Heja! Margrét Kristín Blöndal skrifar 30. júní 2022 11:31 Mikið yljar það mér sem móður, dóttur og ömmu að sjá hve vel þær standa sig, konurnar okkar sem ég vil kalla svo og á þá að sjálfsögðu við okkar mæta forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og hennar vinkonu utanríkisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þar sem þær standa keikar og svo elegant í glæsilegum hópi helstu stríðsherra heimsins! Það er sko stórborgarbragur á okkar konum þessa dagana! Mæta skeleggar til leiks hjá Atlanthafsbandalaginu í Madrid þar sem borgin er nú í einhverskonar viðbúnaðarherkví vegna þess TÍMAMÓTA fundar, í stórborg þar sem fólk hefur meir að segja verið beðið að vinna heiman frá sér því viðbúnaðarstigið er svo hátt! Soldið spennandi fyrir íbúa Madrid að fá að halda þennan TÍMAMÓTA fund…ég játa að ég hef stundum í laumi undanfarið óskað þess hálfvegis að við hefðum getað haldið þennan fund hér en ekkert mál , Madrid er vel að þessum fundi komin því mér er hér efst í huga, þakklæti. Þakklæti sem ég finn svo sterkt fyrir í garð verndara okkar sem fórna sér (jafnvel þegar þeir væru vel að því komnir að taka sér gott sumarfríi eftir erilsaman vetur) fyrir okkar velferð. Leggja á sig ferðalag (sem sumir skítkastarana leyfa sér að gagnrýna fyrir að vera ekki nógu umhverfisvænt, en fari þeir og veri). Í okkar þágu ætla þessir englar að auka stórlega útgjöld til hermála á öllum sínum vígstöðvum og í herliðum Evrópu skal fjölgað! Ég segi takk. Ég segi takk, öll þið sem takið undir með kórnum. Ég segi takk öll sem leggið lið þeim málstað sem tætir í sundur “rétta drengi” og ég þakka fyrir hve sameinuð við erum, íslensk þjóð um það að liðka fyrir lengra stríði, stærra stríði við hinn eina sanna óvin! Ég þakka fyrir það hve átaklaust það hefur verið fyrir okkar fremstu, útvöldu eðalforingja að setja þetta stríð í "rétt" samhengi. Saman munum við láta þá hafa það óþvegið og fórnum sonum og eiginmönnum og feðrum svo sannarlega fyrir þann málstað! Við Íslendingar, Bandaríkjamenn, Tyrkir, Bretar, Ungverjar, Danir og öll hin stöndum sem aldrei fyrr, mótþróalaust loksins saman að stríðsrekstrinum! Það munar um svoleiðis, maður veit það alveg. Fundum við kannski ekki öll gleðibylgjuna hríslast um okkur þegar fregnirnar af innlimun Svía og Finna gekk í garð í gær? Þótt það hefði ekki verið fyrir annað en að Nato gerði okkur kleift að tala "dönsku", á Spáni. Magga Stína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Utanríkismál Margrét Kristín Blöndal Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Mikið yljar það mér sem móður, dóttur og ömmu að sjá hve vel þær standa sig, konurnar okkar sem ég vil kalla svo og á þá að sjálfsögðu við okkar mæta forsætisráðherra Katrínu Jakobsdóttur og hennar vinkonu utanríkisráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, þar sem þær standa keikar og svo elegant í glæsilegum hópi helstu stríðsherra heimsins! Það er sko stórborgarbragur á okkar konum þessa dagana! Mæta skeleggar til leiks hjá Atlanthafsbandalaginu í Madrid þar sem borgin er nú í einhverskonar viðbúnaðarherkví vegna þess TÍMAMÓTA fundar, í stórborg þar sem fólk hefur meir að segja verið beðið að vinna heiman frá sér því viðbúnaðarstigið er svo hátt! Soldið spennandi fyrir íbúa Madrid að fá að halda þennan TÍMAMÓTA fund…ég játa að ég hef stundum í laumi undanfarið óskað þess hálfvegis að við hefðum getað haldið þennan fund hér en ekkert mál , Madrid er vel að þessum fundi komin því mér er hér efst í huga, þakklæti. Þakklæti sem ég finn svo sterkt fyrir í garð verndara okkar sem fórna sér (jafnvel þegar þeir væru vel að því komnir að taka sér gott sumarfríi eftir erilsaman vetur) fyrir okkar velferð. Leggja á sig ferðalag (sem sumir skítkastarana leyfa sér að gagnrýna fyrir að vera ekki nógu umhverfisvænt, en fari þeir og veri). Í okkar þágu ætla þessir englar að auka stórlega útgjöld til hermála á öllum sínum vígstöðvum og í herliðum Evrópu skal fjölgað! Ég segi takk. Ég segi takk, öll þið sem takið undir með kórnum. Ég segi takk öll sem leggið lið þeim málstað sem tætir í sundur “rétta drengi” og ég þakka fyrir hve sameinuð við erum, íslensk þjóð um það að liðka fyrir lengra stríði, stærra stríði við hinn eina sanna óvin! Ég þakka fyrir það hve átaklaust það hefur verið fyrir okkar fremstu, útvöldu eðalforingja að setja þetta stríð í "rétt" samhengi. Saman munum við láta þá hafa það óþvegið og fórnum sonum og eiginmönnum og feðrum svo sannarlega fyrir þann málstað! Við Íslendingar, Bandaríkjamenn, Tyrkir, Bretar, Ungverjar, Danir og öll hin stöndum sem aldrei fyrr, mótþróalaust loksins saman að stríðsrekstrinum! Það munar um svoleiðis, maður veit það alveg. Fundum við kannski ekki öll gleðibylgjuna hríslast um okkur þegar fregnirnar af innlimun Svía og Finna gekk í garð í gær? Þótt það hefði ekki verið fyrir annað en að Nato gerði okkur kleift að tala "dönsku", á Spáni. Magga Stína.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun