„Ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júní 2022 22:31 Glódís Perla Viggósdóttir er spenn fyrir EM. Vísir/Skjáskot Glódís Perla Viggósdóttir fór yfir leik íslenska kvennalandsliðsins gegn því pólska fyrr í dag þar sem Ísland vann góðan 1-3 sigur í lokaleik sínum áður en Evrópumeistaramótið hefst í næstu viku. Hún segir liðið hafa sýnt gott hugarfar í leiknum og að það sé mikilvægt að taka sigur með sér inn á EM. „Fyrst og fremst er ég bara ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur,“ sagði Glódís Perla eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Það er bara gott hugarfar þegar við lendum undir í fyrri hálfleik og erum í smá brasi og finnum að það er svolítið langt síðan að margar af okkur hafa spilað alvöru leik. Svo í seinni hálfleik þá finnst mér við bara miklu betra lið og við náum að tengja fleiri sendingar og skapa okkur fín færi og við klárum þetta bara sannfærandi.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri hálfleik og þeim seinni. Betur gekk að spila boltanum innan liðsins í síðari hálfleik og Glódís segir það óhætt að tala um kaflaskiptan leik. „Ekki það að mér fannst þær ekkert vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik heldur, en jú, þær kannski áttu fyrri hálfleikinn og við seinni. En mér fannsi við bara klára færin okkar fínt í seinni hálfleik og ég er bara ánægð með þetta.“ Glódís segir að leikurinn í dag sýni að liðið eigi að sýna hugrekki og þora að spila ofar á vellinum. „Bara muninn á því þegar við náum að tengja saman fleiri sendingar og halda í boltann. Við náum að færa boltann á milli kanta í seinni hálfleik og skapa okkur færi og á sama tíma erum við hærra í hápressunni, vinnum boltann og náum að skora þannig. Við þurfum að taka þetta með okkur, að þora að vera hugrakkar, standa ofarlega og spila hápressuna því það gerir það auðveldara fyrir okkur að skora mörk ef við vinnum hann ofar.“ Áður en EM hefst heldur íslenska liðið til Þýskalands í æfingabúðir. Glódís er eins og flestir vita leikmaður Bayern München og hún er spennt að komast „heim“ í nokkra daga. „Mér lýst bara vel á það. Fara heim til München að æfa þar, það verður bara flott. Það er alltaf gaman með stelpunum þannig að þetta verður bara gaman,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
„Fyrst og fremst er ég bara ótrúlega ánægð að fara inn á EM með sigur,“ sagði Glódís Perla eftir sigur íslenska liðsins í dag. „Það er bara gott hugarfar þegar við lendum undir í fyrri hálfleik og erum í smá brasi og finnum að það er svolítið langt síðan að margar af okkur hafa spilað alvöru leik. Svo í seinni hálfleik þá finnst mér við bara miklu betra lið og við náum að tengja fleiri sendingar og skapa okkur fín færi og við klárum þetta bara sannfærandi.“ Nokkur munur var á spilamennsku íslenska liðsins í fyrri hálfleik og þeim seinni. Betur gekk að spila boltanum innan liðsins í síðari hálfleik og Glódís segir það óhætt að tala um kaflaskiptan leik. „Ekki það að mér fannst þær ekkert vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik heldur, en jú, þær kannski áttu fyrri hálfleikinn og við seinni. En mér fannsi við bara klára færin okkar fínt í seinni hálfleik og ég er bara ánægð með þetta.“ Glódís segir að leikurinn í dag sýni að liðið eigi að sýna hugrekki og þora að spila ofar á vellinum. „Bara muninn á því þegar við náum að tengja saman fleiri sendingar og halda í boltann. Við náum að færa boltann á milli kanta í seinni hálfleik og skapa okkur færi og á sama tíma erum við hærra í hápressunni, vinnum boltann og náum að skora þannig. Við þurfum að taka þetta með okkur, að þora að vera hugrakkar, standa ofarlega og spila hápressuna því það gerir það auðveldara fyrir okkur að skora mörk ef við vinnum hann ofar.“ Áður en EM hefst heldur íslenska liðið til Þýskalands í æfingabúðir. Glódís er eins og flestir vita leikmaður Bayern München og hún er spennt að komast „heim“ í nokkra daga. „Mér lýst bara vel á það. Fara heim til München að æfa þar, það verður bara flott. Það er alltaf gaman með stelpunum þannig að þetta verður bara gaman,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira