki ólíklegt að það dunki á næstunni. Þá getur ungt fólk með þunnt eigið fé, aðeins 10% mörg fyrstu ár kaupanna, lent í vandræðum. Jafnvel misst íbúðina. En það mætti setja lög til að vernda fólk sem er að kaupa sér húsnæði, banna lánardrottnum að taka íbúðir af fólki í tímabundnum fjárhagserfiðleikum eða sem lent hefur í tímabundinni verðlækkun húsnæðis. Það eru miklu mildari leiðir en að senda fólkið út á óregluvæddan leigumarkað þar sem það þarf að borga aukalegar 110 þús. kr. á mánuði, 1,3 m.kr. á ári. 6,6 m.kr. á fimm ára fresti í óþarfan húsnæðiskostnað. Önnur aðgerð væri náttúrlega að regluvæða leigumarkaðinn og stöðva okrið þar, eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. En Ásgeir, Bjarni og Siguður Ingi hafa engin slík áform uppi. Braskið er meinið, ekki unga fólkið Besta leiðin til að slá á hækkun húsnæðisverðs er að ráðast að meininu sjálfu, sem er braskvæðing markaðarins. Undanfarin ár hafa æ fleiri íbúðir farið til fólks og fyrirtækja sem eiga fleiri en eina íbúð, ekki til hefðbundinni kaupenda sem eru að kaupa heimili fyrir fjölskyldu sína. Það er þessi ásókn braskara inn á markaðinn sem hefur spennt upp verðið. Þar sem þeir ætla að setja íbúðirnar út á óregluvæddan leigumarkað geta braskararnir borgað mun hærra verð en venjulegir kaupendur. Braskararnir ætla sér ekki að borga þessar íbúðir sjálfir heldur láta leigjendur borga þær fyrir sig. Skaðinn af þessu er tvöfaldur. Fyrst hækkar fasteignaverð svo færri komast inn á séreignamarkað. Svo hækka braskararnir leiguna svo þau sem eru föst á leigumarkaði eru ólíklegri til að geta safnað fyrir útborgun í æ dýrari íbúðir. Þetta ástand hefur ríkt lengi og ráðafólki er vel ljós skaðinn sem þetta veldur. Það kýs að gera ekkert og styðja þessa þróun. Nú síðast með því að hindra unga fólkið til að kaupa íbúðir svo braskararnir geti keypt fleiri. Lausnin er einföld Það er sáraeinfalt að draga úr áhrifum af bröskurum. Halda mætti veðhlutfalli fyrstu kaupenda óbreyttu í 90% og 85% hjá fólki sem á íbúð en ætlar sér að endurnýja. Veðhlutfall hjá þeim sem eiga íbúð og vilja kaupa aðra íbúð mætti hins vegar lækka í 50% og í 25% hjá þeim sem ætla að kaup sér þriðju íbúðina. Og fyrir fólk og fyrirtæki sem á þegar þrjár íbúðir mætti veðhlutfallið vera 0%, þau yrði að staðgreiða íbúðirnar. Þetta myndi slá hratt á markaðinn. Þegar hann hefur lækkað má rýmka þessar reglur aftur, ef vill. Í dag getur braskari sem á 100 m.kr. keypt 17 íbúðir eins og ég tók dæmi af áðan, 60 fm. meðal-íbúð í höfuðborgarsvæðinu. Með nýju kerfi gæti hann bara keypt þrjár og hálfa og allar hinar íbúðirnar stæðu til boða fyrir fyrstu kaupendum og þau sem vilja flytja. Ef það er einhver hópur sem gerir ógagn á húsnæðismarkaði þá eru það braskarar og okrarar, þeir eru fyrir og þeir valda skaða. Það er hins vegar enginn skaði af því að hefta umsvif þeirra. Þeir gera ekkert gott. Þessi aðgerð myndi slá mun fyrr á markaðinn og hafa jákvæðari áhrif en að hrekja ungt fólk frá eignakaupum og út á leigumarkaðinn. En þeim Ásgeiri, Bjarna og Sigurði Inga finnst vænna um braskara en ungt fólk og þess vegna dettur þeim ekki í hug svona aðgerð. Þannig er það bara. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Seðlabanki Íslands lækkaði í gær veðsetningarhlutfall á fyrstu kaupendur á fasteignamarkaði úr 90% í 85%. Það merkir að ungt fólk sem vill kaupa 60 fermetra íbúð á höfuðborgarsvæðinu, sem kostar í dag að meðaltali um 39 m.kr., þarf að leggja fram 5.850 þús. kr. sem eigið fé til kaupanna. Fyrir ári kostaði sama íbúð um 32,5 m.kr. og þá dugði unga fólkinu að leggja fram 3.250 þús. kr. Til að komast í eigið húsnæði þarf unga fólkið því að leggja fram 2,6 m.kr. meira í útborgun í dag en í fyrra, mest vegna breyttra reglna Seðlabankans en einnig vegna verðhækkana. Ungu fólki hent fyrir úlfana Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir ungt fólk. Færri komast nú af hinum andstyggilega leigumarkaði þar sem stjórnvöld leyfa bröskurum og okrurum að mergsjúga leigjendur. Ef þú kaupir 39 m.kr. íbúð með 90% verðtryggðu láni með 2,8% vöxtum, eins og Lífeyrissjóður verslunarmanna býður upp á í dag, þarftu að greiða af láninu tæplega 122 þús. kr. á mánuði. Með fasteignagjöldum verður kostnaðurinn tæplega 128 þús. kr. Það er engin leið að þú getir leigt 