„Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. júlí 2022 19:30 Markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon er viss um það að Cecilía Rán taki við aðalmarkmannsstöðunni í íslenska landsliðinu á næstu misserum. Vísir/Sigurjón Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur samið við stórlið Bayern München til ársins 2026 í þýska boltanum. Markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon segir að liðið hafi lengi verið á eftir Cecilíu, sem á framtíðina fyrir sér í íslenska landsliðinu. „Bayern München var á eftir henni fyrir tveimur árum og þeir vildu fá hana til að spila með 19 ára liðinu. En eftir góðan fund þá töldum við það ekki vera það skref sem við töldum vera best fyrir hana þannig það var slegið af borðinu,“ sagði markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon í samtali við Stöð 2 í dag. „Bianca, sem er svona „sports director“ þarna, hún bara elskar hana og var að fylgjast með henni og hringja í mann og spurjast fyrir um hana einu sinni í mánuði liggur við. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart.“ Hin 18 ára gamla Cecilía Rán er hluti af íslenska landsliðshópnum sem mætir til leiks á EM kvenna í knattpyrnu þann 10. júlí. Hún gekk í raðir Bayern í janúar á þessu ári, en þá á láni frá enska félaginu Everton. Áður hafði hún verið á láni hjá Örebro í Svíþjóð eftir að hafa spilað frábærlega með Fylki hér á landi. Þorsteinn þjálfaði Cecilíu fyrst þegar hún var mjög ung, en hann segist fljótlega hafa séð hvað í henni bjó. „Það var eiginlega það fyrsta sem ég horfði á var stærðin. Fyrstu tvo mánuðina gerði maður sér grein fyrir því hvað hún gæti orðið og þá varð ég að setjast niður og byrja að skipuleggja hvernig við myndum þjálfa hana af því að það er mjög erfitt að þjálfa svona háa markmenn.“ „En sem betur fer þá var hún að bregðast vel við öllu og tók þetta all-in. Það skipti ekki máli hvort það var laugardagur eða mánudagur, eða hvort að það var sól eða rigning eða snjókoma. Við vorum úti fjóra til sex daga vikunnar. Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar.“ Cecilía á að baki 24 leiki með yngri landsliðum Íslands og átta með A-landsliðinu. Aðspurður að því hvort Cecilía sé framtíðarmarkvörður íslenska landsliðsins var Þorsteinn ekki lengi að svara. „Já,“ sagði Þorsteinn að lokum, viss í sinni sök. Klippa: Cecilía Rán semur við Bayern til 2026 Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
„Bayern München var á eftir henni fyrir tveimur árum og þeir vildu fá hana til að spila með 19 ára liðinu. En eftir góðan fund þá töldum við það ekki vera það skref sem við töldum vera best fyrir hana þannig það var slegið af borðinu,“ sagði markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon í samtali við Stöð 2 í dag. „Bianca, sem er svona „sports director“ þarna, hún bara elskar hana og var að fylgjast með henni og hringja í mann og spurjast fyrir um hana einu sinni í mánuði liggur við. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart.“ Hin 18 ára gamla Cecilía Rán er hluti af íslenska landsliðshópnum sem mætir til leiks á EM kvenna í knattpyrnu þann 10. júlí. Hún gekk í raðir Bayern í janúar á þessu ári, en þá á láni frá enska félaginu Everton. Áður hafði hún verið á láni hjá Örebro í Svíþjóð eftir að hafa spilað frábærlega með Fylki hér á landi. Þorsteinn þjálfaði Cecilíu fyrst þegar hún var mjög ung, en hann segist fljótlega hafa séð hvað í henni bjó. „Það var eiginlega það fyrsta sem ég horfði á var stærðin. Fyrstu tvo mánuðina gerði maður sér grein fyrir því hvað hún gæti orðið og þá varð ég að setjast niður og byrja að skipuleggja hvernig við myndum þjálfa hana af því að það er mjög erfitt að þjálfa svona háa markmenn.“ „En sem betur fer þá var hún að bregðast vel við öllu og tók þetta all-in. Það skipti ekki máli hvort það var laugardagur eða mánudagur, eða hvort að það var sól eða rigning eða snjókoma. Við vorum úti fjóra til sex daga vikunnar. Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar.“ Cecilía á að baki 24 leiki með yngri landsliðum Íslands og átta með A-landsliðinu. Aðspurður að því hvort Cecilía sé framtíðarmarkvörður íslenska landsliðsins var Þorsteinn ekki lengi að svara. „Já,“ sagði Þorsteinn að lokum, viss í sinni sök. Klippa: Cecilía Rán semur við Bayern til 2026
Fótbolti Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira