Við veljum okkur vini eftir lykt Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 2. júlí 2022 16:16 GettyImages Við veljum okkur vini sem lykta eins og við. Iðnvæðingunni er um að kenna að maðurinn er nánast eina spendýrið sem er ómeðvitað um lyktina af samborgurum sínum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindakönnunar. Við þekkjum það öll að spendýrin allt í kringum okkur þefa hvert af öðru til að átta sig betur á því hvort á ferðinni er vinur eða vargur. Já, eða einhver sem þau vilja geta afkvæmi sín með. Við treystum ómeðvitað á lyktarskynið Við mennirnir gerum það reyndar líka, en algerlega án þess að vita af því. Reyndar hefur það verið svo um langt skeið að margt fólk myndi raða lyktarskyninu aftast á merina þegar kemur að því að raða skilningarvitunum fimm eftir mikilvægi. Hópur vísindamanna við Weizmann vísindastofnunina í Ísrael hefur síðustu misserin kannað mikilvægi lyktar á meðal mannanna og birti niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði Science Advances. Þær benda afdráttarlaust til þess að vinir lykta með svipuðum hætti og að við veljum okkur vini eftir lykt. Þar sem sú hætta er fyrir hendi að vinir fari með tíð og tíma að lykta svipað, þá voru einungis valdir vinir í tilraunina sem urðu vinir við fyrstu sýn. Prófanir á þeim sýndu að þessir innbyrðis vinir sendu frá sér svipaða lykt. Lykt sem við finnum ekki nauðsynlega meðvitað, en sem heilinn okkar skynjar. Og líkar við. Eða ekki. Annað úrtak í könnuninni var hópur fólks sem þekktist ekkert og það var látið leika svokallaða speglaleiki, þ.e.a.s herma eftir hverju öðru. Vísindamennirnir þróuðu svo rafrænt nef, létu það þefa af fólkinu og segja fyrir um hverjum yrði vel til vina. Í meira en 70 prósentum tilvika rataði hið rafræna nef á rétta vini. Viljum síður vingast við fólk sem lyktar öðruvísi Inbal Ravreby, vísindakona í rannsóknarteyminu, segir að lyktarskyn mannsins þurfi frekari rannsókna við, en hún telur miklar líkur á því að fólk sem lykti með mjög ólíkum hætti, eigi hreinlega erfitt með að tengjast sterkum tilfinningaböndum. Noam Sobel, sem leiddi rannsóknina, segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður, þá sé maðurinn langt frá því að reiða sig jafn mikið á lyktarskynið og til að mynda geitur eða snjáldurmýs, við erum háð mörgum öðrum þáttum þegar kemur að félagslegri hegðun. Engu að síður þá gegni okkar litla nef mun mikilvægara hlutverki en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir, þegar kemur að vali á vinum í lífinu. Gün R. Semin, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á tilfinningasamskiptum mannsins í gegnum aldirnar, segir að lyktarskynið hafi fyrir alvöru verið gjaldfellt við iðnvæðingu Vesturlanda. Síðustu árhundruðin hafi sjónskynið verið það skilningarvit sem mest sé talið um vert. Sem dæmi megi nefna að orðaforði vestrænna tungumála yfir þá lykt sem er af okkur mönnunum er afar fátæklegur, einfaldlega af því að við gerum okkur ekki grein fyrir þeirri lykt sem af okkur leggur. Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Við þekkjum það öll að spendýrin allt í kringum okkur þefa hvert af öðru til að átta sig betur á því hvort á ferðinni er vinur eða vargur. Já, eða einhver sem þau vilja geta afkvæmi sín með. Við treystum ómeðvitað á lyktarskynið Við mennirnir gerum það reyndar líka, en algerlega án þess að vita af því. Reyndar hefur það verið svo um langt skeið að margt fólk myndi raða lyktarskyninu aftast á merina þegar kemur að því að raða skilningarvitunum fimm eftir mikilvægi. Hópur vísindamanna við Weizmann vísindastofnunina í Ísrael hefur síðustu misserin kannað mikilvægi lyktar á meðal mannanna og birti niðurstöður sínar í nýjasta tölublaði Science Advances. Þær benda afdráttarlaust til þess að vinir lykta með svipuðum hætti og að við veljum okkur vini eftir lykt. Þar sem sú hætta er fyrir hendi að vinir fari með tíð og tíma að lykta svipað, þá voru einungis valdir vinir í tilraunina sem urðu vinir við fyrstu sýn. Prófanir á þeim sýndu að þessir innbyrðis vinir sendu frá sér svipaða lykt. Lykt sem við finnum ekki nauðsynlega meðvitað, en sem heilinn okkar skynjar. Og líkar við. Eða ekki. Annað úrtak í könnuninni var hópur fólks sem þekktist ekkert og það var látið leika svokallaða speglaleiki, þ.e.a.s herma eftir hverju öðru. Vísindamennirnir þróuðu svo rafrænt nef, létu það þefa af fólkinu og segja fyrir um hverjum yrði vel til vina. Í meira en 70 prósentum tilvika rataði hið rafræna nef á rétta vini. Viljum síður vingast við fólk sem lyktar öðruvísi Inbal Ravreby, vísindakona í rannsóknarteyminu, segir að lyktarskyn mannsins þurfi frekari rannsókna við, en hún telur miklar líkur á því að fólk sem lykti með mjög ólíkum hætti, eigi hreinlega erfitt með að tengjast sterkum tilfinningaböndum. Noam Sobel, sem leiddi rannsóknina, segir að þrátt fyrir þessar niðurstöður, þá sé maðurinn langt frá því að reiða sig jafn mikið á lyktarskynið og til að mynda geitur eða snjáldurmýs, við erum háð mörgum öðrum þáttum þegar kemur að félagslegri hegðun. Engu að síður þá gegni okkar litla nef mun mikilvægara hlutverki en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir, þegar kemur að vali á vinum í lífinu. Gün R. Semin, sem hefur sérhæft sig í rannsóknum á tilfinningasamskiptum mannsins í gegnum aldirnar, segir að lyktarskynið hafi fyrir alvöru verið gjaldfellt við iðnvæðingu Vesturlanda. Síðustu árhundruðin hafi sjónskynið verið það skilningarvit sem mest sé talið um vert. Sem dæmi megi nefna að orðaforði vestrænna tungumála yfir þá lykt sem er af okkur mönnunum er afar fátæklegur, einfaldlega af því að við gerum okkur ekki grein fyrir þeirri lykt sem af okkur leggur.
Vísindi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira