Stelpurnar okkar gætu mest unnið 290 milljónir króna Sindri Sverrisson skrifar 23. júní 2022 08:01 Það verður vel fagnað ef að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur þeirra í landsliðinu komasta áfram úr sínum riðli á EM. Því myndi einnig fylgja aukið verðlaunafé. vísir/Hulda Margrét Innan við tvær vikur eru í að flautað verði til leiks á EM kvenna í fótbolta og þar er eftir mun hærri fjárhæðum að slægjast en nokkru sinni í sögu mótsins. Ísland er nú með á EM í fjórða sinn í röð og byrjar mótið á leik við Belgíu í Manchester 10. júlí, áður en liðið mætir svo Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Öll sextán liðin á EM fá að lágmarki 600.000 evrur fyrir að vera með. Það er tvöfalt hærri upphæð en á EM í Hollandi 2017 og jafngildir í dag um 83 milljónum króna. Á móti kemur hins vegar mikill kostnaður við þátttöku á mótinu og undirbúning fyrir það. Fá fjórtán milljónir fyrir sigur Það mun svo skipta máli fjárhagslega hvaða úrslitum Ísland nær í riðlinum. Fyrir hvern sigur í riðlinum fást 100.000 evrur, eða um 14 milljónir króna, og fyrir jafntefli fæst helmingi lægri upphæð. Tvö lið úr hverjum riðli á EM komast svo áfram í 8-liða úrslit og þangað stefnir Ísland. Takist það tryggir íslenska liðið sér 205.000 evrur í viðbót, eða 28 milljónir króna. Fyrir að komast í undanúrslit fást svo 320.000 evrur (44 milljónir króna) í viðbót, og silfurlið mótsins fær að auki 420.000 evrur (58 milljónir) og Evrópumeistararnir 660.000 evrur (92 milljónir). Það þýðir að Evrópumeistararnir, sem krýndir verða um verslunarmannahelgina, fá alls 2.085.000 evrur eða jafnvirði um það bil 290 milljóna króna, miðað við gengi dagsins. Þrjú íslensk félög fá bætur Þau félög sem eiga fulltrúa á EM fá 500 evrur fyrir hvern dag sem þau eru án sinna leikmanna. Þar er talinn með tíminn sem fer í undirbúning fyrir mótið. Félög fá því að lágmarki 10.000 evrur fyrir hvern leikmann eða um það bil 1,4 milljón króna. Þetta er í fyrsta sinn sem félög fá bætur vegna leikmanna sem þau missa á EM. Í íslenska landsliðshópnum eru sex leikmenn á mála hjá íslenskum félagsliðum. Valur á þrjá fulltrúa á mótinu, þær Söndru Sigurðardóttur, Elínu Mettu Jensen og Elísu Viðarsdóttur. Félagið fær því 4,2 milljónir króna, að lágmarki. Breiðablik á tvo fulltrúa, þær Telmu Ívarsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, og fær 2,8 milljónir að lágmarki. Selfoss á svo Sif Atladóttur sem skilar félaginu að lágmarki 1,4 milljón í bætur. Hvað þessar bætur snertir skiptir ekki máli hvort leikmenn spila á mótinu eða hvort þeir sitja á varamannabekknum í öllum leikjum. EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Ísland er nú með á EM í fjórða sinn í röð og byrjar mótið á leik við Belgíu í Manchester 10. júlí, áður en liðið mætir svo Ítalíu 14. júlí og Frakklandi 18. júlí. Öll sextán liðin á EM fá að lágmarki 600.000 evrur fyrir að vera með. Það er tvöfalt hærri upphæð en á EM í Hollandi 2017 og jafngildir í dag um 83 milljónum króna. Á móti kemur hins vegar mikill kostnaður við þátttöku á mótinu og undirbúning fyrir það. Fá fjórtán milljónir fyrir sigur Það mun svo skipta máli fjárhagslega hvaða úrslitum Ísland nær í riðlinum. Fyrir hvern sigur í riðlinum fást 100.000 evrur, eða um 14 milljónir króna, og fyrir jafntefli fæst helmingi lægri upphæð. Tvö lið úr hverjum riðli á EM komast svo áfram í 8-liða úrslit og þangað stefnir Ísland. Takist það tryggir íslenska liðið sér 205.000 evrur í viðbót, eða 28 milljónir króna. Fyrir að komast í undanúrslit fást svo 320.000 evrur (44 milljónir króna) í viðbót, og silfurlið mótsins fær að auki 420.000 evrur (58 milljónir) og Evrópumeistararnir 660.000 evrur (92 milljónir). Það þýðir að Evrópumeistararnir, sem krýndir verða um verslunarmannahelgina, fá alls 2.085.000 evrur eða jafnvirði um það bil 290 milljóna króna, miðað við gengi dagsins. Þrjú íslensk félög fá bætur Þau félög sem eiga fulltrúa á EM fá 500 evrur fyrir hvern dag sem þau eru án sinna leikmanna. Þar er talinn með tíminn sem fer í undirbúning fyrir mótið. Félög fá því að lágmarki 10.000 evrur fyrir hvern leikmann eða um það bil 1,4 milljón króna. Þetta er í fyrsta sinn sem félög fá bætur vegna leikmanna sem þau missa á EM. Í íslenska landsliðshópnum eru sex leikmenn á mála hjá íslenskum félagsliðum. Valur á þrjá fulltrúa á mótinu, þær Söndru Sigurðardóttur, Elínu Mettu Jensen og Elísu Viðarsdóttur. Félagið fær því 4,2 milljónir króna, að lágmarki. Breiðablik á tvo fulltrúa, þær Telmu Ívarsdóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, og fær 2,8 milljónir að lágmarki. Selfoss á svo Sif Atladóttur sem skilar félaginu að lágmarki 1,4 milljón í bætur. Hvað þessar bætur snertir skiptir ekki máli hvort leikmenn spila á mótinu eða hvort þeir sitja á varamannabekknum í öllum leikjum.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira