Nei eða já: Jokic vinnur ekki titil með Nuggets og Clippers betri á pappír en Warriors Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júní 2022 23:30 Strákarnir í Lögmáli leiksins fóru um víðan völl í hinum vinsæla dagskrárlið Nei eða já. Stöð 2 Sport Hinn stórskemmtilegi liður Nei eða já var að sjálfsögðu á sínum stað í seinasta þætti að Lögmál leiksins þar sem stjórnandi þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, fékk sérfæðinga í setti til að svara laufléttum nei eða já spurningum um NBA-deildina í körfubolta. Farið var um víðan völl eins og oft áður og í þetta skipti voru umræðuefnin fjögur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja sérfræðingana hvort Nikola Jokic myndi vinna titil með Denver Nuggets, en þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson voru sammála um að það muni ekki gerast. „Nei. Það er ekkert diss á Nikola Jokic sem er stórkostlegur leikmaður, en ég held bara að Michael Porter samningurinn verði of erfiður fyrir þá þegar fram í líður,“ sagði Sigurður Orri. „Það er bara erfitt að byggja lið í kringum menn þar sem er verið að fá stjarnfræðilegar upphæðir borgaðar þannig að nei, Nikola Jokic binnur ekki titil í Denver.“ Hörður var sammála kollega sínum og sagði það ekki vænlegt til árangurs þegar lið eru ekki tilbúin að reiða fram stóru seðlana. „Sagnfræðilega séð þá vinna svona „Small-market“ lið ekki titilinn. Það þarf alveg sérstakar aðstæður. Þú þarft Giannis, þú þarft ár eins og Toronto átti með Kawhi til þess að lið á þessum markaði nái að vinna. Eða þá að þú þarft einstakt lið. Nikola Jokic er einstakur leikmaður, en liðið sem er byggt upp í kringum hann er langt frá því að vera einstakt.“ Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Næst fóru strákarnir í það að bera saman lið, nánar tiltekið Los Angeles Clippers og nýkrýnda NBA-meistara í Golden State Warriors. „Körfubolti er spilaður á parketi, en í þessari hugarleikfimi ætlum við að spila hann á pappír,“ sagði Kjartan Atli. „Clippers er með betra lið en Warriors á pappír, nei eða já?“ Sigurður og Hörður virtust ekki beint sammála um þetta mál, en Hörður vildi meina að Clippers myndi vinna ef liðunum væri stillt upp í tölvuleik og engar utanaðkomandi aðstæður myndu hafa áhrif á leikinn. „Já, það gæti alveg verið,“ sagði Hörður. „Þeir eru komnir með Paul George og Kawhi Leonard til baka og það er betra heldur en tvennan sem þú getur sett upp hjá Warriors. Besti einstaki leikmaðurinn í þessum tveimur liðum er samt ennþá Steph Curry þangað til við sjáum hvernig Kawhi kemur til baka.“ Þrátt fyrir að vera sammála Herði um hver besti leikmaðurinn í þessum tveimur liðum væri var Sigurður þó ekki sammála Herði um hvort liðið væri betra á pappírum. „Ég segi bara nei,“ sagði Sigurður. „Jú jú, ég er sammála Herði að Steph Curry er besti gaurinn af öllum þessum sem er að spila. Paul George er frábær leikmaður en ég veit ekki hvað hann hefur gert fyrir mig undanfarin ár, Kawhi Leonard, ég held að hans tíma sem svona ofur-dóminerandi leikmaður séu bara búnir.“ „Við erum að tala um á pappír. Augljóslega eru Clippers ekki betra lið en Warriors, en ef þú setur upp í NBA2k leik þar sem þú lætur leikinn bara spila og það eru engar ytri aðstæður með þá vinna Clippers,“ svaraði Hörður. Að lokum ræddu strákarnir um það hvort sólin væri sest í Phoenix og hvort Christian Wood, eða Stjáni Viðars eins og þeir kalla hann, muni verða dásamlegur í Dallas, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Farið var um víðan völl eins og oft áður og í þetta skipti voru umræðuefnin fjögur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja sérfræðingana hvort Nikola Jokic myndi vinna titil með Denver Nuggets, en þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson voru sammála um að það muni ekki gerast. „Nei. Það er ekkert diss á Nikola Jokic sem er stórkostlegur leikmaður, en ég held bara að Michael Porter samningurinn verði of erfiður fyrir þá þegar fram í líður,“ sagði Sigurður Orri. „Það er bara erfitt að byggja lið í kringum menn þar sem er verið að fá stjarnfræðilegar upphæðir borgaðar þannig að nei, Nikola Jokic binnur ekki titil í Denver.“ Hörður var sammála kollega sínum og sagði það ekki vænlegt til árangurs þegar lið eru ekki tilbúin að reiða fram stóru seðlana. „Sagnfræðilega séð þá vinna svona „Small-market“ lið ekki titilinn. Það þarf alveg sérstakar aðstæður. Þú þarft Giannis, þú þarft ár eins og Toronto átti með Kawhi til þess að lið á þessum markaði nái að vinna. Eða þá að þú þarft einstakt lið. Nikola Jokic er einstakur leikmaður, en liðið sem er byggt upp í kringum hann er langt frá því að vera einstakt.“ Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Næst fóru strákarnir í það að bera saman lið, nánar tiltekið Los Angeles Clippers og nýkrýnda NBA-meistara í Golden State Warriors. „Körfubolti er spilaður á parketi, en í þessari hugarleikfimi ætlum við að spila hann á pappír,“ sagði Kjartan Atli. „Clippers er með betra lið en Warriors á pappír, nei eða já?“ Sigurður og Hörður virtust ekki beint sammála um þetta mál, en Hörður vildi meina að Clippers myndi vinna ef liðunum væri stillt upp í tölvuleik og engar utanaðkomandi aðstæður myndu hafa áhrif á leikinn. „Já, það gæti alveg verið,“ sagði Hörður. „Þeir eru komnir með Paul George og Kawhi Leonard til baka og það er betra heldur en tvennan sem þú getur sett upp hjá Warriors. Besti einstaki leikmaðurinn í þessum tveimur liðum er samt ennþá Steph Curry þangað til við sjáum hvernig Kawhi kemur til baka.“ Þrátt fyrir að vera sammála Herði um hver besti leikmaðurinn í þessum tveimur liðum væri var Sigurður þó ekki sammála Herði um hvort liðið væri betra á pappírum. „Ég segi bara nei,“ sagði Sigurður. „Jú jú, ég er sammála Herði að Steph Curry er besti gaurinn af öllum þessum sem er að spila. Paul George er frábær leikmaður en ég veit ekki hvað hann hefur gert fyrir mig undanfarin ár, Kawhi Leonard, ég held að hans tíma sem svona ofur-dóminerandi leikmaður séu bara búnir.“ „Við erum að tala um á pappír. Augljóslega eru Clippers ekki betra lið en Warriors, en ef þú setur upp í NBA2k leik þar sem þú lætur leikinn bara spila og það eru engar ytri aðstæður með þá vinna Clippers,“ svaraði Hörður. Að lokum ræddu strákarnir um það hvort sólin væri sest í Phoenix og hvort Christian Wood, eða Stjáni Viðars eins og þeir kalla hann, muni verða dásamlegur í Dallas, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins NBA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum