„Grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júlí 2022 12:31 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Stöð 2 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var í viðtali á samfélagsmiðlum Knattspyrnusambands Íslands en íslenska liðið er nú á lokametrunum í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið sem hefst þann 6. júlí næstkomandi. „Manni fannst strax eftir leik að seinni hálfleikurinn hafi verið góður og fyrri hálfleikurinn slakur, þannig í grunninn,“ sagði Þorsteinn um vináttulandsleik Íslands og Póllands. Hann hélt svo áfram. „Eftir að horfa á leikinn aftur þá horfir maður miklu jákvæðari augum á fyrri hálfleikinn. Það voru alveg mikið af möguleikum til að búa til dauðafæri, vorum náttúrulega að fá einhver færi en fengum fullt af góðum sénsum til að skapa meira og það var margt jákvætt í fyrri hálfleik líka. Sérstaklega fyrri helmingnum af honum.“ „Auðvitað kom kafli um miðbik og seinni parts fyrri hálfleiks sem var ekkert sérstakur en alls ekki slakur hálfleikur. Ég lít jákvæðum augum á Póllands leikinn að flest öllu leyti.“ Íslenska liðið er nú statt í Þýskalandi. Þorsteinn var spurður út í hverju væri verið að vinan í á þessum síðustu dögum áður en haldið verður til Englands. „Halda áfram að vinna í sóknar- og varnarleik, erum að fara meira yfir í taktíska hluti, skerpa á liðinu og gera okkur klárar fyrir England.“ „Aðstæður eru virkilega góðar, það er mjög heitt. Flott æfingasvæði, fínt hótel og mjög þægilegt að vera hérna. Okkur líður bara vel og ég held að það sé gott fyrir að kúpla okkur aðeins út og svo mætum við fersk til Englands eftir nokkra daga.“ "Í grunninn, til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, og það er raunverulega bara grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik og sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu" - Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari A landsliðs kvenna. pic.twitter.com/DEjWrqTyKQ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2022 Að endingu var Þorsteinn spurður út í markmið Íslands á mótinu. „Í grunninn er markmiðið bara að vinna leik, ef við vinnum leik þá er allt hægt. Í fyrsta lagi þurfum við bara að mæta í fyrsta leik og reyna vinna hann, svo er næsti leikur og við þurfum að reyna vinna hann. Svo gengur þetta koll af kolli svoleiðis.“ Í grunninn til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, það er raunverulega grunnmarkmiðið, að byrja á að vinna einn fótboltaleik. Sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu, hvað við getum gert eftir það.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sjá meira
„Manni fannst strax eftir leik að seinni hálfleikurinn hafi verið góður og fyrri hálfleikurinn slakur, þannig í grunninn,“ sagði Þorsteinn um vináttulandsleik Íslands og Póllands. Hann hélt svo áfram. „Eftir að horfa á leikinn aftur þá horfir maður miklu jákvæðari augum á fyrri hálfleikinn. Það voru alveg mikið af möguleikum til að búa til dauðafæri, vorum náttúrulega að fá einhver færi en fengum fullt af góðum sénsum til að skapa meira og það var margt jákvætt í fyrri hálfleik líka. Sérstaklega fyrri helmingnum af honum.“ „Auðvitað kom kafli um miðbik og seinni parts fyrri hálfleiks sem var ekkert sérstakur en alls ekki slakur hálfleikur. Ég lít jákvæðum augum á Póllands leikinn að flest öllu leyti.“ Íslenska liðið er nú statt í Þýskalandi. Þorsteinn var spurður út í hverju væri verið að vinan í á þessum síðustu dögum áður en haldið verður til Englands. „Halda áfram að vinna í sóknar- og varnarleik, erum að fara meira yfir í taktíska hluti, skerpa á liðinu og gera okkur klárar fyrir England.“ „Aðstæður eru virkilega góðar, það er mjög heitt. Flott æfingasvæði, fínt hótel og mjög þægilegt að vera hérna. Okkur líður bara vel og ég held að það sé gott fyrir að kúpla okkur aðeins út og svo mætum við fersk til Englands eftir nokkra daga.“ "Í grunninn, til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, og það er raunverulega bara grunnmarkmiðið að byrja á að vinna einn fótboltaleik og sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu" - Þorsteinn H. Halldórsson þjálfari A landsliðs kvenna. pic.twitter.com/DEjWrqTyKQ— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) July 3, 2022 Að endingu var Þorsteinn spurður út í markmið Íslands á mótinu. „Í grunninn er markmiðið bara að vinna leik, ef við vinnum leik þá er allt hægt. Í fyrsta lagi þurfum við bara að mæta í fyrsta leik og reyna vinna hann, svo er næsti leikur og við þurfum að reyna vinna hann. Svo gengur þetta koll af kolli svoleiðis.“ Í grunninn til að ná einhverjum árangri þá þarftu að vinna fótboltaleik, það er raunverulega grunnmarkmiðið, að byrja á að vinna einn fótboltaleik. Sjá hverju það skilar okkur svo í framhaldinu, hvað við getum gert eftir það.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Fleiri fréttir Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti