Myndir: Öllavöllur vígður við hátíðlega athöfn í Reykjanesbæ í minningu Örlygs Sturlusonar Atli Arason skrifar 17. júní 2022 21:45 Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, klippir á borða til að opna Öllavöll. Með henni eru Elvar Sturluson, bróðir Ölla, og dætur Elvars, þær Jana María og Andrea Vigdís. Vísir/Atli Arason Öllavöllur var formlega vígður klukkan 18 í dag við Fjörheima í Reykjanesbæ. Völlurinn er hinn glæsilegasti með allri nýjustu tækni og ætlaður öllum sem vilja spila og æfa sig í körfubolta. Öllavöllur er byggður til að heiðra minningu Örlygs Arons Sturlusonar sem lést langt fyrir aldur fram í janúar árið 2000. Örlygur, eða Ölli eins og hann var oftast kallaður, var einhver efnilegasti körfuboltamaður sem sést hefur hér á landi en hann lést af slysförum aðeins rétt rúmlega 18 ára gamall. Það tók rúmt ár að byggja völlinn en það voru krakkar í félagsmiðstöðinni Fjörheimar sem sáu skipulagningu verkefnisins og að afla fjár til að gera Öllavöll að veruleika. Formaður unglingaráðs Fjörheima, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, og formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, Betsý Ásta Stefánsdóttir, kynna Öllavöll og undirbúning vallarins.Vísir/Atli Arason „Þetta er yndislegt, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ungmenni í Reykjanesbæ eru að heiðra minningu hans Ölla en þau hafa meðal annars haldið tónleika og gefið í minningarsjóð Ölla. Þessir krakkar eru ótrúlegir og ég veit að þessi völlur á eftir að gera það gott. Ölli æfði sjálfur mikið á svona völlum en hann var alltaf að æfa sig. Ef hann var ekki á æfingu hjá Njarðvík þá var hann á svona völlum. Þetta er að fara að gera mjög mikið fyrir krakkana að hafa gott svæði til að vera alltaf dripplandi og að æfa sig,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, í viðtali við Vísi eftir vígslu vallarins. Styrkir börn til íþróttaiðkunar Særún stofnaði minningarsjóð Ölla sem hefur það markmið að styrkja börn í íþróttum sem hafa ekki það fjárhagslegt bakland sem þarf til þess að stunda íþróttina. Eftir að búið var að víga Öllavöll var farið í hinn klassíska skotleik "Stinger"Vísir/Atli Arason „Sjóðurinn styrkir öll börn sem þurfa á því að halda. T.d. ferðastyrkir, æfingagjöld eða bara það sem þarf svo þau geta stundað sína íþrótt. Sjóðurinn styrkir öll börn allsstaðar á landinu í öllum íþróttum, sama hvað það er. Þegar það er eitthvað barn í íþrótt sem vantar bakland, þá er minningarsjóður Ölla þar,“ svaraði Særún aðspurð út í markmið minningarsjóðs Ölla. Öllavöllur mun halda uppi minningu Ölla um ókomna tíð ásamt því að vekja athygli á minningarsjóð Ölla. Særún er hrærð og stolt yfir þessu framtaki ungmenna í Reykjanesbæ. Ungir jafnt sem aldnir tóku þátt.Vísir/Atli Arason „Þetta skiptir öllu máli, þetta vekur líka athygli á sjóðnum en bara í þessari viku greiddi sjóðurinn 300 þúsund krónur í að styrkja börn af allskonar ástæðum. Með þessum leikvelli er minningin hans er heiðruð og haldið á lofti og þá vita líka fleiri af sjóðnum og geta leitað til hans. Sjóðurinn er bakland fyrir fullt af börnum,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Örlygs Sturlusonar og stofnandi minningarsjóðs Ölla. Hægt er að kynna sér minningarsjóð Ölla, styrkja sjóðinn eða sækja um styrk á heimasíðunni minningarsjodurolla.is. Páll Kristinsson, liðsfélagi