Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og erlendar konur á Íslandi Margrét Steinarsdóttir skrifar 16. júní 2022 11:02 Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skuggaskýrslunni kemur meðal annars fram að á árinu 2018 birtist yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna á Íslandi þar sem voru frásagnir af ofbeldi, áreitni og misrétti. Þar var sagt frá fordómum, mismunun, kerfisbundinni niðurlægingu, einangrun, stjórnun og grófu ofbeldi og misnotkun. Fannst konunum þær vera einangraðar og yfirgefnar. Fóru þær fram á að vera hafðar með í ráðum við gerð og framkvæmd áætlana gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun, og hvers kyns áreitni og misnotkun. Töldu þær áætlanirnar eiga að innihalda sértækar aðgerðir til að bæta stöðu innflytjendakvenna. Í skuggaskýrslunni er einnig bent á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Vísað er til skýrslu félagsmálaráðuneytisins frá 2019 sem sýnir að innflytjendakonum er oft ekki kunnugt um úrræði sem þeim standa til boða, til dæmis ef þær hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þar kemur einnig fram að tölulegar upplýsingar frá lögreglunni og aðilum sem koma að vinnu með þolendum ofbeldis sýna hærra hlutfall meðal kvenna af erlendum uppruna og að staða þeirra sé oft viðkvæm vegna skorts á tengslaneti. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að draga fram og lýsa duldum valdaaðstæðum sem endurframleiða ákveðin gildi og norm sem stuðlað geta að kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og innan veggja heimilisins. Þá bendir skuggaskýrslan á að æ fleiri konur af erlendum uppruna leita til Kvennaathvarfins eftir hjálp og þær sem koma í dvöl dvelja þar lengur en innlendar konur. Á árinu 2020 voru 64% þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna en voru 32% á árinu 2014. Þennnan mismun má meðal annars rekja til skorts á tengslaneti og fjölskyldu hér á landi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi mansal gegn konum á íslenskum vinnumarkaði og kynlífsiðnaði. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá 2019 um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi, kemur fram að frá árinu 2015 og fram í mars 2019, hafi lögreglan rannsakað 35 mál tengd mansali á vinnumarkaði og að hugsanleg fórnarlömb mansals tengd málunum hafi verið 48, en tölurnar voru ekki kyngreindar. Viðbragðsteymi Bjarkarhlíðar vegna mansals, sem starfar á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið, sendi frá sér skýrslu sumarið 2021 vegna fyrsta starfsárs síns. Þar kom fram að 15 mál hafi komið inn á borð teymisins, 9 vegna vinnumansals (1 bæði vegna vinnumansals og mansals í kynlífsiðnaði), 4 vegna mansals í kynlífsiðnaði og 2 vegna smygls á fólki. Voru 9 þeirra einstaklinga sem komu við sögu konur og 6 karlar. Í ljósi þess er að framan er rakið lögðu höfundar skuggaskýrslunnar til að stjórnvöld hlutist til um rannsóknir á ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi og stöðu þeirra og öryggis á vinnumarkaði. Enn fremur voru stjórnvöld hvött til að bæta aðgengi innflytjendakvenna að upplýsingum um réttindi þeirra og hvar megi leita aðstoðar. Þá var einnig lagt til að stjórnvöld tryggi að allar aðgerðaáætlanir gegn heimilis- og kynferðisofbeldi í framtíðinni, taki mið af viðkvæmri stöðu og innflytjendakvenna og fjárhagslegan stuðning til kvennathvarfa og annarra aðila sem aðstoða þær, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Loks voru stjórnvöld hvött til að gera rannsóknir á stöðu innflytjendakvenna á vinnumarkaði og umfangi mansals á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans. Í skuggaskýrslunni kemur meðal annars fram að á árinu 2018 birtist yfirlýsing kvenna af erlendum uppruna á Íslandi þar sem voru frásagnir af ofbeldi, áreitni og misrétti. Þar var sagt frá fordómum, mismunun, kerfisbundinni niðurlægingu, einangrun, stjórnun og grófu ofbeldi og misnotkun. Fannst konunum þær vera einangraðar og yfirgefnar. Fóru þær fram á að vera hafðar með í ráðum við gerð og framkvæmd áætlana gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun, og hvers kyns áreitni og misnotkun. Töldu þær áætlanirnar eiga að innihalda sértækar aðgerðir til að bæta stöðu innflytjendakvenna. Í skuggaskýrslunni er einnig bent á að fáar rannsóknir hafa verið gerðar til að varpa ljósi á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Vísað er til skýrslu félagsmálaráðuneytisins frá 2019 sem sýnir að innflytjendakonum er oft ekki kunnugt um úrræði sem þeim standa til boða, til dæmis ef þær hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. Þar kemur einnig fram að tölulegar upplýsingar frá lögreglunni og aðilum sem koma að vinnu með þolendum ofbeldis sýna hærra hlutfall meðal kvenna af erlendum uppruna og að staða þeirra sé oft viðkvæm vegna skorts á tengslaneti. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að draga fram og lýsa duldum valdaaðstæðum sem endurframleiða ákveðin gildi og norm sem stuðlað geta að kynbundnu ofbeldi á vinnustöðum og innan veggja heimilisins. Þá bendir skuggaskýrslan á að æ fleiri konur af erlendum uppruna leita til Kvennaathvarfins eftir hjálp og þær sem koma í dvöl dvelja þar lengur en innlendar konur. Á árinu 2020 voru 64% þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu af erlendum uppruna en voru 32% á árinu 2014. Þennnan mismun má meðal annars rekja til skorts á tengslaneti og fjölskyldu hér á landi. Engar rannsóknir hafa verið gerðar varðandi mansal gegn konum á íslenskum vinnumarkaði og kynlífsiðnaði. Í áhættumati ríkislögreglustjóra frá 2019 um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi, kemur fram að frá árinu 2015 og fram í mars 2019, hafi lögreglan rannsakað 35 mál tengd mansali á vinnumarkaði og að hugsanleg fórnarlömb mansals tengd málunum hafi verið 48, en tölurnar voru ekki kyngreindar. Viðbragðsteymi Bjarkarhlíðar vegna mansals, sem starfar á grundvelli samnings við félagsmálaráðuneytið, sendi frá sér skýrslu sumarið 2021 vegna fyrsta starfsárs síns. Þar kom fram að 15 mál hafi komið inn á borð teymisins, 9 vegna vinnumansals (1 bæði vegna vinnumansals og mansals í kynlífsiðnaði), 4 vegna mansals í kynlífsiðnaði og 2 vegna smygls á fólki. Voru 9 þeirra einstaklinga sem komu við sögu konur og 6 karlar. Í ljósi þess er að framan er rakið lögðu höfundar skuggaskýrslunnar til að stjórnvöld hlutist til um rannsóknir á ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi og stöðu þeirra og öryggis á vinnumarkaði. Enn fremur voru stjórnvöld hvött til að bæta aðgengi innflytjendakvenna að upplýsingum um réttindi þeirra og hvar megi leita aðstoðar. Þá var einnig lagt til að stjórnvöld tryggi að allar aðgerðaáætlanir gegn heimilis- og kynferðisofbeldi í framtíðinni, taki mið af viðkvæmri stöðu og innflytjendakvenna og fjárhagslegan stuðning til kvennathvarfa og annarra aðila sem aðstoða þær, jafnt á landsbyggðinni sem á höfuðborgarsvæðinu. Loks voru stjórnvöld hvött til að gera rannsóknir á stöðu innflytjendakvenna á vinnumarkaði og umfangi mansals á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun