Tuttugu dagar í EM: „Dagný er seinust í 95 prósent tilvika“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júní 2022 14:01 Ingibjörg Sigurðardóttir á ferðinni í leik gegn Hollendingum. Getty Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er önnur í röðinni. Ingibjörg leikur með Vålerenga í Noregi og var valinn leikmaður ársins þar í landi er liðið vann norska meistaratitilinn árið 2020. Hún hóf feril sinn með Grindavík árið 2011 en gekk í raðir Breiðabliks árið eftir hvar hún spilaði til 2017. Eftir tvær leiktíðir með Djurgården í Svíþjóð lá leiðin til Noregs fyrir tímabilið 2020 hvar Ingibjörg hefur verið síðan. Hún varð þar bikarmeistari með Vålerenga 2020 og 2021 til auka við norska meistaratitilinn árið 2020. Ingibjörg spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2017, þá 19 ára gömul og hefur síðan spilað alls 44 landsleiki. Ingibjörg varð norskur meistari árið 2020. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2011, þá 13 ára, á móti Þrótti. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Alltof erfitt að velja einn, margir sem koma til greina! Lærði mjög mikið af Jack Majgaard Jensen sem þjálfaði mig í tvö ár hjá Vålerenga. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Er mikil Emmsjé Gauta fan fyrir leiki, annars er norska músíkin að koma sterk inn. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir! Ætli það séu ekki um 25 manns úr fjölskyldu minni að koma. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BA í sálfræði og svo er ég einkaþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Er að prófa Puma núna og líst mjög vel á, annars er ég Nike manneskja. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila mjög lítið tölvuleiki en Mario Cart er classic. Uppáhalds matur? Plokkfiskur, pizza og humar. Fyndnust í landsliðinu? Cessa fær þann titil. Gáfuðust í landsliðinu? Elín Metta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný er seinust í 95 prósent tilvika. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Tippa á Spán. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Fara í göngutúr og taka kaffi með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Miedema er góð. Átrúnaðargoð í æsku? Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Spilaði lengi vel körfubolta og á yngri landsleiki fyrir Ísland í körfunni. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Sjá meira
Ingibjörg leikur með Vålerenga í Noregi og var valinn leikmaður ársins þar í landi er liðið vann norska meistaratitilinn árið 2020. Hún hóf feril sinn með Grindavík árið 2011 en gekk í raðir Breiðabliks árið eftir hvar hún spilaði til 2017. Eftir tvær leiktíðir með Djurgården í Svíþjóð lá leiðin til Noregs fyrir tímabilið 2020 hvar Ingibjörg hefur verið síðan. Hún varð þar bikarmeistari með Vålerenga 2020 og 2021 til auka við norska meistaratitilinn árið 2020. Ingibjörg spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2017, þá 19 ára gömul og hefur síðan spilað alls 44 landsleiki. Ingibjörg varð norskur meistari árið 2020. Fyrsti meistaraflokksleikur? 2011, þá 13 ára, á móti Þrótti. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Alltof erfitt að velja einn, margir sem koma til greina! Lærði mjög mikið af Jack Majgaard Jensen sem þjálfaði mig í tvö ár hjá Vålerenga. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Er mikil Emmsjé Gauta fan fyrir leiki, annars er norska músíkin að koma sterk inn. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já mjög margir! Ætli það séu ekki um 25 manns úr fjölskyldu minni að koma. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Er með BA í sálfræði og svo er ég einkaþjálfari. Í hvernig skóm spilarðu? Er að prófa Puma núna og líst mjög vel á, annars er ég Nike manneskja. Uppáhalds lið í enska? Manchester United. Uppáhalds tölvuleikur? Spila mjög lítið tölvuleiki en Mario Cart er classic. Uppáhalds matur? Plokkfiskur, pizza og humar. Fyndnust í landsliðinu? Cessa fær þann titil. Gáfuðust í landsliðinu? Elín Metta. Óstundvísust í landsliðinu? Dagný er seinust í 95 prósent tilvika. Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Tippa á Spán. Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Fara í göngutúr og taka kaffi með stelpunum. Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur? Miedema er góð. Átrúnaðargoð í æsku? Wayne Rooney, Ryan Giggs og Ronaldo. Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Spilaði lengi vel körfubolta og á yngri landsleiki fyrir Ísland í körfunni.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Fleiri fréttir Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Sjá meira