Þróttur sendir frá sér yfirlýsingu eftir N1 mótið: „Framkoma sem á ekki að sjást“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. júlí 2022 21:00 N1-mótið á Akureyri er eitt stærsta barnamót landsins. Tröll.is Knattspyrnudeild Þróttar hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að félagið ákvað að senda eitt af liðum sínum ekki í kappleik um sæti á mótinu. Þróttur og FH áttu að mætast í leik um 5. sæti N1 mótsins, en lið Þróttar mætti ekki til leiks. Því var gripið til þess ráðs að foreldrar skyldu leika gegn FH-ingum þennan lokaleik mótsins. Í kjölfarið var félagið sakað um það að hafa ekki mætt til leiks þar sem foreldrum leikmanna hafi þótt liðsmenn FH svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH þvi þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum #lifi https://t.co/iQFJeoYk66— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 Knattspyrnudeild Þróttar hefur hins vegar sen frá sér yfirlýsingu þar sem þessum ásökunum er svarað, en þar kemur meðal annars fram að félaginu hafi þótt ábyrgðaraðilar mótsins hafa brugðist skyldum sínum þegar leikir fóru úr böndunum. „N1 mótið er einstakur viðburður þar sem ungir keppendur fá að njóta sín í að etja kappi í heiðarlegri og fallegri keppni við jafnaldra,“ segir í yfirlýsingu Þróttar. „Knattspyrnufélagið Þróttur er þakklátt fyrir frábært skipulag á mótinu en vill þó koma skilaboðum á framfæri til mótstjórnar N1 mótsins jafnt sem annarra mótshaldara. Á mótinu sýndi lið framkomu sem ekki á að sjást á knattspyrnuvellinum, framkomu sem einkenndist af agaleysi og vanvirðingu gagnvart mótherjum og starfsmönnum mótsins. Þegar slíkt gerist er það ábyrgðaraðila, s.s. þjálfara, dómara og mótstjórnar, að grípa inn í. Þeirra er að skakka leikinn, róa, styðja og leiðbeina þeim sem eru úr jafnvægi. Ef það er ekki gert, þá er hætta á að hinn fagri leikur snúist upp í andhverfu sína. Því miður fór svo á þessu frábæra móti að ábyrgðaraðilar brugðust þegar leikir fóru úr böndunum. Knattspyrnufélagið Þróttur harmar að ekki hafi verið tekið strax á málum, öllum til heilla. Félagið tók í kjölfarið ákvörðun um að senda ekki eitt af liðum sínum í kappleik um sæti á mótinu. Var það mat yfirþjálfara og þjálfara félagsins að enginn ávinningur væri fyrir lið Þróttar að taka þátt í leik sem snérist um eitthvað allt annað en fótbolta.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þróttar að loknu N1-móti. pic.twitter.com/tjlgQxqMIU— Þróttur (@throtturrvk) July 2, 2022 Íþróttir barna Þróttur Reykjavík FH Akureyri Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira
Þróttur og FH áttu að mætast í leik um 5. sæti N1 mótsins, en lið Þróttar mætti ekki til leiks. Því var gripið til þess ráðs að foreldrar skyldu leika gegn FH-ingum þennan lokaleik mótsins. Í kjölfarið var félagið sakað um það að hafa ekki mætt til leiks þar sem foreldrum leikmanna hafi þótt liðsmenn FH svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlakeppni mótsins. Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH þvi þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum #lifi https://t.co/iQFJeoYk66— Styrmir Sigurðsson (@StySig) July 2, 2022 Knattspyrnudeild Þróttar hefur hins vegar sen frá sér yfirlýsingu þar sem þessum ásökunum er svarað, en þar kemur meðal annars fram að félaginu hafi þótt ábyrgðaraðilar mótsins hafa brugðist skyldum sínum þegar leikir fóru úr böndunum. „N1 mótið er einstakur viðburður þar sem ungir keppendur fá að njóta sín í að etja kappi í heiðarlegri og fallegri keppni við jafnaldra,“ segir í yfirlýsingu Þróttar. „Knattspyrnufélagið Þróttur er þakklátt fyrir frábært skipulag á mótinu en vill þó koma skilaboðum á framfæri til mótstjórnar N1 mótsins jafnt sem annarra mótshaldara. Á mótinu sýndi lið framkomu sem ekki á að sjást á knattspyrnuvellinum, framkomu sem einkenndist af agaleysi og vanvirðingu gagnvart mótherjum og starfsmönnum mótsins. Þegar slíkt gerist er það ábyrgðaraðila, s.s. þjálfara, dómara og mótstjórnar, að grípa inn í. Þeirra er að skakka leikinn, róa, styðja og leiðbeina þeim sem eru úr jafnvægi. Ef það er ekki gert, þá er hætta á að hinn fagri leikur snúist upp í andhverfu sína. Því miður fór svo á þessu frábæra móti að ábyrgðaraðilar brugðust þegar leikir fóru úr böndunum. Knattspyrnufélagið Þróttur harmar að ekki hafi verið tekið strax á málum, öllum til heilla. Félagið tók í kjölfarið ákvörðun um að senda ekki eitt af liðum sínum í kappleik um sæti á mótinu. Var það mat yfirþjálfara og þjálfara félagsins að enginn ávinningur væri fyrir lið Þróttar að taka þátt í leik sem snérist um eitthvað allt annað en fótbolta.“ Yfirlýsing knattspyrnudeildar Þróttar að loknu N1-móti. pic.twitter.com/tjlgQxqMIU— Þróttur (@throtturrvk) July 2, 2022
Íþróttir barna Þróttur Reykjavík FH Akureyri Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Sjá meira