Björn lagði ríkið og fær milljónir í bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2022 18:18 Björn Þorláksson stefndi íslenska ríkinu og hafði betur. Vísir/Aðsend Íslenska ríkið þarf að greiða Birni Þorlákssyni, fyrrverandi upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar tæpar sjö milljónir vegna uppsagnar hans á síðasta ári, þar af þrjár milljónir í miskabætur. Björn stefndi ríkinu á síðasta ári á þeim grundvelli að ólöglega hafi verið staðið að því þegar staða hans hjá Umhverfisstofnun var lögð niður. Fyrirvaralaust kallaður á fund Forsaga málsins er sú að Björn var fyrirvaralaust kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember árið 2020. Honum var þar afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans. Þá var honum boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar síðasta ári var Birni síðan tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði auglýsti Umhverfisstofnun starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að af verkefnalýsingu þess starfs sé ljóst að um sé að ræða verkefni sem Björn hafi sem upplýsingafulltrúi sinnt áður. Þurfti að flytja til Reykjavíkur til að fá vinnu við hæfi Kemur þarf fram að íslenska ríkinu, fyrir hönd Umhverfisstofnunar, hafi ekki tekist að sýna fram á með áherslubreytingum sem gera átti á starfinu, aukið námskeiðahald um fjarfundabúnað og fjölbreyttari notkun samfélagsins, að ekki mætti gera ráð fyrir því að Björn gæti fullnægt þeim breyttu kröfum sem hið nýja starf fól í sér. Björn starfaði sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Vísir/Vilhelm Taldi dómurinn að forstöðumaður Umhverfisstofnunar hefði brotið gegn Birni og þar með bakað íslenska ríkinu bótaskyldu. Féllst dómurinn á það að þessi framganga hafi verið meiðandi fyrir Björn og skaðað faglegt orðspor hans. Að auki hafi hún verið til þess fallinn að valda verulegri röskun á stöðu og högum Birns. Fram hefur komið að Björn var búsettur á Akureyri á meðan hann starfaði fyrir Umhverfisstofnun. Í dóminum kemur fram að hann hafi ekki fundið vinnu við hæfi þar eftir að hann lét af störfum hjá Umhverfisstofnun. Hann hafi neyðst til þess að flytja til Reykjavíkur þar sem hann hóf störf sem blaðamaður á Fréttablaðinu síðastliðið haust. Þarf íslenska ríkið að greiða Birni 6,8 milljónir króna vegna málsins, þar af þrjár milljónir í miskabætur. Ríkið þarf að auki að greiða Birni 2,5 milljónir króna vegna málskostnaðar. Fjölmiðlar Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41 Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59 Björn Þorláksson ráðinn upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun hefur ráðið Björn Þorláksson til starfa sem sérfræðing á sviði upplýsingamála. Starfið var auglýst í desember og sótti 81 um. 25. janúar 2017 11:21 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Björn stefndi ríkinu á síðasta ári á þeim grundvelli að ólöglega hafi verið staðið að því þegar staða hans hjá Umhverfisstofnun var lögð niður. Fyrirvaralaust kallaður á fund Forsaga málsins er sú að Björn var fyrirvaralaust kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember árið 2020. Honum var þar afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans. Þá var honum boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar síðasta ári var Birni síðan tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði auglýsti Umhverfisstofnun starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að af verkefnalýsingu þess starfs sé ljóst að um sé að ræða verkefni sem Björn hafi sem upplýsingafulltrúi sinnt áður. Þurfti að flytja til Reykjavíkur til að fá vinnu við hæfi Kemur þarf fram að íslenska ríkinu, fyrir hönd Umhverfisstofnunar, hafi ekki tekist að sýna fram á með áherslubreytingum sem gera átti á starfinu, aukið námskeiðahald um fjarfundabúnað og fjölbreyttari notkun samfélagsins, að ekki mætti gera ráð fyrir því að Björn gæti fullnægt þeim breyttu kröfum sem hið nýja starf fól í sér. Björn starfaði sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Vísir/Vilhelm Taldi dómurinn að forstöðumaður Umhverfisstofnunar hefði brotið gegn Birni og þar með bakað íslenska ríkinu bótaskyldu. Féllst dómurinn á það að þessi framganga hafi verið meiðandi fyrir Björn og skaðað faglegt orðspor hans. Að auki hafi hún verið til þess fallinn að valda verulegri röskun á stöðu og högum Birns. Fram hefur komið að Björn var búsettur á Akureyri á meðan hann starfaði fyrir Umhverfisstofnun. Í dóminum kemur fram að hann hafi ekki fundið vinnu við hæfi þar eftir að hann lét af störfum hjá Umhverfisstofnun. Hann hafi neyðst til þess að flytja til Reykjavíkur þar sem hann hóf störf sem blaðamaður á Fréttablaðinu síðastliðið haust. Þarf íslenska ríkið að greiða Birni 6,8 milljónir króna vegna málsins, þar af þrjár milljónir í miskabætur. Ríkið þarf að auki að greiða Birni 2,5 milljónir króna vegna málskostnaðar.
Fjölmiðlar Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41 Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59 Björn Þorláksson ráðinn upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun hefur ráðið Björn Þorláksson til starfa sem sérfræðing á sviði upplýsingamála. Starfið var auglýst í desember og sótti 81 um. 25. janúar 2017 11:21 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41
Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59
Björn Þorláksson ráðinn upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun hefur ráðið Björn Þorláksson til starfa sem sérfræðing á sviði upplýsingamála. Starfið var auglýst í desember og sótti 81 um. 25. janúar 2017 11:21