Kostnaðurinn við fjárgjöfina er metinn á 3,1 milljarð danskra króna, jafnvirði rúmra 58 milljarða íslenskra króna. Upphæðin til hvers og eins nemur um 94 þúsund íslenskum krónum. Skatt á orku verður einnig lækkaður, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Til þess að koma í veg fyrir að aðgerðin sjálf leiði til aukinnar verðbólgu ætla dönsk stjórnvöld að draga úr opinberri fjárfestingu á móti. Danski seðlabankinn hafði varað við því að það að útdeila peningum til fólks gæti sett eldivið á verðbólgubálið.
Frumvarpið sem þingið samþykkti felur einnig í sig milljarða fjárveitingu til að standa undir orkuskiptum og loftslagsaðgerðum, þar á meðal til að fjármagna vindorkuver í sjó, skógrækt og kolefnisbindingu.