„Mögulega frábært fyrir landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana“ Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2022 15:01 Sveindísi Jane Jónsdóttur skaut upp á stjörnuhimininn, nánast á svipstundu, og virðist höndla athyglina vel. vísir/vilhelm „Ég held að hún sé einn mest spennandi leikmaður mótsins,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir um Sveindísi Jane Jónsdóttur, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna. Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 19:30 en þar fara Harpa, Helena Ólafsdóttir, Mist Rúnarsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir vítt og breitt yfir allt sem tengist EM og þátttöku Íslands á mótinu. Þær eru spenntar, líkt og fleiri, fyrir því að sjá hvernig Sveindís spjarar sig á sínu fyrsta stórmóti eftir að hún stimplaði sig rækilega inn hjá einu besta liði Evrópu, Wolfsburg, á síðustu leiktíð. „Maður sér það í erlendum fjölmiðlum að það er verið að taka hana til sem rísandi stjörnu og hún er á topp tíu listum fyrir allt mótið. Evrópa er spennt,“ segir Mist. „Alveg frá því að hún kom úr Keflavík í Breiðablik hefur fólk verið að segja: „Þetta er allt of stórt skref fyrir hana. Hún á ekki eftir að blómstra þarna.“ Svo tekur hún bara Breiðablik og treður sokk upp í alla sem höfðu einhverjar efasemdir,“ segir Harpa. Klippa: EM upphitun - Umræða um Sveindísi „Svo fer hún út og fólk er enn þá efins um að hún sé tilbúin í þetta. Hún tekur Svíþjóð og snýtir því, og svo fer hún til Þýskalands og stendur sig enn þá vel,“ segir Harpa og bætir við: „Hún hefur ekki enn fengið áskorun sem hún ræður ekki við og þetta er ein stærsta áskorun sem hún hefur tekist á við. Það er pressa fyrir ungan leikmann að fara á mót og vita að það eru öll augu á manni. Ég hlakka til að sjá því hún virðist vera leikmaður sem eflist bara við athyglina. Mögulega er því frábært fyrir íslenska landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana.“ Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita upp fyrir EM kvenna sem fram fer í Englandi í júlí, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna klukkan 19.30 í kvöld. Meðal annars er farið yfir dagskrána fram að móti, andstæðinga Íslands í riðlinum og líklegt byrjunarlið. Umsjón með þættinum hefur Helena Ólafsdóttir. EM 2022 í Englandi Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Þátturinn er sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 19:30 en þar fara Harpa, Helena Ólafsdóttir, Mist Rúnarsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir vítt og breitt yfir allt sem tengist EM og þátttöku Íslands á mótinu. Þær eru spenntar, líkt og fleiri, fyrir því að sjá hvernig Sveindís spjarar sig á sínu fyrsta stórmóti eftir að hún stimplaði sig rækilega inn hjá einu besta liði Evrópu, Wolfsburg, á síðustu leiktíð. „Maður sér það í erlendum fjölmiðlum að það er verið að taka hana til sem rísandi stjörnu og hún er á topp tíu listum fyrir allt mótið. Evrópa er spennt,“ segir Mist. „Alveg frá því að hún kom úr Keflavík í Breiðablik hefur fólk verið að segja: „Þetta er allt of stórt skref fyrir hana. Hún á ekki eftir að blómstra þarna.“ Svo tekur hún bara Breiðablik og treður sokk upp í alla sem höfðu einhverjar efasemdir,“ segir Harpa. Klippa: EM upphitun - Umræða um Sveindísi „Svo fer hún út og fólk er enn þá efins um að hún sé tilbúin í þetta. Hún tekur Svíþjóð og snýtir því, og svo fer hún til Þýskalands og stendur sig enn þá vel,“ segir Harpa og bætir við: „Hún hefur ekki enn fengið áskorun sem hún ræður ekki við og þetta er ein stærsta áskorun sem hún hefur tekist á við. Það er pressa fyrir ungan leikmann að fara á mót og vita að það eru öll augu á manni. Ég hlakka til að sjá því hún virðist vera leikmaður sem eflist bara við athyglina. Mögulega er því frábært fyrir íslenska landsliðið að fólk sé að setja þessa pressu á hana.“ Sérfræðingar Stöðvar 2 Sports hita upp fyrir EM kvenna sem fram fer í Englandi í júlí, í sérstökum EM-upphitunarþætti Bestu markanna klukkan 19.30 í kvöld. Meðal annars er farið yfir dagskrána fram að móti, andstæðinga Íslands í riðlinum og líklegt byrjunarlið. Umsjón með þættinum hefur Helena Ólafsdóttir.
EM 2022 í Englandi Fótbolti Bestu mörkin Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira