Sport

Dagskráin í dag: Fjórir leikir í Bestu-deild kvenna

Hjörvar Ólafsson skrifar
Topplið Vals mætir Þrótti í dag. 
Topplið Vals mætir Þrótti í dag.  Vísir/Vilhelm

Kvennafótbolti verður í fyrirrúmi á sportrásum Stöðvar 2 Sport í dag. Þar á meðal verður sýnt frá fjórum leikjum í Bestu-deildinni. 

Stöð 2 Sport

Keflavík og KR leiða saman hesta í Bestu-deild kvenna í fótbolta og útsending frá leiknum hefst klukkan 13.50.

Stjarnan og ÍBV mætast svo klukkan 16.05.

Bestu mörkin fara síðan í loftið klukkan 20.00. 

Stöð 2 Sport 2

Lærimeyjar Elísabetur Gunnarsdóttur hjá Kristianstad hefja daginn þegar þær mæta Piteå í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta kvenna. 

Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir verða í eldlínunni þar. 

Stöð 2 Sport 4

Meijer LPGA Classic-mótið verður í beinni útsendingu frá 19.00.

Stöð 2 Besta-deildin

Leikur Selfoss og Aftureldingar í Bestu-deild kvenna í fótbolta hefst klukkan 13.55.

Fjórði leikur Real Madrid og Barca í úrslitum ACB-deildarinnar í körfubolta karla er á dagskrá klukkan 15.50. 

Stöð 2 Besta-deildin 2

Leikur Þróttar og Vals í Bestu-deild kvenna í fótbolta hefst klukkan 13.55.

Stöð 2 Golf

Útsending frá US Open hefst klukkan 15.00. 

Stöð 2 ESPORT

Upphitun fyrir BLAST Premier hefst klukkan 13.30. Showmatch hefst svo 14.30 og Vorúrsltin á mótinu klukkan 16.30. 

Sandkassinn er á dagskrá klukkan 21.00. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×