Aftur skiptir FH um þjálfara á miðju tímabili: „Glatað og galið fyrir félag sem hefur staðið fyrir stöðugleika“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júní 2022 13:31 Eiður Smári er mættur aftur í Kaplakrika en FH hafa nú þrjú tímabil í röð skipt um þjálfara á miðju timabili. Vísir/Hulda Margrét Eiður Smári Guðjohnsen er orðinn þjálfari FH í Bestu deild karla í fótbolta. Ráðning hans var rætt í Stúkunni en þar líta menn nokkuð björtum augum á framtíð FH undir stjórn Eiðs Smára þó svo að liðinu skorti stöðugleika. „Það eru stórar fréttir sem við þurfum að byrja á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þáttastjórnandi áður en hann spurði Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson út í ráðningu Eiðs Smára. „Miðað við hvernig þetta fór síðast þá líst mér vel á það. Ég var hluti af liðinu þegar Eiður og Logi (Ólafsson) tóku við eftir Ólaf Kristjánsson 2020. Það sem Eiður hafði þá var rosalegt presence og maður fann fyrir nærveru hans enda okkar besti fótboltamaður fyrr og síðar,“ sagði Baldur. „Það sem gerist oft með nýjum stjóra er að það getur haft rosaleg andleg áhrif og það hafði klárlega mikil áhrif síðast. Hann kom með einföld skilaboð, 2-3 punktar inn á æfingum og fyrir leiki. Það svínvirkaði,“ bætti Baldur við. „Þetta mun ekki gerast á einni nóttu.“ „Held að Eiður muni koma Steven Lennon í gang. Lennon ber mikla virðingu fyrir Eið Smára og nýtur að spila undir hans stjórn, eins og við sáum síðast. Held líka að FH liðið muni yngjast hægt og rólega. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu en yngri leikmenn sem hafa verið í tiltölulega litlum hlutverkum undanfarnar vikur, við munum sjá meira af þeim.“ Sigurvin Ólafsson mun aðstoða Eið Smára hjá FH en hann lék með liðinu við góðan orðstír á sínum tíma. Sigurvin var aðstoðarþjálfari, eða ráðgjafi, hjá KR í Bestu deild karla ásamt því að þjálfa KV í Lengjudeild karla. „Kemur mér á óvart að Sigurvin fari úr því að vera aðstoðarþjálfari þar í að vera aðstoðarþjálfari hjá FH en Venni sér eitthvað spennandi við þetta, skiljanlega,“ sagði Baldur og hélt áfram. „Verkefnið virðist ærið. Samsetningin á hópnum hefur verið rætt. Það þarf að vinna í þessu og taka varnarleikinn í gegn. Það þarf einhverjar vinnureglur, menn þurfa að skilja hvernig á að verjast. Leikmenn þurfa að sína alveg jafn mikla ábyrgð. Utan frá séð virðist samstaðan innan liðsins ekki hafa verið mikil.“ Atli Viðar segir að FH vanti stöðugleika. „Það má hafa skoðun á aðferðafræðinni, að gera þetta inn í klefa strax eftir leik. Það er hægt að gagnrýna það, lyktar af pínulítilli hvatvísi. Ef fólk skoðar stöðu félagsins þá þarf þetta samt ekki að koma á óvart. Þetta er þriðja árið í röð sem FH er að skipta um þjálfara á þessum árstíma, það er glatað og galið fyrir félag sem hefur staðið fyrir stöðugleika og vill gera merkilegri og betri hluti en þeir eru að gera.“ Klippa: Stúkan: Umræða um nýtt þjálfarateymi í Kaplakrika FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með átta stig að loknum níu umferðum. FH heimsækir Akranes í kvöld en tapist sá leikur gætu Skagamenn hoppað upp fyrir FH í töflunni. Í Stúkunni voru menn almennt sammála um að koma liðinu upp í efri helming töflunnar væri það sem nýtt þjálfarateymi ætti að miða á. Leikur ÍA og FH hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
„Það eru stórar fréttir sem við þurfum að byrja á,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson þáttastjórnandi áður en hann spurði Atla Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson út í ráðningu Eiðs Smára. „Miðað við hvernig þetta fór síðast þá líst mér vel á það. Ég var hluti af liðinu þegar Eiður og Logi (Ólafsson) tóku við eftir Ólaf Kristjánsson 2020. Það sem Eiður hafði þá var rosalegt presence og maður fann fyrir nærveru hans enda okkar besti fótboltamaður fyrr og síðar,“ sagði Baldur. „Það sem gerist oft með nýjum stjóra er að það getur haft rosaleg andleg áhrif og það hafði klárlega mikil áhrif síðast. Hann kom með einföld skilaboð, 2-3 punktar inn á æfingum og fyrir leiki. Það svínvirkaði,“ bætti Baldur við. „Þetta mun ekki gerast á einni nóttu.“ „Held að Eiður muni koma Steven Lennon í gang. Lennon ber mikla virðingu fyrir Eið Smára og nýtur að spila undir hans stjórn, eins og við sáum síðast. Held líka að FH liðið muni yngjast hægt og rólega. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu en yngri leikmenn sem hafa verið í tiltölulega litlum hlutverkum undanfarnar vikur, við munum sjá meira af þeim.“ Sigurvin Ólafsson mun aðstoða Eið Smára hjá FH en hann lék með liðinu við góðan orðstír á sínum tíma. Sigurvin var aðstoðarþjálfari, eða ráðgjafi, hjá KR í Bestu deild karla ásamt því að þjálfa KV í Lengjudeild karla. „Kemur mér á óvart að Sigurvin fari úr því að vera aðstoðarþjálfari þar í að vera aðstoðarþjálfari hjá FH en Venni sér eitthvað spennandi við þetta, skiljanlega,“ sagði Baldur og hélt áfram. „Verkefnið virðist ærið. Samsetningin á hópnum hefur verið rætt. Það þarf að vinna í þessu og taka varnarleikinn í gegn. Það þarf einhverjar vinnureglur, menn þurfa að skilja hvernig á að verjast. Leikmenn þurfa að sína alveg jafn mikla ábyrgð. Utan frá séð virðist samstaðan innan liðsins ekki hafa verið mikil.“ Atli Viðar segir að FH vanti stöðugleika. „Það má hafa skoðun á aðferðafræðinni, að gera þetta inn í klefa strax eftir leik. Það er hægt að gagnrýna það, lyktar af pínulítilli hvatvísi. Ef fólk skoðar stöðu félagsins þá þarf þetta samt ekki að koma á óvart. Þetta er þriðja árið í röð sem FH er að skipta um þjálfara á þessum árstíma, það er glatað og galið fyrir félag sem hefur staðið fyrir stöðugleika og vill gera merkilegri og betri hluti en þeir eru að gera.“ Klippa: Stúkan: Umræða um nýtt þjálfarateymi í Kaplakrika FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með átta stig að loknum níu umferðum. FH heimsækir Akranes í kvöld en tapist sá leikur gætu Skagamenn hoppað upp fyrir FH í töflunni. Í Stúkunni voru menn almennt sammála um að koma liðinu upp í efri helming töflunnar væri það sem nýtt þjálfarateymi ætti að miða á. Leikur ÍA og FH hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Stúkan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira