Fótbolti.net greindi frá því í gær að Jón myndi fljúga út til Belgíu í gær til að skrifa undir samning en þrjú lið komu til greina. Það voru Standard Liege, Leuven og Mechelen. Nú hafa belgískir fjölmiðlar sagt frá því að Jón Dagur hafi neitað samningstilboðum frá Standard Liege og Mechelen þannig að Leuven komið helst til greina.
Leuven spilar í Jupiler Pro deildinni sem er efsta deild í Belgíu og enduðu í 11. sæti á síðustu leiktíð. Liðinu er stýrt af Marc Brys sem hefur marga fjöruna sopið á löngum þjálfara ferli en hann hefur meðal annars komið við í Hollandi og Mið-Austurlöndum sem þjálfari.
Áður hafa Rúnar Alex Rúnarsson og Stefán Gíslason spilað fyrir liðið en Stefán spilaði 61 leik fyrir liðið á árunum 2012 til 2014.
Vísir mun fylgjast með og greina frá því hvernig framvindan verður hjá Jón Degi.