Dómstóll í Póllandi bannar „svæði án hinsegin fólks“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 23:55 Frá gleðigöngu á hinsegin dögum í Varsjá í síðustu viku. Hinsegin fólk í Póllandi hefur átt undir högg að sækja síðustu ár. Getty Æðsti áfrýjunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að fjögur svokölluð „svæði án hinsegin fólks“ (e. LGBT-free zones) séu ólögleg og skuli afnema. Baráttufólk fagnar niðurstöðunni sem sigri mannréttinda og lýðræðis. Staða hinsegin fólks í Póllandi hefur versnað síðustu mánuði, að sögn baráttusamtaka þar í landi. Þessi niðurstaða er því kærkomin fyrir hinsegin samfélag landsins. Nokkur sveitarfélög í Póllandi samþykktu árið 2019 ályktanir sem þau sögðu „laus við hugmyndafræði hinsegin samfélagsins“. Innan Póllands, hvar yfirgnæfandi meirihluti íbúa er kaþólskur, hefur sú skoðun verið viðtekin að réttindi hinsegin fólk vegi að kristnum gildum. Svonefnd „svæði án hinsegin fólks“ miðuðu að því að banna það sem sveitarfélög kölluðu upphafningu samkynhneigðar, sérstaklega innan skóla. Þessar samþykktir hrintu af stað atburðarrás sem endaði með því að Framkvæmdarstjórn ESB lýsti því yfir að svæðin gætu gengið í berhögg við lög Evrópusambandsins sem kveða á um að engum megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Látið var reyna á lögmæti svæðanna fyrir lægri dómstólum þar sem níu slík svæði voru bönnuð en mál fjögurra svæða rötuðu til æðsta áfrýjunardómstóls sem kvað endanlega á um ólögmæti þeirra í dag. „Dómurinn er stór sigur fyrir lýðræðið, mannréttindi og mannvirðingu“ skrifa samtök Póllands gegn hómófóbíu á samfélagsmiðlum. Pólland Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Staða hinsegin fólks í Póllandi hefur versnað síðustu mánuði, að sögn baráttusamtaka þar í landi. Þessi niðurstaða er því kærkomin fyrir hinsegin samfélag landsins. Nokkur sveitarfélög í Póllandi samþykktu árið 2019 ályktanir sem þau sögðu „laus við hugmyndafræði hinsegin samfélagsins“. Innan Póllands, hvar yfirgnæfandi meirihluti íbúa er kaþólskur, hefur sú skoðun verið viðtekin að réttindi hinsegin fólk vegi að kristnum gildum. Svonefnd „svæði án hinsegin fólks“ miðuðu að því að banna það sem sveitarfélög kölluðu upphafningu samkynhneigðar, sérstaklega innan skóla. Þessar samþykktir hrintu af stað atburðarrás sem endaði með því að Framkvæmdarstjórn ESB lýsti því yfir að svæðin gætu gengið í berhögg við lög Evrópusambandsins sem kveða á um að engum megi mismuna á grundvelli kynhneigðar. Látið var reyna á lögmæti svæðanna fyrir lægri dómstólum þar sem níu slík svæði voru bönnuð en mál fjögurra svæða rötuðu til æðsta áfrýjunardómstóls sem kvað endanlega á um ólögmæti þeirra í dag. „Dómurinn er stór sigur fyrir lýðræðið, mannréttindi og mannvirðingu“ skrifa samtök Póllands gegn hómófóbíu á samfélagsmiðlum.
Pólland Hinsegin Mannréttindi Tengdar fréttir Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fleiri fréttir Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Sjá meira
Meta hvort ungversk lög gegn samkynhneigð standist Evrópulög Evrópusambandið hefur varað Ungverjaland og Pólland við því að þau gætu sætt refsiaðgeðrum ef ríkin halda áfram að brjóta gegn lýðræðislegum venjum. Ný lög sem voru samþykkt í Ungverjalandi sem banna að ungmenni séu frædd um samkynhneigð eru sérstaklega til skoðunar innan sambandsins. 22. júní 2021 19:57