Ölla á sínum tíma hjá Njarðvík, lét sig ekki vanta. Páll datt þó óvenju snemma út úr skotkeppninni.Vísir/Atli Arason Það var fjölmennt á Öllavelli.Vísir/Atli Arason Heimildarmynd Garðars Arnarsonar um Örlyg Sturluson Íslenski boltinn Reykjanesbær Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Örlygur, eða Ölli eins og hann var oftast kallaður, var einhver efnilegasti körfuboltamaður sem sést hefur hér á landi en hann lést af slysförum aðeins rétt rúmlega 18 ára gamall. Það tók rúmt ár að byggja völlinn en það voru krakkar í félagsmiðstöðinni Fjörheimar sem sáu skipulagningu verkefnisins og að afla fjár til að gera Öllavöll að veruleika. Formaður unglingaráðs Fjörheima, Margrét Norðfjörð Karlsdóttir, og formaður ungmennaráðs Reykjanesbæjar, Betsý Ásta Stefánsdóttir, kynna Öllavöll og undirbúning vallarins.Vísir/Atli Arason „Þetta er yndislegt, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ungmenni í Reykjanesbæ eru að heiðra minningu hans Ölla en þau hafa meðal annars haldið tónleika og gefið í minningarsjóð Ölla. Þessir krakkar eru ótrúlegir og ég veit að þessi völlur á eftir að gera það gott. Ölli æfði sjálfur mikið á svona völlum en hann var alltaf að æfa sig. Ef hann var ekki á æfingu hjá Njarðvík þá var hann á svona völlum. Þetta er að fara að gera mjög mikið fyrir krakkana að hafa gott svæði til að vera alltaf dripplandi og að æfa sig,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Ölla, í viðtali við Vísi eftir vígslu vallarins. Styrkir börn til íþróttaiðkunar Særún stofnaði minningarsjóð Ölla sem hefur það markmið að styrkja börn í íþróttum sem hafa ekki það fjárhagslegt bakland sem þarf til þess að stunda íþróttina. Eftir að búið var að víga Öllavöll var farið í hinn klassíska skotleik "Stinger"Vísir/Atli Arason „Sjóðurinn styrkir öll börn sem þurfa á því að halda. T.d. ferðastyrkir, æfingagjöld eða bara það sem þarf svo þau geta stundað sína íþrótt. Sjóðurinn styrkir öll börn allsstaðar á landinu í öllum íþróttum, sama hvað það er. Þegar það er eitthvað barn í íþrótt sem vantar bakland, þá er minningarsjóður Ölla þar,“ svaraði Særún aðspurð út í markmið minningarsjóðs Ölla. Öllavöllur mun halda uppi minningu Ölla um ókomna tíð ásamt því að vekja athygli á minningarsjóð Ölla. Særún er hrærð og stolt yfir þessu framtaki ungmenna í Reykjanesbæ. Ungir jafnt sem aldnir tóku þátt.Vísir/Atli Arason „Þetta skiptir öllu máli, þetta vekur líka athygli á sjóðnum en bara í þessari viku greiddi sjóðurinn 300 þúsund krónur í að styrkja börn af allskonar ástæðum. Með þessum leikvelli er minningin hans er heiðruð og haldið á lofti og þá vita líka fleiri af sjóðnum og geta leitað til hans. Sjóðurinn er bakland fyrir fullt af börnum,“ sagði Særún Lúðvíksdóttir, móðir Örlygs Sturlusonar og stofnandi minningarsjóðs Ölla. Hægt er að kynna sér minningarsjóð Ölla, styrkja sjóðinn eða sækja um styrk á heimasíðunni minningarsjodurolla.is. Páll Kristinsson, liðsfélagi Ölla á sínum tíma hjá Njarðvík, lét sig ekki vanta. Páll datt þó óvenju snemma út úr skotkeppninni.Vísir/Atli Arason Það var fjölmennt á Öllavelli.Vísir/Atli Arason Heimildarmynd Garðars Arnarsonar um Örlyg Sturluson
Íslenski boltinn Reykjanesbær Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Rúmenía | Taka á Rúmenum í Ólafssal Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti