Mætir Arnari 23 árum eftir að hann mætti honum inni á vellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2022 13:01 Ildefons Lima í baráttu við Jóhann Berg Guðmundsson í leik Andorra og Íslands í undankeppni EM vorið 2019. Þótt Jóhann Berg sé kominn á fertugsaldurinn var hann enn í 7. flokki þegar Lima lék sinn fyrsta A-landsleik. Lima er enn að og verður í eldlínunni í Víkinni í kvöld. getty/Quality Sport Images Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Inter Club d'Escaldes frá Andorra í úrslitaleik um sæti í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Víkinni í kvöld. Í liði gestanna er einn allra reyndasti fótboltamaður heims. Meistaradeild Evrópu tímabilið 2022-23 hófst í Víkinni á þriðjudaginn. Inter Club d'Escaldes vann þá La Fiorita frá San Marinó, 2-1, á meðan Víkingur rústaði Levadia Tallin frá Eistlandi, 6-1. Miðað við leikina tvo á þriðjudaginn eru Víkingar mörgum ljósárum á undan Inter í getu og allt nema stórsigur Íslands- og bikarmeistaranna í kvöld yrði að teljast óvænt. En hver svo sem úrslit leiksins í kvöld verða ætla leikmenn Inter allavega að njóta dvalarinnar í Reykjavík til hins ítrasta. Í gær sást til þeirra á hlaupahjólum á Austurvelli og þá skoðuðu þeir Hallgrímskirkju. Leikmenn Inter Club d Escaldes láta sér amk ekki leiðast í Reykjavík meðan að þeir bíða eftir úrslitaleik gegn @vikingurfc pic.twitter.com/4EuOtayri1— Aron Guðmundsson (@ronnigudmunds) June 23, 2022 Visiting Reykjavík #andorra #ísland #iceland #inter #vikingur #championslesgue pic.twitter.com/BHt7HKbwwJ— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 23, 2022 Þekktasti leikmaður Inter er Ildefons Lima. Óhætt er að kalla hann reynslubolta en Lima er nefnilega á 43. aldursári og hefur spilað í meistaraflokki síðan 1997. Þá voru margir samherja hans ekki fæddir. Lima, sem fæddist 10. desember 1979 í Barcelona, er leikja- og markahæstur í sögu landsliðs Andorra með 134 leiki og ellefu mörk, þrátt fyrir að vera miðvörður. Hann lék sinn fyrsta landsleik 22. júní 1997. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen. Lima rífur kjaft við Joleon Lescott í leik Englands og Andorra á Wembley sumarið 2009.getty/Phil Cole Þegar Lima var enn ungur mætti hann Íslandi í undankeppni EM 2000. Hann var í byrjunarliði Andorra í fyrri leik liðanna 27. mars 1999. Ísland vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Í byrjunarliði Íslands var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Leiðir þeirra liggja nú aftur saman, 23 árum seinna, þótt hlutverkin séu ólík. Arnar er á hliðarlínunni en Lima enn að spila. Arnar Gunnlaugsson endurnýjar kynnin við Lima í kvöld.vísir/Hulda Margrét Lima lék ekki seinni leik Íslands og Andorra í undankeppni EM 2000 sem Íslendingar unnu 3-0. Hann hefur þó mætt Íslandi þrisvar sinnum síðan, í vináttulandsleik 2002 og svo í tveimur leikjum í undankeppni EM 2020. Í marki Íslands í leikjunum gegn Andorra 2019 stóð Hannes Þór Halldórsson, nýjasti leikmaður Víkings. Þeir Lima hittust í Víkinni fyrr í vikunni og hinn síungi Lima birti mynd af þeim saman á Twitter. Nice to see you again @hanneshalldors #andorra #ísland #halldorsson #keeper #reykjavik #vikingur #iceland #legend #worldcup #vikingclap pic.twitter.com/j7rSyR2np2— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 19, 2022 Sigurvegarinn í leik Víkings og Inter mætir Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Þjálfari Malmö er Víkingum vel kunnur; Milos Milojevic, fyrrverandi leikmaður og þjálfari þeirra rauðsvörtu. Leikur Víkings og Inter hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Andorra Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Meistaradeild Evrópu tímabilið 2022-23 hófst í Víkinni á þriðjudaginn. Inter Club d'Escaldes vann þá La Fiorita frá San Marinó, 2-1, á meðan Víkingur rústaði Levadia Tallin frá Eistlandi, 6-1. Miðað við leikina tvo á þriðjudaginn eru Víkingar mörgum ljósárum á undan Inter í getu og allt nema stórsigur Íslands- og bikarmeistaranna í kvöld yrði að teljast óvænt. En hver svo sem úrslit leiksins í kvöld verða ætla leikmenn Inter allavega að njóta dvalarinnar í Reykjavík til hins ítrasta. Í gær sást til þeirra á hlaupahjólum á Austurvelli og þá skoðuðu þeir Hallgrímskirkju. Leikmenn Inter Club d Escaldes láta sér amk ekki leiðast í Reykjavík meðan að þeir bíða eftir úrslitaleik gegn @vikingurfc pic.twitter.com/4EuOtayri1— Aron Guðmundsson (@ronnigudmunds) June 23, 2022 Visiting Reykjavík #andorra #ísland #iceland #inter #vikingur #championslesgue pic.twitter.com/BHt7HKbwwJ— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 23, 2022 Þekktasti leikmaður Inter er Ildefons Lima. Óhætt er að kalla hann reynslubolta en Lima er nefnilega á 43. aldursári og hefur spilað í meistaraflokki síðan 1997. Þá voru margir samherja hans ekki fæddir. Lima, sem fæddist 10. desember 1979 í Barcelona, er leikja- og markahæstur í sögu landsliðs Andorra með 134 leiki og ellefu mörk, þrátt fyrir að vera miðvörður. Hann lék sinn fyrsta landsleik 22. júní 1997. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen. Lima rífur kjaft við Joleon Lescott í leik Englands og Andorra á Wembley sumarið 2009.getty/Phil Cole Þegar Lima var enn ungur mætti hann Íslandi í undankeppni EM 2000. Hann var í byrjunarliði Andorra í fyrri leik liðanna 27. mars 1999. Ísland vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Í byrjunarliði Íslands var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Leiðir þeirra liggja nú aftur saman, 23 árum seinna, þótt hlutverkin séu ólík. Arnar er á hliðarlínunni en Lima enn að spila. Arnar Gunnlaugsson endurnýjar kynnin við Lima í kvöld.vísir/Hulda Margrét Lima lék ekki seinni leik Íslands og Andorra í undankeppni EM 2000 sem Íslendingar unnu 3-0. Hann hefur þó mætt Íslandi þrisvar sinnum síðan, í vináttulandsleik 2002 og svo í tveimur leikjum í undankeppni EM 2020. Í marki Íslands í leikjunum gegn Andorra 2019 stóð Hannes Þór Halldórsson, nýjasti leikmaður Víkings. Þeir Lima hittust í Víkinni fyrr í vikunni og hinn síungi Lima birti mynd af þeim saman á Twitter. Nice to see you again @hanneshalldors #andorra #ísland #halldorsson #keeper #reykjavik #vikingur #iceland #legend #worldcup #vikingclap pic.twitter.com/j7rSyR2np2— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 19, 2022 Sigurvegarinn í leik Víkings og Inter mætir Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Þjálfari Malmö er Víkingum vel kunnur; Milos Milojevic, fyrrverandi leikmaður og þjálfari þeirra rauðsvörtu. Leikur Víkings og Inter hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Andorra Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð