Stúkan um annað mark ÍBV: „Afdrifarík mistök“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 13:00 Leikmenn ÍBV fagna öðru marki sínu þar sem um greinilega rangstöðu var að ræða. Vísir/Diego Stúkan rýndi í annað mark ÍBV er liðið gerði 3-3 jafntefli við Fram í Úlfarsárdal í Grafarholti. Nýtt myndefni sýnir að „Andri Rúnar Bjarnason er klárlega fyrir innan“ í aðdraganda marksins en atburðarrásin fyrir markið var vægast sagt undarleg. Fram og ÍBV gerðu jafntefli í einkar fjörum leik á mánudagskvöld. Annað mark gestanna frá Vestmannaeyjum fór í taugarnar á heimamönnum og réttilega. Í Stúkunni á mánudag var ekki hægt að sjá nákvæmlega hvað það var sem fór í taugarnar á heimamönnum en þökk sé nýju myndefni var hægt að skoða það í þætti gærdagsins. Atvikið og umræðuna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Hér sjáum við markið sem Andri Rúnar skorar. Hér er Þórir (Guðjónsson) að sparka boltanum fram, hann er meiddur og sest niður,“ segir Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi. Í kjölfarið sést að aðstoðardómarinn biður Þóri um að koma af velli, sem hann og gerir. Þetta gerir það að verkum að aðstoðardómarinn er ekki í línu og sér því ekki þegar Andri Rúnar fær sendingu í gegnum vörn Fram sem hann afgreiddi snyrtilega milli fóta Ólafs Íshólm í marki Fram. Þórir Guðjónsson meiddist í aðdraganda marksins.Vísir/Diego „En Andri Rúnar er klárlega fyrir innan þarna. Í raun eina sem er hægt að segja er að þetta eru mistök hjá aðstoðardómaranum,“ bætti Guðmundur við. „Það er þannig. Ég svo sem kann þessa reglu svo illa en við erum búin að fá góðar útskýringar á því að þetta eru bara mistök. Hann er ekki í línu, sér ekki línuna og treystir sér því ekki til að flagga rangstöðu – eftir að hafa gefið Þóri leyfi til að fara af velli,“ sagði Reynir Leósson um atvikið. „Þórir hefði ekki getað farið sjálfur af velli því að þá hefði hann getað verið að nýta sér það að reyna gera Andra Rúnar rangstæðan með því að stíga út fyrir og vera ekki hluti af leiknum. En hann fékk leyfi en það var bara orðið of seint,“ bætti Guðmundur við. „Ég helt þetta væri þannig og þess vegna hefði aðstoðardómarinn ekki flaggað því Þórir ætlaði að fara af velli til að gera Andra Rúnar rangstæðan. Þetta voru bara mistök, auðvitað gera allir mistök en þessi voru afdrifarík,“ sagði Reynir. Margrét Lára Viðarsdóttir endaði þó á að hrósa dómaranum fyrir að giska ekki út í bláinn. „Ótrúlega skondið atvik einhvern veginn. Mér finnst vel gert hjá aðstoðardómaranum að ef hann sér ekki atvikið þá getur hann ekki dæmt það. Hann er eflaust að meta þetta þannig að hann hafi ekki séð það.“ Klippa: Stúkan: Nýtt myndefni af öðru marki ÍBV gegn Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stúkan Fram ÍBV Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira
Fram og ÍBV gerðu jafntefli í einkar fjörum leik á mánudagskvöld. Annað mark gestanna frá Vestmannaeyjum fór í taugarnar á heimamönnum og réttilega. Í Stúkunni á mánudag var ekki hægt að sjá nákvæmlega hvað það var sem fór í taugarnar á heimamönnum en þökk sé nýju myndefni var hægt að skoða það í þætti gærdagsins. Atvikið og umræðuna má sjá í spilaranum neðst í fréttinni. „Hér sjáum við markið sem Andri Rúnar skorar. Hér er Þórir (Guðjónsson) að sparka boltanum fram, hann er meiddur og sest niður,“ segir Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi. Í kjölfarið sést að aðstoðardómarinn biður Þóri um að koma af velli, sem hann og gerir. Þetta gerir það að verkum að aðstoðardómarinn er ekki í línu og sér því ekki þegar Andri Rúnar fær sendingu í gegnum vörn Fram sem hann afgreiddi snyrtilega milli fóta Ólafs Íshólm í marki Fram. Þórir Guðjónsson meiddist í aðdraganda marksins.Vísir/Diego „En Andri Rúnar er klárlega fyrir innan þarna. Í raun eina sem er hægt að segja er að þetta eru mistök hjá aðstoðardómaranum,“ bætti Guðmundur við. „Það er þannig. Ég svo sem kann þessa reglu svo illa en við erum búin að fá góðar útskýringar á því að þetta eru bara mistök. Hann er ekki í línu, sér ekki línuna og treystir sér því ekki til að flagga rangstöðu – eftir að hafa gefið Þóri leyfi til að fara af velli,“ sagði Reynir Leósson um atvikið. „Þórir hefði ekki getað farið sjálfur af velli því að þá hefði hann getað verið að nýta sér það að reyna gera Andra Rúnar rangstæðan með því að stíga út fyrir og vera ekki hluti af leiknum. En hann fékk leyfi en það var bara orðið of seint,“ bætti Guðmundur við. „Ég helt þetta væri þannig og þess vegna hefði aðstoðardómarinn ekki flaggað því Þórir ætlaði að fara af velli til að gera Andra Rúnar rangstæðan. Þetta voru bara mistök, auðvitað gera allir mistök en þessi voru afdrifarík,“ sagði Reynir. Margrét Lára Viðarsdóttir endaði þó á að hrósa dómaranum fyrir að giska ekki út í bláinn. „Ótrúlega skondið atvik einhvern veginn. Mér finnst vel gert hjá aðstoðardómaranum að ef hann sér ekki atvikið þá getur hann ekki dæmt það. Hann er eflaust að meta þetta þannig að hann hafi ekki séð það.“ Klippa: Stúkan: Nýtt myndefni af öðru marki ÍBV gegn Fram Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stúkan Fram ÍBV Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Sjá meira