60 ferm. íbúð á því verði í dag. Meðalverð þinglýstra samninga er um 188 þús. kr. Félagslegar leiguíbúðir, stúdentaíbúðir og íbúðir Bjargs halda niðri meðalverði þinglýstra samningar. Verðið á svona íbúð á almennum markaði er líklega um 230 þús. kr. í dag. Unga fólkið sem ekki á þessar auka 2,6 m.kr. er því dæmt til að greiða mánaðarlega 110 þús. kr. hærri húsnæðiskostnað en ef það fengi að kaupa íbúð. Það er því ólíklegra að unga fólkinu takist að safna upp í útborgun. Besta leiðin til að ná því væri að losna af leigumarkaði. Svona er þetta nú allt öfugsnúið í ríki Ásgeirs Jónssonar Seðlabankastjóra, Bjarna Benediktssonar efnahagsmálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar húsnæðismálaráðherra. Til að vinna á verðbólgu og eignabólu vilja þessir herramenn að unga fólkið borgi 110 þúsund krónum meira í húsnæðiskostnað. Hversu galið er það? Fölsk væntumþykja Réttlætingin fyrir aðgerðinni er sú, að Seðlabankinn sé að vernda unga fólkið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum. Braskarar hafa spennt upp fasteignaverð og það er ekki ólíklegt að það dunki á næstunni. Þá getur ungt fólk með þunnt eigið fé, aðeins 10% mörg fyrstu ár kaupanna, lent í vandræðum. Jafnvel misst íbúðina. En það mætti setja lög til að vernda fólk sem er að kaupa sér húsnæði, banna lánardrottnum að taka íbúðir af fólki í tímabundnum fjárhagserfiðleikum eða sem lent hefur í tímabundinni verðlækkun húsnæðis. Það eru miklu mildari leiðir en að senda fólkið út á óregluvæddan leigumarkað þar sem það þarf að borga aukalegar 110 þús. kr. á mánuði, 1,3 m.kr. á ári. 6,6 m.kr. á fimm ára fresti í óþarfan húsnæðiskostnað. Önnur aðgerð væri náttúrlega að regluvæða leigumarkaðinn og stöðva okrið þar, eins og gert hefur verið í nágrannalöndum okkar. En Ásgeir, Bjarni og Siguður Ingi hafa engin slík áform uppi. Braskið er meinið, ekki unga fólkið Besta leiðin til að slá á hækkun húsnæðisverðs er að ráðast að meininu sjálfu, sem er braskvæðing markaðarins. Undanfarin ár hafa æ fleiri íbúðir farið til fólks og fyrirtækja sem eiga fleiri en eina íbúð, ekki til hefðbundinni kaupenda sem eru að kaupa heimili fyrir fjölskyldu sína. Það er þessi ásókn braskara inn á markaðinn sem hefur spennt upp verðið. Þar sem þeir ætla að setja íbúðirnar út á óregluvæddan leigumarkað geta braskararnir borgað mun hærra verð en venjulegir kaupendur. Braskararnir ætla sér ekki að borga þessar íbúðir sjálfir heldur láta leigjendur borga þær fyrir sig. Skaðinn af þessu er tvöfaldur. Fyrst hækkar fasteignaverð svo færri komast inn á séreignamarkað. Svo hækka braskararnir leiguna svo þau sem eru föst á leigumarkaði eru ólíklegri til að geta safnað fyrir útborgun í æ dýrari íbúðir. Þetta ástand hefur ríkt lengi og ráðafólki er vel ljós skaðinn sem þetta veldur. Það kýs að gera ekkert og styðja þessa þróun. Nú síðast með því að hindra unga fólkið til að kaupa íbúðir svo braskararnir geti keypt fleiri. Lausnin er einföld Það er sáraeinfalt að draga úr áhrifum af bröskurum. Halda mætti veðhlutfalli fyrstu kaupenda óbreyttu í 90% og 85% hjá fólki sem á íbúð en ætlar sér að endurnýja. Veðhlutfall hjá þeim sem eiga íbúð og vilja kaupa aðra íbúð mætti hins vegar lækka í 50% og í 25% hjá þeim sem ætla að kaup sér þriðju íbúðina. Og fyrir fólk og fyrirtæki sem á þegar þrjár íbúðir mætti veðhlutfallið vera 0%, þau yrði að staðgreiða íbúðirnar. Þetta myndi slá hratt á markaðinn. Þegar hann hefur lækkað má rýmka þessar reglur aftur, ef vill. Í dag getur braskari sem á 100 m.kr. keypt 17 íbúðir eins og ég tók dæmi af áðan, 60 fm. meðal-íbúð í höfuðborgarsvæðinu. Með nýju kerfi gæti hann bara keypt þrjár og hálfa og allar hinar íbúðirnar stæðu til boða fyrir fyrstu kaupendum og þau sem vilja flytja. Ef það er einhver hópur sem gerir ógagn á húsnæðismarkaði þá eru það braskarar og okrarar, þeir eru fyrir og þeir valda skaða. Það er hins vegar enginn skaði af því að hefta umsvif þeirra. Þeir gera ekkert gott. Þessi aðgerð myndi slá mun fyrr á markaðinn og hafa jákvæðari áhrif en að hrekja ungt fólk frá eignakaupum og út á leigumarkaðinn. En þeim Ásgeiri, Bjarna og Sigurði Inga finnst vænna um braskara en ungt fólk og þess vegna dettur þeim ekki í hug svona aðgerð. Þannig er það bara. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar