Sakaður um að deila ríkisleyndarmálum með fjölskyldunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. júní 2022 11:22 Lars Findsen var nafngreindur vegna málsins í janúar á þessu ári. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Lars Findsen, fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar, er sakaður um að hafa deilt ríkisleyndarmálum með nánum ættingjum hans, þar á meðal móður, bróður og kærustu. Sérfræðingur telur málið byggt á veikum grunni Greint var frá því fyrr á árinu að Findsen væri í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. Findsen var yfirmaður leyniþjónustunnar um sex ára skeið. Í janúar var greint frá því að hann væri grunaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til fjölmiðla. Í ítarlegri umfjöllun Berlingske Tidende er nánara ljósi varpað á þær ásakanir sem Findsen stendur frammi fyrir. Ekki rökstuddur grunur vegna samtals við aldraða móður Findsen Þar kemur fram að Findsen sé grunaður um að hafa í alls níu skipti rætt ríkisleyndarmál við blaðamenn og fjölskyldumeðlimi. Í frétt blaðsins kemur fram að dómari í málinu hafi úrskurðað að í sex af þessum níu skiptum sé rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög. Kaupmannahöfn.Getty Á það við um þau skipti sem Findsen ræddi við tvo blaðamenn hjá tveimur af helstu fjölmiðlum Danmerkur, sem og kærustu og vin Findsen. Dómarinn taldi hins vegar að ekki væri rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög er hann ræddi við aldraða móður sína, og bróður, þvert á það sem lögregla í málinu hélt fram. Byggt á veikum grunni að mati sérfræðings Í frétt blaðsins er rætt við sérfræðing í sakamálum sem telur að ásakanir lögreglu sé byggðar á veikum grunni, þar sem þær séu byggðar að töluverðu leyti á einkasamtölum sem Findsen átti við vandamenn sína. „Ef við notum það viðmið er ég nokkuð viss um að flestir danskir embættismenn hafi á einverjum tímapunkti brotið lög um trúnaðarupplýsingar,“ sagði Lasse Lund Madsen, sérfræðingurinn sem BT ræddi við. Findsen situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi. Danmörk Tengdar fréttir Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur verið ákærður af dönsku lögreglunni fyrir að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58 Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í haldi vegna lekamáls Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. 10. janúar 2022 13:01 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Greint var frá því fyrr á árinu að Findsen væri í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. Findsen var yfirmaður leyniþjónustunnar um sex ára skeið. Í janúar var greint frá því að hann væri grunaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til fjölmiðla. Í ítarlegri umfjöllun Berlingske Tidende er nánara ljósi varpað á þær ásakanir sem Findsen stendur frammi fyrir. Ekki rökstuddur grunur vegna samtals við aldraða móður Findsen Þar kemur fram að Findsen sé grunaður um að hafa í alls níu skipti rætt ríkisleyndarmál við blaðamenn og fjölskyldumeðlimi. Í frétt blaðsins kemur fram að dómari í málinu hafi úrskurðað að í sex af þessum níu skiptum sé rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög. Kaupmannahöfn.Getty Á það við um þau skipti sem Findsen ræddi við tvo blaðamenn hjá tveimur af helstu fjölmiðlum Danmerkur, sem og kærustu og vin Findsen. Dómarinn taldi hins vegar að ekki væri rökstuddur grunur um að Findsen hafi brotið lög er hann ræddi við aldraða móður sína, og bróður, þvert á það sem lögregla í málinu hélt fram. Byggt á veikum grunni að mati sérfræðings Í frétt blaðsins er rætt við sérfræðing í sakamálum sem telur að ásakanir lögreglu sé byggðar á veikum grunni, þar sem þær séu byggðar að töluverðu leyti á einkasamtölum sem Findsen átti við vandamenn sína. „Ef við notum það viðmið er ég nokkuð viss um að flestir danskir embættismenn hafi á einverjum tímapunkti brotið lög um trúnaðarupplýsingar,“ sagði Lasse Lund Madsen, sérfræðingurinn sem BT ræddi við. Findsen situr ekki lengur í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að tólf ára fangelsi.
Danmörk Tengdar fréttir Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur verið ákærður af dönsku lögreglunni fyrir að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58 Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í haldi vegna lekamáls Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. 10. janúar 2022 13:01 Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur grunaður um landráð Claus Hjort Fredriksen, fyrrverandi varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur verið ákærður af dönsku lögreglunni fyrir að hafa brotið trúnað með því að greina fjölmiðlum frá upplýsingum sem varða við þjóðaröryggi, á þeim tíma er hann gegndi ráðherraembætti. 14. janúar 2022 14:58
Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar í haldi vegna lekamáls Fyrrverandi yfirmaður dönsku leyniþjónustunnar er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa lekið leynilegum upplýsingum sem taldar eru geta skaðað hagsmuni danska ríkisins. 10. janúar 2022 13:01