Ellefu af sextán sagt sig úr flokknum síðan nýr formaður tók við Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2022 18:41 Kristian Thulesen Dahl er einn ellefu þingmanna sem hefur sagt sig úr þingflokki Danska þjóðarflokksins. EPA/Nils Meilvang Fyrrum formaður Danska þjóðarflokksins, Kristian Thulesen Dahl, hefur nú sagt sig úr þingflokk þeirra. Hann er ellefti þingmaður þeirra til að segja sig úr flokknum síðan Morten Messerschmidt tók við formannsembætti flokksins þann 23. janúar síðastliðinn. Messerschmidt hlaut sextíu prósent atkvæða í formannskosningum flokksins í janúar á þessu ári og yfirgáfu sex þingmenn flokkinn á fyrsta mánuði kjörtímabils hans. Boðað var til formannskjörs eftir að formaður flokksins til tíu ára, Kristian Thulesen Dahl, tilkynnti um afsögn sína. Dahl sagði sig úr flokknum í dag en hann tók þátt í því að stofna flokkinn á sínum tíma ásamt að gegna hlutverki formanns. Hann tilkynnti sjálfur um þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Sálfræðilegt stríð hefur ríkt á milli Dahl og Messerschmidt síðustu vikur og að sögn Christine Cordsen, fréttaritara danska ríkissjónvarpsins á þinginu, fékk Dahl skýr skilaboð frá flokksmeðlimum að best væri að hann myndi yfirgefa þingflokkinn. Það eru ekki einungis þingmenn flokksins sem hafa ákveðið að víkja en einnig starfsmenn flokksins, þar á meðal ritarar, aðstoðarmenn og fleiri. Nú standa einungis fimm þingmenn eftir, en í hópi þeirra er annar fyrrverandi formaður flokksins, Pia Kjærsgaard. Talið er að einhverjir þeirra þingmanna sem hafa sagt sig úr Danska þjóðarflokknum muni ganga til liðs við Danmerkurdemókratana. Sá flokkur var stofnaður í síðustu viku af Inger Støjberg sem er fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Segir skilið við Venstre Inger Støjberg, þingkona Venstre í Danmörku og fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, hefur skráð sig úr flokknum. Hún heldur áfram á þingi sem óháður þingmaður. 4. febrúar 2021 09:34 Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. 23. júní 2022 08:12 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Messerschmidt hlaut sextíu prósent atkvæða í formannskosningum flokksins í janúar á þessu ári og yfirgáfu sex þingmenn flokkinn á fyrsta mánuði kjörtímabils hans. Boðað var til formannskjörs eftir að formaður flokksins til tíu ára, Kristian Thulesen Dahl, tilkynnti um afsögn sína. Dahl sagði sig úr flokknum í dag en hann tók þátt í því að stofna flokkinn á sínum tíma ásamt að gegna hlutverki formanns. Hann tilkynnti sjálfur um þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Sálfræðilegt stríð hefur ríkt á milli Dahl og Messerschmidt síðustu vikur og að sögn Christine Cordsen, fréttaritara danska ríkissjónvarpsins á þinginu, fékk Dahl skýr skilaboð frá flokksmeðlimum að best væri að hann myndi yfirgefa þingflokkinn. Það eru ekki einungis þingmenn flokksins sem hafa ákveðið að víkja en einnig starfsmenn flokksins, þar á meðal ritarar, aðstoðarmenn og fleiri. Nú standa einungis fimm þingmenn eftir, en í hópi þeirra er annar fyrrverandi formaður flokksins, Pia Kjærsgaard. Talið er að einhverjir þeirra þingmanna sem hafa sagt sig úr Danska þjóðarflokknum muni ganga til liðs við Danmerkurdemókratana. Sá flokkur var stofnaður í síðustu viku af Inger Støjberg sem er fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Segir skilið við Venstre Inger Støjberg, þingkona Venstre í Danmörku og fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, hefur skráð sig úr flokknum. Hún heldur áfram á þingi sem óháður þingmaður. 4. febrúar 2021 09:34 Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. 23. júní 2022 08:12 Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06
Segir skilið við Venstre Inger Støjberg, þingkona Venstre í Danmörku og fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, hefur skráð sig úr flokknum. Hún heldur áfram á þingi sem óháður þingmaður. 4. febrúar 2021 09:34
Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. 23. júní 2022 08:12