Mörg stórfyrirtæki hyggjast aðstoða starfsmenn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. júní 2022 07:10 Dómurinn hefur vakið bæði sorg og gleði vestanhafs. AP/Gemunu Amarasinghe Mörg stórfyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst því yfir að þau muni greiða fyrir ferðalög starfsmanna sinna sem neyðast til að leita til annara ríkja til að gangast undir þungunarrof, eftir að hæstiréttur landsins snéri niðurstöðunni í Roe gegn Wade. Hér eftir verður ríkjum í sjálfsvald sett hvort þau heimila eða banna konum að gangast undir þungunarrof. Gera má ráð fyrir að þjónustan verði bönnuð eða verulega takmörkuð í um það bil 20 ríkjum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa brugðist við og segjast ætla að styðja við starfsmenn sína sem velja að gangast undir þungunarrof eru Meta, Disney, Netflix og Bank of America. Önnur fyrirtæki, til að mynda Microsoft og fjármálafyrirtækin Citigroup og JPMorgan Chase, höfðu þegar tilkynnt að þau myndu grípa til aðgerða. Fyrirtækin eru sögð sæta nokkrum þrýstingi meðal almennings og fjárfesta um að taka afstöðu til þessa afar umdeilda málefnis, ekki síst fyrirtæki sem eru með stórar starfsstöðvar í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið eða verður bannað og/eða takmarkað. Samkvæmt Guardian hafa yfirvöld í Texas til að mynda verið að reyna að laða fyrirtæki að með lágum sköttum og litlu regluverki en á sama tíma er útlit fyrir að réttur kvenna til þungunarrofs verði verulega takmarkaður í ríkinu. Rétturinn til að ferðast milli ríkja bundinn í stjórnarskrána Stjórnmálamenn virðast vegar misáhugasamir um að halda í fyrirtækin. Fyrr á þessu ári varaði Birscoe Cain, þingmaður í Texas, við því að hann myndi leggja fram frumvarp sem bannaði opinberum aðilum að skipta við fyrirtæki sem greiða ferðakostnað starfsmanna sem fara á milli ríkja til að gangast undir þungunnarrof. Borgarstjóri St Louis, Tishaura Jones, sagði hins vegar á Twitter um helgina að bann myndi gera ríkjum erfiðara fyrir að laða til sín stórfyrirtæki og Quinton Lucas, borgarstjóri í Kansas, sagði að eitt fyrirtæki hefði þegar hætt við að flytja til borgarinnar. Það vekur athygli að mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna, til að mynda McDonald's, Walmart, Coca-Cola, PepsiCo og General Motors hafa ekki tjáð sig um ákvörðun hæstaréttar. Einn dómara réttarins, sem studdi viðsnúninginn í Roe, virðist hins vegar taka ákveðna afstöðu varðandi lögmæti þess að ferðast milli ríkja til að gangast undir þungunarrof. Brett Kavanaugh, einn dómaranna sem Donald Trump skipaði í embætti, segir í áliti sínu að það bryti gegn stjórnarskránni að banna konum að ferðast til að nálgast þjónustuna og vísar til stjórnarskrárvarins réttar fólks til að ferðast milli ríkja. Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Meta Disney Netflix Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Hér eftir verður ríkjum í sjálfsvald sett hvort þau heimila eða banna konum að gangast undir þungunarrof. Gera má ráð fyrir að þjónustan verði bönnuð eða verulega takmörkuð í um það bil 20 ríkjum. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa brugðist við og segjast ætla að styðja við starfsmenn sína sem velja að gangast undir þungunarrof eru Meta, Disney, Netflix og Bank of America. Önnur fyrirtæki, til að mynda Microsoft og fjármálafyrirtækin Citigroup og JPMorgan Chase, höfðu þegar tilkynnt að þau myndu grípa til aðgerða. Fyrirtækin eru sögð sæta nokkrum þrýstingi meðal almennings og fjárfesta um að taka afstöðu til þessa afar umdeilda málefnis, ekki síst fyrirtæki sem eru með stórar starfsstöðvar í ríkjum þar sem þungunarrof hefur verið eða verður bannað og/eða takmarkað. Samkvæmt Guardian hafa yfirvöld í Texas til að mynda verið að reyna að laða fyrirtæki að með lágum sköttum og litlu regluverki en á sama tíma er útlit fyrir að réttur kvenna til þungunarrofs verði verulega takmarkaður í ríkinu. Rétturinn til að ferðast milli ríkja bundinn í stjórnarskrána Stjórnmálamenn virðast vegar misáhugasamir um að halda í fyrirtækin. Fyrr á þessu ári varaði Birscoe Cain, þingmaður í Texas, við því að hann myndi leggja fram frumvarp sem bannaði opinberum aðilum að skipta við fyrirtæki sem greiða ferðakostnað starfsmanna sem fara á milli ríkja til að gangast undir þungunnarrof. Borgarstjóri St Louis, Tishaura Jones, sagði hins vegar á Twitter um helgina að bann myndi gera ríkjum erfiðara fyrir að laða til sín stórfyrirtæki og Quinton Lucas, borgarstjóri í Kansas, sagði að eitt fyrirtæki hefði þegar hætt við að flytja til borgarinnar. Það vekur athygli að mörg stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna, til að mynda McDonald's, Walmart, Coca-Cola, PepsiCo og General Motors hafa ekki tjáð sig um ákvörðun hæstaréttar. Einn dómara réttarins, sem studdi viðsnúninginn í Roe, virðist hins vegar taka ákveðna afstöðu varðandi lögmæti þess að ferðast milli ríkja til að gangast undir þungunarrof. Brett Kavanaugh, einn dómaranna sem Donald Trump skipaði í embætti, segir í áliti sínu að það bryti gegn stjórnarskránni að banna konum að ferðast til að nálgast þjónustuna og vísar til stjórnarskrárvarins réttar fólks til að ferðast milli ríkja.
Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Meta Disney Netflix Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira