Abdeslam er sá eini af þeim tíu sem tóku þátt í árásunum sem er enn á lífi. Hinir níu frömdu annaðhvort sjálfsvíg eða voru skotnir til bana af lögreglu. Abdesalam var með sprengjubelti á sér á árásardaginn en henti því síðan í ruslið og lét félaga sinn keyra sig til Brussel. Hann fannst þar og var handtekinn nokkrum mánuðum síðar.

Talið er að sprengjuvestið sem Abdesalam var með á sér þetta kvöld hafi bilað og því hann ákveðið að henda því í ruslið og flýja. Hann hélt því þó fram fyrir dómi að hafa hætt við að taka þátt í árásinni á síðustu stundu.
Réttarhöldin yfir Abdesalam stóðu yfir í um tíu mánuði og báru hundruð þeirra sem lifðu árásirnar af vitni.
Abdesalam mun líklegast eyða restinni af ævi sinni á bak við lás og slá í Frakklandi og getur ekki sótt um reynslulausn fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjátíu ár. Árið 2018 var hann dæmdur í tuttugu ára fangelsi í Belgíu þar sem hann skaut í átt að lögreglumönnunum sem reyndu að handtaka hann árið 2016.