Vill að þingið leggi eldsneytisskatt til hliðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2022 20:47 Joe Biden vill að Bandaríkjaþing leggi eldsneytisskatt tímabundið til hliðar. AP Photo/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór fram á það í dag við Bandaríkjaþing, að það myndi samþykkja þriggja mánaða hlé á álagningu eldsneytisskatts. Eldsneytisverð í Bandaríkjunum er, líkt og víða annars staðar, í hæstu hæðum. Biden sagði fyrr í vikunni að hann væri að íhuga tillögu þess efnis. Tilgangurinn væri að aðstoða bandarísk heimili sem og að berjast gegn verðbólgu. Ekki þykir víst að Bandaríkjaþing muni samþykkja að leggja eldsneytisskattinn tímabundið til hliðar, ekki síst vegna andstöðu ýmissa samflokksmanna Bidens á þingi við tillögunni. Biden getur ekki lagt skattinn tímabundið til hliðar, samþykki bandaríkjaþings þarf til þess. Biden sagði í dag að bandarískir borgarar ættu skilið að fá að fá skjól frá hækkandi eldsneytisverði, sem Biden rakti meðal annars til stríðsins í Úkraínu. Þeir þingmenn beggja flokka sem ekki eru vissir um gagnsemi þess að leggja skattinn til hliðar telja ekki ljóst hvort að ávinningurinn af því muni enda í vasa neytenda eða olíuframleiðenda og olíusala. Bandaríska alríkisstjórnin tekur til sín 18,3 sent á hvert gallon af bensínu og 24,4 sent af hverju galloni af dísel sem Bandaríkjamenn dæla á bíla sína. Á íslenskum mælikvarða eru það um 24 krónur á hvert gallon af bensínu og 29 krónur á hvert gallon af dísel. Eitt gallon er um 3,8 lítrar og því er skatturinn um sex krónur á hvern lítra af bensíni og um átta krónur á hvern lítra af dísel. Eldsneytisverð er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum, um fimm dollara á hvert gallon eða um 172 krónur á hvern lítra. Biden hvatti einnig yfirvöld í ríkjum Bandaríkjanna til þess að leggja sértæka eldsneytisskatta sem eru í gildi í einstökum ríkjumm til hliðar tímabundið. Þá segist Biden einnig ætla að hefja viðræður við bandaríska olíuframleiðendur um hvernig megi auka framboð á eldsneyti í Bandaríkjunum, meðal annars með því að athuga hvort sé að nýta á ný aflagðar olíuvinnslur. Bensín og olía Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum. 20. júní 2022 23:33 Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Eldsneytisverð í Bandaríkjunum er, líkt og víða annars staðar, í hæstu hæðum. Biden sagði fyrr í vikunni að hann væri að íhuga tillögu þess efnis. Tilgangurinn væri að aðstoða bandarísk heimili sem og að berjast gegn verðbólgu. Ekki þykir víst að Bandaríkjaþing muni samþykkja að leggja eldsneytisskattinn tímabundið til hliðar, ekki síst vegna andstöðu ýmissa samflokksmanna Bidens á þingi við tillögunni. Biden getur ekki lagt skattinn tímabundið til hliðar, samþykki bandaríkjaþings þarf til þess. Biden sagði í dag að bandarískir borgarar ættu skilið að fá að fá skjól frá hækkandi eldsneytisverði, sem Biden rakti meðal annars til stríðsins í Úkraínu. Þeir þingmenn beggja flokka sem ekki eru vissir um gagnsemi þess að leggja skattinn til hliðar telja ekki ljóst hvort að ávinningurinn af því muni enda í vasa neytenda eða olíuframleiðenda og olíusala. Bandaríska alríkisstjórnin tekur til sín 18,3 sent á hvert gallon af bensínu og 24,4 sent af hverju galloni af dísel sem Bandaríkjamenn dæla á bíla sína. Á íslenskum mælikvarða eru það um 24 krónur á hvert gallon af bensínu og 29 krónur á hvert gallon af dísel. Eitt gallon er um 3,8 lítrar og því er skatturinn um sex krónur á hvern lítra af bensíni og um átta krónur á hvern lítra af dísel. Eldsneytisverð er í hæstu hæðum í Bandaríkjunum, um fimm dollara á hvert gallon eða um 172 krónur á hvern lítra. Biden hvatti einnig yfirvöld í ríkjum Bandaríkjanna til þess að leggja sértæka eldsneytisskatta sem eru í gildi í einstökum ríkjumm til hliðar tímabundið. Þá segist Biden einnig ætla að hefja viðræður við bandaríska olíuframleiðendur um hvernig megi auka framboð á eldsneyti í Bandaríkjunum, meðal annars með því að athuga hvort sé að nýta á ný aflagðar olíuvinnslur.
Bensín og olía Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum. 20. júní 2022 23:33 Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum. 20. júní 2022 23:33
Bensínverð ekki náð methæðum að raunvirði og geti enn hækkað Þrátt fyrir að bensínverð hafi aldrei verið hærra í krónum talið í kjölfar umtalsverðra hækkana er enn nokkuð í að bensínverð nái hæstu hæðum á Íslandi. 16. júní 2022 16:10